Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 25
Kristjana Halldórsdóttir er 47 ára
Skagakona sem hefur vakið tals-
verða athygli inn á Facebook-
hópnum „Ég er íbúi á Akranesi“. Í
hópnum eru margir Skagamenn og
er allt á milli himins og jarðar sem
kemur upp í umræðunni. Í bland
við deilur um fiskilykt og hunda-
skít á gangstígum léttir Kristjana
fólki lundina með ljóðum og ljós-
myndum. „Ég dustaði rykið af
myndavélinni fyrir nokkrum mán-
uðum og fór að taka ljósmyndir. Ég
er mjög hvatvís og fór fljótlega að
deila þeim á hópinn og fékk góð
viðbrögð. Ég hef næmt auga fyrir
því sem birtist í náttúrunni og því
sem er öðruvísi,“ segir Kristjana
um ljósmyndunina.
„Ég hef verið lengur í ljóða-
gerðinni og fór að yrkja af full-
um krafti í kringum 2008. Ég vil
meina að ljóðin mín séu limrur og
standist ekki allar reglur í ljóða-
gerð. Reyndari menn í ljóðagerð
gætu eflaust hrist hausinn yfir ein-
hverjum stílbrotum mínum. Ljóð-
in eru engu að síður tjáningarform
fyrir mig. Það sem ég yrki um fer
eftir því hvernig mér líður. Ljóða-
gerðin er ágætis meðal, það veitir
manni hugarró að yrkja. Það hafa
margir verið ánægðir með ljóð-
in og það sem gefur mér mest er
þegar fólk getur tengt við ljóðið
og upplifað það eins og það sjálft
hafi ort það. Ég hef einnig feng-
ið slæma dóma frá fólk en ég reyni
að leiða slíkt hjá mér. Ég les reynd-
ar ekki mikið af ljóðum sjálf en þó
eitthvað og reyni að fá innblástur
frá þeim,“ segir Kristjana sem hef-
ur einu sinni reynt að gefa út ljóða-
bók. „Ég sendi ljóðin mín á bóka-
forlag eitt sinn en fékk neitun frá
því forlagi þar sem þeir voru ekki
að leita að slíku þá. Ég hef ekki
reynt að gefa út ljóðabók síðan en
það er draumurinn,“ segir hún.
Missti tengslin við
framliðna
Kristjana er mjög fjölhæfur ein-
staklingur og eitt af því sem hún
hefur lagt fyrir sig er spálestur í
bolla. „Þegar mamma lést fyrir
rúmu ári síðan varð ég mjög næm.
Það var eins og einhver gátt hafi
opnast. Ég hafði verið næm alla tíð
en fyrir ári náði ég betri tengslum
við framliðna. Ég fór að nýta það í
að lesa í bolla og það gekk vel. Það
var ekki allt sem ég sá sem rættist.
Ætli það hafi ekki verið sirka helm-
ingur sem rættist og helmingur
sem gerði það ekki. Ég tel mig hins
vegar ekki vera skyggna; ég sé ekki
látið fólk með eigin augum heldur
veit ég af því og heyri.“
Kristjana segist vera hætt að lesa
í bolla. „Ég vaknaði einn daginn og
þá var bara þögn. Fólkið að handan
var orðið ósátt við mig og ég veit
hvers vegna það var. Ég hafði of-
notað hæfileikana mína og hafði
ítrekað látið ókunnugt fólk vita af
því sem ég heyrði að handan um
það. Fólkið að handan var ekki sátt
með þetta, maður má ekki mis-
beita þessum hæfileikum, fólk þarf
að vilja heyra. Þetta var hvatvísin
í mér. Ég held samt sem áður að
ég geti opnað fyrir þetta aftur einn
daginn. Ef ég færi til miðils held
ég að ég gæti komist í samband við
framliða aftur. Ég finn ennþá fyrir
þeim og ég veit af þeim.“
Elskar að skapa
Kristjana vinnur sem bréfberi hjá
Íslandspósti og kann vel við sig í
starfi. „Ég kann mjög vel við mig
í vinnunni og í bæjarfélaginu. Ég
flutti til baka á Akranes fyrir um
tveimur árum. Ég hafði áður búið
í Reykjavík og ég og sambýlismað-
urinn minn kunnum ekkert sér-
staklega vel við okkur þar. Okk-
ur líður mikið betur á Akranesi og
erum meira fyrir minni samfélög.
Hér á Akranesi er gott að búa.“
Kristjana er þó ekki alveg viss
hvort hún sé í framtíðarstarfinu
sínu eins og stendur. „Draumurinn
er alltaf að fá að vinna við sköpun
og ef ég fengi tækifæri til þess að
prófa að vinna við ljósmyndun eða
ljóðagerð væri það alveg frábært
og ég myndi líklega stökkva á það
tækifæri. Ég elska að skapa og búa
til. En eins og ég segi; mér líður af-
skaplega vel á þeim stað sem ég er á
í dag,“ segir hún að endingu.
Að endingu birtum við eitt ljóða
Kristjönu; bros:
Ekki skaltu brosið spara
hafðu frekar tvö til vara
því brosið bjarta sem þú hefur
er besta gjöfin sem þú gefur.
bþb
Missti tengslin við framliðna en elskar ljóðagerð og ljósmyndun
Rætt við virkan bloggara á íbúasíðu Skagamanna
eitt dæmi um það hvernig dreif-
býlið er útundan í Borgarbyggð,“
segir Birna. „Það var tvennt sem
gerði mig sérstaklega reiða nú ný-
lega í tengslum við þessi mál. Fyrst
fengum við fundarboð í pósti varð-
andi íbúafund. Bréfið barst okkur
tveimur dögum eftir fundinn, svo
góð er þjónustan við okkur í sveit-
inni. Svo sendi Borgarbyggð út
fréttabréf með fréttum úr sveit-
arfélaginu. Framan á bréfinu var
pistill þar sem talað var um ákveð-
ið mál og átti niðurstaða í því að
liggja fyrir í maí, bréfið kom í júní.
Það var ekki haft fyrir því að upp-
færa hann áður en fréttabréfið fór í
dreifingu. Svo fjallaði þetta frétta-
bréf að mestu um málefni Borgar-
ness en lítið sem ekkert minnst á
dreifbýlið. Mér líður oft eins og ég
sé annars flokks því ég bý í dreif-
býlinu. Ég er jú hér í afdölum í
Borgarfirðinum við þjóðveg eitt,“
segir Birna ákveðin.
Vill sjá sveitarfélagið
nýta ferðamanna-
strauminn
Í Borgarfirði eru margar náttúru-
perlur sem Birna segist ekki skilja
að sveitarfélagið nýti ekki betur til
tekjuauka nú þegar straumur ferða-
manna er stöðugt að aukast. „Það
stakk mig þegar ég las í fyrra hjá
Lonely Planet ferðaupplýsinga-
ritinu, sem setti Vesturland í ann-
að eða þriðja sæti yfir áhugaverð-
ustu staði jarðar til að skoða, að
það væri svo hljóðlátt og friðsælt
í Borgarfirðinum. Þetta stakk mig
því ég áttaði mig á því að okkur
hefur ekki tekist að ná fólkinu út
af þjóðveginum og inn í héraðið.
Fólk keyrir bara hér í gegn á þjóð-
vegi nr. 1 en skoðar ekkert annað.
Við höfum einstaka staði eins og
Paradísarlaut, Glanna, sem reynd-
ar eru við þjóðveg nr. 1, Víðgelmi,
Hraunfossa, Deildartunguhver,
Hallmundarhraun, Eiríksjökul og
svo marga fleiri fallega og sérstæða
staði. Af hverju nýtum við þetta
ekki betur? Jú, það vantar að gera
aðstöðuna á þessum stöðum þannig
að hægt sé að bjóða ferðamönnum
þangað. Ég er viss um að ef sveit-
arfélagið myndi leggja til peninga
í að bæta þessa aðstöðu myndi það
græða. Það þarf að eyða peningum
til að afla peninga. Við erum ekki
að taka þátt í því að búa til pen-
inga úr þeim straumi ferðamanna
sem hingað kemur og ég skil ekki
af hverju, “ segir Birna og bætir því
við að hún sé ekki að kenna sveit-
arfélaginu um. „Þetta er okkur öll-
um að kenna, við þurfum að pressa
á sveitarfélagið, sækja um styrki
og gera eitthvað. En það er með
þetta eins og annað, við tuðum og
kvörtum yfir þessu heima í eldhúsi
en gerum svo ekkert meira. Ef við
viljum breytingar og bæta eigin
hag, verðum við að stuðla að því
sjálf,“ segir hún að endingu.
arg
„Þetta byrjaði árið 1952, þegar ég
var 14 ára. Þá kom enskukennar-
inn okkar inn í kennslustund með
nokkra miða með nöfnum á. Hann
sagði okkur að það væri sniðugt
fyrir okkur að skrifast á við krakka
á Englandi til að ná enskunni bet-
ur. Við drógum svo miða og ég fékk
Dorothy,“ segir Guðrún Orms-
dóttir um það hvernig hún komst í
kynni við Dorothy Bartley, penna-
vinkonu sína til 65 ára. „Ég er Snæ-
fellingur og verð það alltaf,“ segir
Guðrún og hlær. „Ég flutti hing-
að í Borgarnes þegar ég var átta
ára og bjó hér þar til ég flutti vest-
ur í Laugargerði 27 ára gömul þar
sem ég bjó í sex ár. Þá bjó líka ég á
Hvolsvelli í rúmlega 40 ár en flutti
aftur í Borgarnesi þegar ég komst
að hér í Brákarhlíð,“ segir hún.
Næsta kynslóð einnig
farin að skrifast á
Guðrún og Dorothy tengjast sterk-
um vinaböndum og hafa fylgst að
í gegn um lífið, þó þær hafi aðeins
tvisvar sinnum hist. Fyrst fyrir um
þrjátíu árum þegar Dorothy kom
með eiginmanni sínum til að heim-
sækja konuna sem hún hafði skrif-
ast á við frá því hún var unglingur.
„Þau hjónin komu í heimsókn til
okkar voru í eina viku. Þetta var um
páskana og það snjóaði svo við gát-
um ekki sýnt þeim mikið en við fór-
um þó aðeins um landið með þeim.
En þau voru líka fyrst og fremst að
heimsækja okkur en ekki landið,“
sagði Guðrún og brosti. Þær hitt-
ust svo í annað skipti nú fyrr í júní
þegar Dorothy kom með mann-
inum sínum, elsta syni og tengda-
dóttur. „Hún vildi heimsækja mig
einu sinni enn. Ég gat ekki tekið á
móti þeim hér í Brákarhlíð svo þau
gistu hjá Kristínu dóttur minni.
Kristín er búin að vera í miklu sam-
bandi við tengdadóttur Dorothy í
gegnum netið. Ég fæ því oft frétt-
ir af Dorothy í gegn um Kristínu.
Það var einmitt einn daginn sem
Kristín kom til mín og sagðist sko
aldeilis hafa fréttir að færa mér. Það
voru þær fréttir að Dorothy væri að
koma aftur í heimsókn,“ segir Guð-
rún og brosir. „Þegar þau svo komu
heim til Kristínar var eins og hún
væri bara ein af okkur,“ bætir hún
við.
Kærar vinkonur
Guðrún talar um að Dorothy sé
henni mjög kær vinkona og vina-
samband þeirra mjög sterkt. „Þegar
Gísli, maðurinn minn var jarðsung-
inn kom maðurinn hennar Dorothy
til að vera við jarðaförina. Það þótti
mér mjög vænt um,“ segir Guðrún.
„Svo hefur Kristín heimsótt þau
hjónin til Bretlands þrisvar sinnum,
fyrst þegar hún var aðeins 16 ára,“
bætir hún við. Þær hafa fylgst að í
gegnum næstum allt lífið og bréf-
in sem þær hafa sent eru orðin æði
mörg. Guðrún segist þó ekki geyma
þau öll. „Það væri orðið ansi stórt
safn ef ég væri að geyma þau öll en
ég hendi þeim ekki alveg strax. Það
kemur líka oft fyrir að ég dreg fram
bók eða eitthvað og þá dettur nið-
ur eitt bréf frá Dorothy, þau leynast
víða, “ segir hún og hlær.
Nota enn bréfapóst
Aðspurð hvort bréfasamskiptin séu
enn með sama móti og fyrir 65 árum
segir Guðrún svo vera. „Við höfum
ekki fært samskiptin yfir í tölvu eða
neitt slíkt og sendum ennþá öll bréf
í pósti. Bréfin eru kannski örlítið
færri núna en þau voru fyrst en þá
vorum við að senda svona 5-6 bréf á
ári. Ætli þau séu ekki svona 3-4 á ári
núna,“ segir Guðrún og bætir því
við að það sé engin regla á því hve-
nær hún sendi bréf. Hún sest bara
stundum niður og skrifar ef henni
þykir hún hafa eitthvað til að skrifa.
„ Við skrifum um allt mögulegt en
höfum mest skrifað um fjölskyld-
ur okkar. Við fylgjumst með öllu
og þekkjumst mjög vel. Við höfum
t.d. alltaf gefið börnunum jólagjaf-
ir á meðan þau voru lítil. Svo send-
um við líka alltaf hvor annarri jóla-
gjafir,“ segir hún. En þær vinkon-
ur hafa báðar eignast þrjú börn og
náð sér í kennaramenntun. Guðrún
var þó fyrri til í barneignunum en
aðeins seinni til að mennta sig. „Ég
byrjaði að kenna aðeins áður en ég
fór í nám. Við vorum því ekki sam-
ferða í þessu öllu.“
arg
Mynduðu pennavinskap fyrir
65 árum sem aldrei hefur rofnað
Pennavinkonur í 65 ár, Dorothy Bartley og Guðrún Ormsdóttir.
Hraunfossar eru ein af náttúruperlum Borgarbyggðar. Birna myndi vilja sjá sveit-
arfélagið nýta þessar perlur betur til tekjuauka.