Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 19. árg. 29. júní 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS Auk hefbundinnar dreifingar er Skessuhorni fjöldreift á Akranesi í tilefni Írskra daga SK ES SU H O R N 2 01 6 Fjölskylduhátíðin Írskir dagar Sjá dagskrá Írskra daga á miðopnu 29. júní - 3. júlí Írskir dagar framundan Með Skessuhorni í dag fylgir sér- blað um Írska daga á Akranesi sem hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinn- ar er kynnt og rætt við þá sem að henni koma, meðal annars bæjar- stjóra, verkefnisstjóra Írskra daga, skreytingarmeistara síðasta árs og fleiri. Meðfylgjandi mynd var tekin á Írskum dögum fyrir fáum árum. Á henni eru frændsystkinin Marinó Ísak, Aron Eðvarð og Díana Rós í heita pottinum hjá ömmu sinni. Ljósm. tóg. Guðni kjörinn forseti Íslendingar kusu sér nýjan forseta á laugardaginn. Niðurstaðan varð sú að Guðni Th Jóhannesson sagnfræðing- ur hlaut 39,1% atkvæða og nokkuð afgerandi forskot á næsta frambjóð- anda, Höllu Tómasdóttur sem fékk 27,9%. Nánar er fjallað um forseta- kosningarnar á bls. 2. Í Borgarnesi sveif léttleiki yfir vötnunum í kjör- deildinni þegar þessi mynd var tekin. Menn voru í hátíðarskapi eins og vera ber á kosningadegi. Hér kýs Eðvarð Jón Sveinsson. Í kjörstjórn sátu þegar myndin var tekin Björn Jóhannesson, Einar G Pálsson og Finnbogi Rögn- valdsson. Ljósm. mm. Þessar tóku skreytingakeppnina alla leið fyrir Rauða hverfið í Borgarnesi á Brákarhátíð sem fram fór um helgi- na í Borgarnesi. Þær Hildur og María kváðust reyndar hafa verið í dómnef- nd fyrir best skreyttu hverfin og man- darínan og léttvínsflaskan væri mútur sem þeim hefði borist. Nánar er fjal- lað um hátíðina í Skessuhorni í dag á bls. 26. Ljósm. mm. Brákarhátíð lokið í Borgarnesi Það skorti ekkert á baráttuand- an á lokametra Snæfellsjökuls- hlaups sem fram fór á laugardag- inn. Líkt og áður var hlaupið ræst frá Arnarbæ á Arnarstapa, yfir Jök- ulháls og endað í Ólafsvík, alls um 22 kílómetrar við erfiðar aðstæð- ur. Nánar er fjallað um hlaupið á bls. 30. Ljósm. af. Snæfellsjökulshlaup

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.