Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 32
ÚTSALA 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Útsalan hefst fimmtudaginn 30. júni . ATH kvöldopnun 20-23. Norðurálsvöllur Allir á völlinn ÍA - Stjarnan Miðvikudaginn 29. júní kl. 20. Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 MEISTARAFLOKKUR KARLA: CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser Landsmót hestamanna hófst á mánu- daginn á Hólum í Hjaltadal. Keppni hófst á B-flokki gæðinga og í kjölfar- ið og næstu daga fylgir hver viðburð- urinn á fætur öðrum. Hámarki nær mótið á laugardaginn þegar öll úr- slit verða. Á sunnudeginum verða þó ýmsir hestatengdir viðburðir í gangi en mótinu lýkur síðar þann dag. Mótshaldarar búast við allt að tíu þús- und gestum í skagfirsku sveitasæluna í Hjaltadalnum, en keppnis- og sýn- ingarhross verða hátt í 800. Gríðar- mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hólum og ber þar hæst gerð nýs kyn- bótavallar. Háskólinn á Hólum hef- ur myndað sér sérstöðu og má segja að þar sé nú miðstöð fyrir rannsókn- ir og kennslu í hrossarækt og hesta- mennsku og því vel við hæfi að stað- inn sæki heim sem flestir til að kynn- ast betur því sem þar er í gangi. Vestlendingar geta vænst góðs ár- angurs knapa og hrossa úr landshlut- anum. Sem dæmi má nefna að efsti hesturinn í A-flokki af úrtökumótum fyrir mótið er Sólonssonurinn Skýr frá Skálakoti, en Jakob Svavar Sigurðs- son sýnir hann og keppir fyrir hesta- mannafélagið Dreyra. Jakob Svavar sýnir alls um tvo tugi hrossa á mótinu. Efsti hestur úr forkeppni í B-flokki er einnig úr vestlenskri ræktun, Steggur frá Hrísdal sem Siguroddur Péturs- son frá Snæfellingi sýnir. Þá má bú- ast við að börn og unglingar af Vest- urlandi geti blandað sér í toppbarátt- una á mótinu, en mörg þeirra stóðu ofarlega eftir úrtaksmótin. Loks má búast við að kynbótahross úr lands- hlutanum eigi eftir að vekja athygli á mótinu. Meðal annars sex vetra hryss- an Hamingja frá Hellubæ sem stóð efst eftir forsýningar, auk fjölmargra annarra hryssa og stóðhesta. mm Landsmót hestamanna hafið á Hólum Svipmynd frá Hólum á fyrsta degi. Ljósm. Sveinbjörn Eyjólfsson. Íslandsmót golfklúbba 2016 fór fram um liðna helgi. Mótið hófst á föstudegi og lauk á sunnudag- inn. Mótið hlaut nýtt nafn í vor en áður hét það Sveitakeppni GSÍ. Flestir af bestu kylfingum lands- ins kepptu á mótinu og marg- ar hörkuviðureignir litu dagsins ljós. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbbur Borgarness keppti í fyrstu deild karla á mótinu og var keppt á Korpúlfsstaðavelli. GB lenti í sjöunda sæti, eða næst neðsta, og féll því úr fyrstu deild niður í aðra. Í annarri deild karla lék Golfklúbburinn Leynir. Stóðu karlarnir sig vel á mótinu og sigr- uðu. Þeir munu því leika í fyrstu deild á næsta ári. Í annarri deild kvenna lék Golf- klúbburinn Leynir. Líkt og í karla- flokki sigruðu konurnar keppnina og komust því upp í fyrstu deild. Í fjórðu deild spiluðu Golf- kúbbarnir Mostri í Stykkishólmi og Vestarr í Grundarfirði í karla- flokki. Hólmarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu og fara því upp um eina deild. Vestarr varð í sjötta sæti í deildinni. bþb/ Ljósm. golf.is Golfklúbburinn Leynir komst upp um deild í karla- og kvennaflokki Sigursveit Leynis ásamt mótsstjóra. Sigursveit Leynis: Frá vinstri: Þórður Emil Ólafsson, Kristján Kristjánsson, Willy Blumenstein, Alexander Högnason liðsstjóri, Davíð Búason, Ingi Fannar Eiríksson, Axel Fannar Elvarsson, Hróðmar Halldórsson og Stefán Orri Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.