Skessuhorn - 08.06.2016, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 29
Starfsmaður óskast
Íslenska gámafélagið óskar eftir
starfsmanni á gámastöðina á
Akranesi. Starfið felst í að að-
stoða viðskiptavini, móttöku og
flokkun. Hafið samband við Ólaf
Inga verkstjóra, s. 840-5709, oli-
ingi@igf.is eða Einar, s. 840-5780,
einarp@igf.is.
Óska eftir tilboð í útimálun
íbúahúss
Óska eftir tilboð í málun (þ.a.l.
lagfæringu ef þess þarf, hreinsun,
sílanbera, mála, allur kostnaður
innifalinn) raðhúss (3 hús). Get
sent myndir af húsinu í tölvu-
pósti ásamt fermetrafjölda. Stað-
sett í 301. Vinsamlegast sendið
tölvupóst. 67dagny@gmail.com
Helgarstarfsmaður óskast á
Akranesi
Helgarstarfsmaður, 18 ára eða
eldri, óskast á kaffihúsið Skökk-
ina á Akranesi. Þarf að geta hafið
störf sem fyrst. Um er að ræða
tímabundnar fastar vaktir aðra
hvora helgi, laugardag og sunnu-
dag. Vinnutími að jafnaði frá kl.
10 - 17 eða 9 - 18.30. Fyrirspurnir
og umsóknir berist á póstfangið
skagaferdir@gmail.com
Óska eftir herbergi/stúdíóíbúð
til leigu
Óska eftir herbergi eða lítilli
íbúð í Borgarnesi til að vera í yfir
næstu önn í skóla, frá miðjum
ágúst til miðjan desember.
Endilega hafið samband í síma
857-5946.
Óska eftir íbúð til leigu í
Borgarnesi
Vantar íbúð í langtímaleigu,
þarf að hafa 3 svefnherbergi.
Öruggum greiðslum heitið og
góðri umgengni. Sími:780-7989,
Guðný Gísladóttir.
2ja-3ja herb. íbúð óskast í
Borgarnesi
Við erum þrjú að leita að 2ja-3-
ja herb. íbúð fyrir næsta skólaár
í Borgarnesi. Við erum par,
vinkona okkar og hundurinn
hennar. Við erum sallaróleg og
göngum vel um. Endilega sendu
póst á nem.sth5@lbhi.is ef þú
hefur eitthvað handa okkur eða
hefur áhuga á að vita meira.
Lítil íbúð óskast
Óska eftir íbúð fyrir einstakling
í Borgarnesi strax, skilvísum
greiðslum og góðri umgengni
heitið. Sími: 699-7569 Ella eða
Unnur s.864-2194.
Akranes - Herbergi óskast til
leigu
Íslenska gámafélagið óskar eftir
herbergi til leigu fyrir starfsmann
sinn. Það þarf að vera með að-
gangi að baðherbergi og eldhúsi.
Upplýsingar: einarp@igf.is
Par óskar eftir herb./íbúð til
leigu í Borgarnesi
Par óskar eftir herb./íbúð til leigu
næsta skólaár í Borgarnesi frá og
með september. Við erum reyk-
laust rólegheita fólk og lofum
skilvísum greiðslum. Kv. Sunna
og Gunārs.
Kaffihús á Akranesi til sölu -
tækifæri í ferðaþjónustu
Rekstur kaffihússins Skökkin café,
á besta stað við Akratorg, er til
sölu. Um er að ræða sjarmerandi
kaffihús í góðu leiguhúsnæði.
Vaxandi ferðamannastraumur
og mikill annatími framundan.
skagaferdir@gmail.com
Snæfellsbær -
miðvikudagur 8. júní
1. deild kvenna, A riðill: Víkingur
Ó. mætir KH á Ólafsvíkurvelli
kl. 20.
Akranes -
fimmtudagur 9. júní
Borgunarbikar karla: ÍA mætir
Breiðablik á Norðurálsvellinum
kl. 19:15.
Borgarbyggð -
laugardagur 11. júní
Ljósmyndasýningin „Eyðibýli
í Skorradal allt árið“ verður
opnuð við hátíðlega athöfn kl.
17 við Stálpastaði í Skorradal og
mun hún standa fram í ágúst.
Sýningin er samvinnuverkefni
Kristínar Jónsdóttir ljósmyndara
á Hálsum og Huldu Guðmunds-
dóttir á Fitjum. Myndirnar eru
allar teknar í Skorradal og er
áhersla lögð á þau eyðibýli sem
eru í dalnum og árstíðirnar sem
geta verið mjög breytilegar
hér á Íslandi. Gott er mæta í
þokkalegum gönguskóm,
svæðið getur verið misblautt.
Hægt er að hafa samband í síma
866-5137(Kristín) ef eitthvað er.
Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni
Markaðstorg Vesturlands
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna
á www.SkeSSuhorn.iS
fyrir klukkan 12.00 á
þriðjudöguM
ATVINNA Í BOÐI
LEIGUMARKAÐUR
TIL SÖLU
1. júní. Stúlka. Þyngd 4.815
gr. Lengd 55 sm. Foreldrar:
Sara Dagný Stefánsdóttir
og Aron Gauti Mahaney,
Mosfellsbæ. Ljósmóðir: G. Erna
Valentínusdóttir.
3. júní. Drengur. Þyngd 4.265 gr.
Lengd 53 sm. Foreldrar: Helga
Jóna Björgvinsdóttir og Sigurður
Þór Runólfsson, Hvalfjarðarsveit.
Ljósmóðir. Elísabet Harles.
5. júní. Drengur. Þyngd 3.325 gr.
Lengd 50 sm. Foreldrar: Elín Rós
Ólafsdóttir og Hreinn Pétursson,
Vestmannaeyjum. Ljósmóðir:
Ásthildur Gestsdóttir.
Ljósmyndasýningin Steypa var
opnuð formlega í Sjávarsafninu
í Ólafsvík 1. júní síðastliðinn og
mun sýningin standa til ágústloka.
Er þetta í fyrsta sinn sem sýning-
in er sett upp í Ólafsvík en síðustu
þrjú ár var Steypa sett upp á Djúpa-
vík á Ströndum. Claus Sterneck
stendur fyrir sýningunni og segir
hann í samtali við Skessuhorn að
ljósmyndirnar séu óhefðbundnar
og sýni þverskurð af Íslandi. „Alls
eru níu ljósmyndarar, bæði íslensk-
ir jafnt sem erlendir, sem eiga verk
á þessari sýningu,“ segir Claus og
bætir við að það séu bæði atvinnu-
ljósmyndarar og áhugamenn um
ljósmyndun sem eigi myndir á sýn-
ingunni.
af
Á 35. fundi Umhverfis,– skipulags–
og landbúnaðarnefndar Borgar-
byggðar sem haldinn var mánudag-
inn 6. júní var samþykkt að skotæf-
ingasvæði verði staðsett við fólk-
vanginn Einkunnir. Það verður:
150 m frá riffilbraut að fólk-
vangsmörkum.
Rúm 1200 m loftlína frá riffil-
braut að næstu íbúabyggð.
600 m loftlína frá riffilbraut að
göngustíg sem liggur á milli Álatj-
arnar og Háfsvatns.
1200 m loftlína frá riffilbraut að
nýlögðum göngustíg á milli Borgar
og Einkunna.
Um 2000 m loftlína frá riffilbraut
að útsýnisskífu á Syðri-Einkunn.
Um 1000 m loftlína frá riffilbraut
að skátaskálanum Flugu.
800 m frá riffilbraut að fjölförn-
um reiðvegi/akvegi/gönguleið sem
liggur í Einkunnir.
800 m frá riffilbraut að Álatjörn.
Á meðan skipulag skotæfinga-
svæðisins var í auglýsingaferli og
það kynnt fyrir íbúum þá komu
mjög sterk viðbrögð gegn þessari
fyrirætlan Borgarbyggðar. 58 ein-
staklingar skiluðu inn mótmæl-
um við slíkri framkvæmd á þessum
stað, tveir undirskriftalistar bár-
ust sveitarstjórn og félagasamtök
sem nýta sér fólkvanginn til úti-
vistar, sum meira en 60 ára, lýstu
andstöðu sinni þ.e. Skógræktar-
félag Borgarfjarðar, Hestamanna-
félagið Skuggi og Umsjónarnefnd
Einkunna. Íbúar í Lækjarkoti lýstu
yfir andstöðu sinni, en í Lækjarkoti
er rekin öflug ferðaþjónusta, lista-
gallerí og járnsmiðja sem skapa 20
manns vinnu. Íbúar Lækjarkots
lýstu því yfir að staðsetning skotæf-
ingasvæðins kippti fótunum undan
rekstri þeirra, ef af þessari ákvörð-
un yrði þyrftu þau að bregða búi og
flytja sig um set.
Mótmæli íbúa Borgarbyggðar
voru af ýmsum toga. Íbúar bentu á
að tillagan samræmdist ekki aðal-
skipulagi Borgarbyggðar, uppbygg-
ingu á fólkvanginum, öryggisþátt-
um og starfsemi sem er innan og
við fólkvanginn. Einnig var vitn-
að til hljóðmengunar, öryggismála,
náttúruupplifunar, stærðar sveit-
arfélagsins, til náttúru fólkvangs-
ins og bent á hve stutt er í æsku-
lýðstarf, mannvirki og náttúrufyr-
irbrigði. Jafnframt bárust athuga-
semdir vegna nálægðar við atvinnu-
starf, þ.e. ferðamálaþjónustu og
listagallerí. Rétt er að benda á vax-
andi ferðamannastraum bæði inn-
lendra og erlendra í fólkvanginn.
Nýr meirihluti Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks tók við völdum
fyrir skemmstu. Í samstarfssáttmála
hans kemur fram að það verði:
„...kappkostað að innleiða í ríkara
mæli langtímahugsun með skýrum
markmiðum og framtíðarsýn. Til
þess að slík vinna öðlist gildi þarf
að leita eftir frumkvæði og þátttöku
íbúa í stefnumót-
un sveitarfélags-
ins. Því verða
gildi á borð við samvinnu, auðmýkt
og traust höfð að leiðarljósi.“
Fögur og göfug orð en á ekki að
vinna eftir þeim? Hvað með sam-
vinnuna, auðmýktina og traust-
ið? Hvernig birtist það í þessari
ákvörðun. Á að hlusta á fólk eða
þau félagasamtök sem hafa nýtt
svæðið til fjölda ára?
Í samstarfssáttmálanum kemur
líka fram að: „Borgarbyggð stefni í
fremstu röð í umhverfis- og sorp-
málum, mikilvægt er að vinna að
því með íbúum og auka þar með
virkni hvað varðar umhverfisvitund
alla. Unnið verði að uppbyggingu
ferðamannastaða í samvinnu við
landeigendur og aðra hagsmuna-
aðila sem og ríkisvaldið. Ramma-
skipulag varðandi nýtingu á Kára-
staðalandi og Hamarslandi verði
unnið á næstu 2 árum.“
Ég hvet sveitastjórnarmenn
í Borgarbyggð til að hafa sam-
vinnu, auðmýkt og traust að leiðar-
ljósi þegar það tekur ákvörðun sína
á fimmtudaginn og taka tillit til
þeirra félagasamtaka og íbúa sem
hafa nýtt fólkvanginn til útivistar í
tugi ára.
Hilmar Már Arason.
Höf. er formaður umsjónarnefndar
Einkunna, útivistarperlu við
Borgarnes.
Samvinna, auðmýkt og traust haft að leiðarljósi
Pennagrein
Ljósmyndasýningin Steypa
opnuð í Ólafsvík
Claus Sterneck fyrir utan Sjávarsafnið.