Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Borgnesingurinn Þorsteinn Ey- þórsson fór hjólandi hringveginn á tveimur vikum. Hann lagði af stað frá Geirabakaríi í Borgarnesi mið- vikudaginn 8. júní og renndi aftur þar í hlað miðvikudaginn 22. júní. Steini, sem er 62 ára gamall, hefur verið að hjóla í þrjú ár og var það m.a. vegna umhverfissjónarmiða en einnig til að bæta heilsuna. Að- spurður hvers vegna hann hafi lagt í hringveginn segir hann það fyrst og fremst hafa verið áskorun á sjálf- an sig. „Mig langaði að vita hvort ég gæti þetta,“ segir Steini og hlær. Hann bætir því svo við að ferðin hafi verið aðeins erfiðari en hann bjóst við en þó kláraði hann á und- an áætlun. „Veðrið var ekki alltaf hagstætt til hjólreiða. Þó það væri oft gott veður var mikill mótvind- ur, sérstaklega á hálendinu,“ seg- ir hann. Við spurðum hvort ekki þyrfti að vera vel búinn fyrir svona ferð segir Steini það sjálfsagt geta hjálpað. „Ég var ekki á besta hjól- inu. Ég var bara á fjallahjóli og það voru oft aðrir hjólamenn sem ruku framhjá mér á góðum hjólum. En maður þarf að passa upp á orkuna og mataræðið og ég fékk ráðlegg- ingar frá Herbalife sem hjálpuðu mér mikið,“ segir Steini og bætir því við að heilsan og skrokkurinn sé í mjög góðu standi eftir ferðina. Eitt rútufyrirtæki bar af í tillitsemi Aðspurður segir Steini það helst hafa komið á óvart hvað rútubíl- stjórar sýndu litla tillitsemi. „Ég lenti oft í því að rúturnar tóku framúr á mikilli ferð og án þess að sveigja framhjá mér, jafnvel þó að það væri annar bíll að koma á móti. Það var samt áberandi að eitt rútufyrirtæki sýndi mikla til- litsemi og það voru rúturnar frá Guðmundi Tyrfingssyni. Þær rút- ur hægðu alltaf vel á og gáfu mér nóg pláss.“ Steini segist mest hafa hjólað á kvöldin og næturnar til að vera laus við mestu umferð- ina og þá gat hann notið kyrrð- arinnar. „Þegar maður er að hjóla svona getur maður ekkert verið að njóta náttúrunnar eða slíkt, mað- ur verður að fylgjast með vegin- um. Ég naut þess samt að hlusta á náttúruna þegar umferðaniður- inn þagnaði,“ segir Steini og bros- ir. „Ég náði reyndar að villast einu sinni í Reykjavík. Ég ætlaði að fara hjólastígana úr Reykjavík í Mos- fellsbæ en lenti inni í Úlfarsárdal en það mætti merkja hjólastígana. Ég áttaði mig samt fljótt á því að ég var að fara vitleysu og ákvað að hjóla bara eftir veginum og rataði þá út úr bænum,“ bætir Steini við og hlær. Safnaði fyrir ADHD samtökin Ferðina gekk áfallalaust fyrir sig og fékk Steini mjög góðar mót- tökur í Borgarnesi við heimkomu. Þá tóku vinir hans úr slökkviliðinu á móti honum með því að sprauta yfir hann sigurboga og aðrir hjól- uðu á móti honum og fylgdu hon- um yfir Borgarfjarðarbrúna. Með hjólaferðinni vildi hann jafnframt vekja athygli á ADHD samtökun- um. Margir hafa lagt samtökunum lið og safnaði Steini rúmlega 620 þúsund krónum. Steina var boðið sem heiðursgesti á Herbalife fund á fimmtudagskvöldið þar sem hon- um voru afhentar 56 þúsund krón- ur í söfnunina. arg Steini Eyþórs hjólaði hringveginn á tveimur vikum Steini var heiðursgestur á fundi hjá Herbalife og fékk þar afhentar 56 þúsund krónur til styrktar ADHD samtökunum. Þorsteinn Eyþórsson rennir í hlað hjá Geirabakaríi eftir að hafa hjólað hringveginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.