Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20168
Íslandsmót yngri
flokka
BORGARNES: Hestamanna-
félagið Skuggi heldur Íslands-
mót yngri flokka í Borgarnesi
dagana 14. – 17. júlí n.k. Svan-
hildur Svansdóttir hefur verið
ráðin framkvæmdastjóri móts-
ins. „Mótsnefnd mun kappkosta
að mótið verði hið glæsilegasta
og fari fram við bestu aðstæður
sem svæðið býður upp á. Boð-
ið verður upp á hesthúspláss
og hey og einnig verður seld-
ur spænir á svæðinu. Tjaldsvæði
verður frátekið fyrir keppendur
þar sem hægt verður að tengj-
ast rafmagni. Keppnisgreinar
og flokkar eru: Barnaflokkur:
Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimi
A. Unglingaflokkur: Tölt T3,
Tölt T4 (skráð T2), Fjórgang-
ur V2, Fimmgangur F2, Gæð-
ingaskeið PP1, Fimi A. Ung-
mennaflokkur: Tölt T3, Tölt
T4 (skráð T2), Fjórgangur V2,
Fimmgangur F2, Gæðingaskeið
PP1, Fimi A2. 100 m. skeið
(flugskeið). Skráningarfrestur
er til miðnættis 5. júlí en opið
er fyrir skráningu frá 22. júní.
Skráningar fara fram í gegn
um Sportfeng og er Skuggi val-
inn sem mótshaldari í upphafi
skráningarferils og velja síðan
Íslandsmót yngri flokka. Skrán-
ingargjald í öllum flokkum og
greinum er 5.000 kr. og er ein-
ungis hægt að greiða með milli-
færslu. Senda þarf kvittun á net-
fangið kristgis@simnet.is
-mm
Viðamikil mark-
hópagreining
BIFRÖST: Háskólinn á Bif-
röst, Rannsóknarmiðstöð ferða-
mála og Háskólinn á Akureyri
hafa á síðustu misserum í sam-
einingu unnið markhópagrein-
ingu fyrir íslenska ferðaþjón-
ustu. Markmiðið er að gefa
skýrari mynd af þeim ferða-
mönnum sem von er á hingað
til lands. Verkefnið er fjármagn-
að af atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu. „Greining-
in byggist á markaðsrannsókn í
upprunalandinu, en ekki gesta-
rannsókn, líkt og hingað til hef-
ur tíðkast á Íslandi. Nú verða
dregnar fram upplýsingar hjá
fólki sem hefur ekki endilega
komið hingað til lands, en gæti
hugsað sér það. Hinn dæmi-
gerði ferðamaður sem hingað
kemur er hinn svokallaði „upp-
lýsti ferðamaður“. Hann er á
miðjum aldri, vel menntaður
og vel stæður, víðsýnn og hef-
ur áhuga á menningu og nátt-
úru. Með greiningunni nú gefst
möguleiki á að fanga fleiri und-
irhópa af þessari tegund ferða-
manna, gefa marktækari og ná-
kvæmari niðurstöður og víkka
út markhópinn,“ segir Einar
Svansson, lektor á viðskipta-
sviði Háskólans á Bifröst.
-mm
Mótmæla
sjókvíaeldi
LANDIÐ: Aðalfundur
Landssambands veiðifélaga
var haldinn á Bifröst fyrr í
þessum mánuði. Fundurinn
samþykkti að lýsa yfir þung-
um áhyggjum af og mótmæla
stórfelldum áformum erlendra
og innlendra fjárfesta um eldi
á norskum laxi í sjókvíum hér
við land. „Aðalfundurinn telur
að þessi áform stefni óspilltum
stofnum villtra laxa í voða og
séu í raun aðför að viðkvæmri
náttúru Íslands. Sjókvíaeldi á
norskum laxi er gróft brot á
samkomulagi veiðiréttareig-
enda, eldisaðila og stangveiði-
manna frá 1988 um að eldis-
lax af erlendan uppruna skuli
aldrei ala í sjókvíum við Ís-
land,“ segir í ályktun fund-
arins. Þá segir að rannsóknir
hafi leitt í ljós að úrgangur frá
10.000 tonna laxeldi jafnist á
við skólpfrárennsli frá 150.000
manna borg. „Það ógnar líf-
ríkinu á stórum svæðum um-
hverfis kvíarnar með óaft-
urkræfum afleiðingum fyr-
ir fuglalíf og uppeldisstöðvar
sjávar- og vatnafiska.“
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
18. júní – 24. júní
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 994 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 542 kg í
einni löndun.
Arnarstapi 3 bátar.
Heildarlöndun: 20.862 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
18.687 kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður 7 bátar.
Heildarlöndun: 303.224 kg.
Mestur afli: Þórunn Sveins-
dóttir VE: 152.611 kg í tveim-
ur löndunum .
Ólafsvík 18 bátar.
Heildarlöndun: 233.781 kg.
Mestur afli: Guðmundur
Jensson SH: 47.271 kg í þrem-
ur löndunum .
Rif bátar 11.
Heildarlöndun: 146.604 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
70.601 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 21 bátar.
Heildarlöndun: 66.916 kg.
Mestur afli: Blíða SH: 8.769
kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Þórunn Sveinsdóttir VE –
GRU: 101.747 kg. 20. júní.
2. Tjaldur SH – RIF:
70.601 kg. 20. júní.
3. Hringur SH – GRU:
68.224 kg. 21. júní.
4. Þórunn Sveinsdóttir VE –
GRU: 50.864 kg. 22. júní.
5. Helgi SH – GRU:
44.770 kg. 20. júní.
Lúðrasveit Stykkis-
hólms kom heim frá
Englandi um liðna
helgi. Sveitin dvaldi í
Scarborough og tók þar
þátt í Scarborough Mu-
sic Festival. Lúðrasveit-
in kom víða fram á há-
tíðinni og spilaði með-
al annars í skrúðgöngu,
miðbænum og á strönd-
inni. Sveitin hitti fyrir
aðrar lúðrasveitir, fór á
tónleika og kynnti sér
þá menningu sem Scar-
borough hefur upp á að
bjóða. Ferðin heppnað-
ist vel. jse
Lúðrasveit Stykkishólms
komin úr Englandsferð
Hópurinn ytra. Ljósmynd fengin af facebook síðu Lúðrasveitar Stykkishólms.
Á næstunni verður unnið við að gera
bílastæði í Jörundarholti á Akranesi.
Planið verður í vestur-hluta hverfis-
ins, þar sem nú er malarplan. Graf-
ið verður fyrir nýju bílastæði og það
fyllt upp með malarfyllingu. Bíla-
stæðið verður malbikað, kantsteinn
steyptur og yfirborðið í kringum
svæðið jafnað og þökulagt. Þá verð-
ur komið fyrir niðurföllum og lögn-
um. Akraneskaupstaður hefur ósk-
að eftir því að íbúar fjarlægi öku-
tæki, kerrur, ferðavagna og ann-
að af svæðinu. Jafnframt hafa íbú-
ar verið beðnir velvirðingar á þeim
óþægindum sem kunna að verða við
framkvæmdirnar og vegfarendur
beðnir um að sýna tillitsemi.
grþ/ Ljósm. úr safni.
Nýtt bílastæði verður gert í Jörundarholti
Þessa dagana er verið að ljúka fram-
kvæmdum við nýjan áningarstað
norðan við Hausthúsatorg á Akra-
nesi þar sem ekið er inn í bæinn.
Þegar framkvæmdum lýkur mun
eftir standa upplýsingaskilti og án-
iningarstaður. Á vef Akraneskaup-
staðar kemur fram að á skiltinu
muni verða götukort af Akranesi
ásamt texta um sögu og afþreyingu
í bænum auk ljósmynda. Á skiltinu
munu einnig verða auglýsingar frá
fyrirtækjum en þeim auglýsingum
verður safnað af Kiwanisklúbbnum
en klúbburinn tekur ásamt Akra-
neskaupstað þátt í því að koma
skiltinu upp. Unnur Jónsdóttir sér
um hönnun skiltisins. Undanfarna
tæplega tvo áratugi hefur sambæri-
legt skilti verið við bensínstöð Olís
við Esjubraut en það verður nú tek-
ið niður. bþb
Upplýsingaskilti og áningarstaður við
Hausthúsatorg á Akranesi
Þessa dagana vinna starfsmenn
Borgarverks að breikkun vegarins í
gegnum Húsafellsskóg, frá þjóðn-
ustumiðstöðinni og upp að Hvítá.
Vegurinn var mjór og víða í kröpp-
um beygjum og því víða blindhorn
á honum og erfitt fyrir stóra bíla að
mætast. Þá náði birkikjarr víða að
blinda sýn ökumanna. Fjölmargar
hríslur voru færðar af þeim sökum.
Mikil og vaxandi umferð er um
skóginn, meðal annars af stórum
fólksflutningabílum sem aka með
ferðafólk á Langjökul. Að breikk-
un vegarins lokinni verður hann
lagður bundnu slitlagi að nýju.
Efnið í veginn er tekið af bökkum
Hvítár, skammt innan við afleggj-
arann áleiðis upp á Kaldadal. Stutt
er því að fara með efnið.
mm/ Ljósm. bhs.
Vegurinn um Húsafellsskóg
lagfærður til muna