Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201614 „Það er ástæðulaust að breyta miklu þegar eitthvað hefur gengið vel, eins og hefur til dæmis sann- ast með landsliðið núna. Þjóðhá- tíð hefur líka verið eins í fjölda- mörg ár,“ segir Hallgrímur Ólafs- son, verkefnastjóri Írskra daga, í samtali við Skessuhorn þegar hann er spurður um fyrirkomulag bæj- arhátíðarinnar í ár. Hann segist því litlu ætla að breyta og að föst at- riði verði áfram á dagskrá á Írskum dögum, líkt og verið hefur und- anfarin ár. „Eins og föstudagstón- leikar, fjölskylduhátíðin í Garða- lundi á sunnudeginum, sandkas- talakeppnin, dorgveiðikeppnin og tívolíið á Merkurtúni. Við ætlum að gera aðeins meira úr því en verið hefur og þar geta ungir listamenn komið fram. Bílskúrsböndin hafa þarna tækifæri til að koma sér á framfæri,“ segir Hallgrímur. Hann segir þó einhverjar smávægilegar breytingar væntanlegar, svo sem á staðsetningu viðburða. „Í fyrra var öll kvölddagskráin á hafnarsvæðinu en í ár ætla ég að færa hana aftur upp á Akratorg. Það er mun flott- ari umgjörð og um að gera að nýta torgið betur. Þarna komast líka fleiri fyrir, það var svolítið troðið við höfnina í fyrra. Það myndast svo flott stemning á útitónleikum og verslanir í bænum verða með opið. Við veðjum bara á að veðr- ið sé gott,“ segir hann. Engir nýir stórviðburðir eru á dagskrá í ár, að undanskildum Hálandaleikum sem haldnir verða við Garðakaffi á laugardaginn. „Við verðum líka aftur með keppni um best skreytta húsið, líkt og var í fyrra, og núna verða verðlaunin ferð til Dublin. Með þessu viljum við hvetja bæjar- búa til að vera með og skreyta vel í kringum sig.“ Fyrst og fremst fjölskylduhátíð Hallgrímur segir undirbúning há- tíðarinnar hafa gengið gríðarlega vel. Auðvitað hafi þetta verið svo- lítið mikið en að þetta hafist allt tímanlega. „Írskir dagar eru allt- af haldnir, sama hvað. Svo er æð- islega skemmtilegt að sjá hvað all- ir eru alltaf til í að hjálpa og vera með.“ Hátíðin hefst annað kvöld með fjölskylduskemmtuninni Litlu lopapeysunni, sem einnig var á dagskrá í fyrra. „Þar kemur hæfi- leikafólk af Akranesi fram ásamt stórhljómsveit á stóra sviðinu niðri á torgi. Við ætlum að stækka þann viðburð, það verður stærra og meira en í fyrra. Á föstudagskvöld- ið verða tónleikar á torginu með Sturlu Atlas, Valdimar Guðmunds- syni, Stefaníu Svavarsdóttur og rúsínan í pylsuendanum er Björg- vin Halldórsson. Þarna er breitt tónlistarval, eitthvað fyrir alla.“ Hátíðin þótti heppnast afar vel á síðasta ári og fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn. Hallgrímur seg- ir að þrátt fyrir mikinn fjölda fólks hafi allt gengið vel fyrir sig. „Bær- inn var alveg troðinn, sérstaklega á laugardeginum. Tjaldsvæðið var smekkfullt og ekkert mál kom upp í fyrra. Lögreglan er gríðarlega ánægð með framkvæmdina á þessu, enda á þetta fyrst og fremst að vera fjölskylduhátíð. Ég stíla dagskrána inn á það að það er eitthvað fyrir alla og allir viðburðirnir eru þann- ig að það er hægt að taka krakkana með.“ grþ „Við veðjum bara á að veðrið verði gott“ -segir Hallgrímur Ólafsson verkefnastjóri Írskra daga á Akranesi Hallgrímur ásamt þeim Stefáni Rafnssyni og Frey Karlssyni á Írskum dögum í fyrra. Staðsetning viðburða á Írskum dögum: 1. Tónlistaskólinn á Akranesi 2. Húsasmiðjan 3. Akratorg 4. Merkurtún 5. Túnið fyrir aftan Sementsverksmiðjuna (Suðurgötu) 6. Akranesviti 7. Garðavöllur (golfvöllurinn) 8. Bryggjan (hafnargolf og dorgveiðikeppni) 9. Hafnarsvæðið – Lopapeysan 10. Svæði Byggðasafns 11. Akranesvöllur (Brekkusöngur) 12. Skógrækt Ve stu rg at a Ve stu rg at a Ve stu rg at a Ki rkj ub rau t He iða rg er ði Ka lm an sb rau t Ka lm an sv ell ir Garðabraut Æ gis br au t ra ut He iða rb ra ut He iða rb ra ut Br ek ku br au t Br ek ku br au t V ra ut Da lbr au t Þjó ðb rau t Sk arð sb rau t Vallarbraut Þjó ðb rau t Eyr As pa rsk óg ar AsparskógarSeljuskógar Viðjuskógar Hlynskógar Birkiskógar Akralundur Eyrarlundur Blómalundu r Baugalundu r Be yk isk óg arEikarskógar Álmskógar Bja rka rgr un d Bja rka rgr un d Fu ru gru nd Fu ru gru nd Gr en igr un d Gr en igr un d Re yn igr un d Re yn igr un d Víð igr un d Le yn isb rau t Ás ab rau t Vík ur bra ut Sm iðj uv ell ir Esjubraut Innnesvegur Garðagrund Innnesvegur Einigrund Le rk igr un d Smára Sk K K EspigrundEspigrund Es ju V Stekkjar Skólabra ut MerkigerðiAkurgerði Víði-gerði La ug ar br au t Fax abr aut Bárugata Háteigur Só ley jar ga ta MelteigurVita-teigur Suð urg ata Má na Su nn ub rau t Ak ur sb ra ut Faxabryggja Br eið ar ga ta ra ut raut Skagabraut Jaðarsbraut Jaðarsbraut raut Sandabraut LANGISANDUR vellir GOLFSKÁLI BYGGÐASAFNIÐ Í GÖRÐUMSUNDLAUG UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ AKRANESKIRKJA SJÚKRAHÚS LÖGREGLAN SÓLMUNDARHÖFÐI LEYNIR KRÓKALÓN M ERKU RTÚ N KALMANSVÍK GARÐALUNDUR Þjó ðve gur N br au t TJALDSVÆÐI Þú ert hér 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.9. 10. 12. 11. ÍRSKIR DAGAR Á AKRANESI 29. júní - 3. júlí 2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.