Skessuhorn - 08.06.2016, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201628
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Bifreiðaþjónusta Harðar ehf.
Smur og dekkjaþjónusta
Sala á dekkjum og olíuvörum
Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi
437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness
Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar
Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga
kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30
Sími 437-2030 - v.v@simnet.is
DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK
LAUSNIN HÖFÐASELI
Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00
alla virka daga
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
ÖLL ALMENN GARÐVINNA
• Fjarlægjum tré og kurlum
• Útvegum sand, mold og möl
• Sláum garða
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Pennagrein
Landbótahópur Grétars Einars-
sonar heimsótti okkur í Skógrækt-
arfélagi Akraness fimmtudaginn 2.
júní. Það er árleg venja að þessir
góðu gestir úr henni Reykjavík að-
stoði okkur í skógræktinni. Mestur
tíminn núna fór í grisjun í Slögu,
nóg er þar af illa förnum víðitrjám
sem hafa gefið eftir í veðurhamn-
um undanfarin ár. Einnig voru asp-
arstiklingar settir niður og dyttað
að göngustígum.
Margt er að frétta úr starfi skóg-
ræktarfélagsins. Fljótlega verður
sett upp nýtt hlið við efri inngang
Slögu en skógræktarfélagið tók að
sér að sjá um það fyrir Akranesbæ.
Þá þarf að endurnýja neðra hliðið
og laga aðkomuna þar. Búið er að
panta tvö ræsi yfir skurðinn fyrir
neðan Slögu til að bæta aðkomuna
að neðsta hluta Slögu en við feng-
um styrk frá Landgræðslusjóði til
þess verks. Vegarslóðinn fyrir neð-
an Slögu hefur verið lagaður svo nú
er aðkoman að mörgum fallegum
lundum neðst í Slögu miklu betri
en verið hefur. Þá er verið að vinna
í göngustígum þarna, merkja þá og
gera þægilega fyrir gangandi fólk.
Þegar þetta svæði verður aðgengi-
legt þá bætast margir unaðslund-
ir og göngustígar við þetta ágæta
útivistarsvæði en neðst í Slögu eru
elstu og hæstu tréin á skógræktar-
svæðinu. Verið er að vinna að því
að fá gám fyrir neðan bílastæðið í
Slögu. Og fljótlega fáum við rúm-
lega 11 þúsund plöntur frá Land-
græðslusjóði.
Það er því nóg að gera og rétt að
minna á vinnudagana, mánudaga
kl. 17 -19, en þá eru allir velkomn-
ir til að vinna með okkur. Það þarf
að gera margt fleira en hér hefur
verið talið upp, halda við húsum og
tækjum og t.d. þarf að laga bekkina
sem félagið kom upp í Slögu 2014.
Efri bekkurinn (sem var af ódýr-
ustu gerð) er meira og minna sund-
urlaminn eftir veðurhaminn sem
oft geysar við fjallið. Og auðvitað
hvetjum við alla til að ganga í fé-
lagið og styðja við starf okkar.
Sauðkindin skemmir
enn og aftur
Því miður eru rolluskjáturnar að
ergja okkur, eyðileggja nýræktina
og taka frá okkur dýrmætan tíma.
Á meðfylgjandi mynd má sjá roll-
ur í aðstöðu okkar við Einbúann
við þjóðveginn á dögunum. Það
fer afskaplega mikill tími í að elt-
ast við rollurnar og þó sérstaklega
að fá eigendur þeirra til að halda
þeim fjarri skógræktinni. Það er
brýnt að sjá til þess með lögum
og reglum að búfjáreigendur beri
ábyrgð á búpeningi sínum. Ástand-
ið virðist fara versnandi. Við höfum
ekki áður þurft að eltast við rollur
við þjóðveginn sem er nánast ofan
í byggðinni á Akranesi. Og sjá má
rolluskít í Slögu þar sem rollurn-
ar hafa valdið okkur mestu tjóni
undanfarin ár. Eru búfjáreigendur
svo sjálfsöruggir og hirðulausir um
annarra hag að þeir telja sig ekki
þurfa að taka tillit til annarra, geti
látið blessaðar skepnurnar bíta þar
sem þeim sýnist, það sé vandamál
allra hinna að girða sig af?
Þegar þetta er skrifað seint á
sunnudagskvöldi barst mér tölvu-
póstur frá bæjarbúa sem ekki er
í skógræktarfélaginu. Hann var,
ásamt konu sinni og hundi, í Slögu
og rakst þar á ca. 40 kindur. Hann
sagðist sem gamall sveitamaður hafa
ákveðið að smala girðinguna og
koma fénu út. Það tókst eftir nokk-
urt basl. Svona aðstoð fáum við
skógræktarfólkið sem betur fer oft
frá bæjarbúum, nógur tími fer nú
samt í rollureksturinn. Það er fyr-
ir löngu kominn tími til að banna
lausagöngu búfjár og gera búfjár-
eigendur ábyrga fyrir skepnum sín-
um. Það gengur ekki lengur að einn
hópur fólks í samfélaginu geti eyði-
lagt fyrir öðrum án þess að þurfa að
sæta ábyrgð gerða sinna. Og það
er óskiljanlegt að Akranesbær sé að
leyfa hobbýbændum sem ekki geta
eða nenna að sjá um kindur sín-
ar að hafa þær á landi bæjarins. Það
er kvíðvænlegt fyrir okkur bæjarbúa
að nýi búvörusamningurinn virð-
ist stuðla að eflingu sauðfjárrækt-
ar þrátt fyrir slæm áhrif þeirra bú-
skaparhátta á gróðurfar landsins,
ábyrgðarleysi sauðfjáreigenda gagn-
vart öðru fólki og gífurlega styrki
sem við þéttbýlisbúar þurfum að
greiða með þessum atvinnurekstri.
Ávaxta- og berjatré
í Slögu? Skoðunarferð
20. júní
Jón Guðmundsson garðyrkjufræð-
ingur hélt erindi á fundi skógrækt-
arfélagsins í mars og fjallaði þar um
berja- og ávaxtatré á skógræktar-
svæðum. Það er skemmst frá því að
segja að Skógræktarfélag Akraness
fékk styrk frá Landgræðslusjóði til
að útfæra þessa hugmynd Jóns. Nú
á næstunni munum við velja stað
með Jóni þar sem berja- og ávaxta-
trjám verður plantað. Stefnt er að
skoðunarferð um Slögu með Jóni
mánudaginn 20. júní kl. 20. Allir
áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Jóni virðist lagið að rækta hvers
konar tré við ólíklegustu aðstæð-
ur sbr. eplatré hans sem dafna við
sjóinn á Skaganum. Það er því for-
vitnilegt fyrir fólk að kynnast hug-
myndum og aðferðum Jóns í skóg-
rækt.
Jens B. Baldursson, jensbb@inter-
net.is
Höf. er formaður Skógræktarfélags
Akraness http://www.skog.is/akranes/
Á hópmyndinni má sjá landbótahóp Grétars ásamt fjórum af sex úr Skagahópn-
um. Veðrið var óvenju gott þessa kvöldstund, sól og hiti.
Sauðkindur við Einbúann að kvöldi dags í síðustu viku.
Skógræktin á Skaganum - nóg að gera