Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201630 „Hvað er skemmtilegast við Brákarhátíð?“ Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Sigurborg Hólmgeirsdóttir „Mannfólkið og góður andi“ Snæþór Bjarki Jónsson „Að fylgjast með skreytingun- um“ Hjördís Heiða Ásmundsdóttir „Samveran og litagleðin“ Sigurjón Svavarsson og Árni Sigurðsson „Andinn í bænum og samstaðan og víkingaslagurinn“ Þórunn Unnur Birgisdóttir „Samkoman í Skallagrímsgarði“ Dagana 24. – 26. júní fór fram í Jað- arsbakkalaug á Akranesi Aldurs- flokkameistaramót Íslands í sundi. Um er að ræða lágmarkamót þar sem bestu sundmenn í sínum ald- ursflokki etja kappi. Mótið er eitt af þremur stærstu sundmótum lands- ins. Á mótinu kepptu um 300 kepp- endur frá 16 félögum; aldursbilið er breitt en yngstu keppendurnir eru um tíu ára gamlir og þeir elstu um 26 ára. „Allur undirbúningur og mótið sjálft var framúrskarandi. Það gekk allt saman upp, frá a til ö. Tækni- búnaðurinn sem keyptur hafði ver- ið fyrir mótið sannaði sig og ekk- ert klikkaði í þeim efnum. Helsti mælikvarðinn á það að svona mót hafi gengið vel eru bros á andlit- um keppenda og foreldra. Það fóru allir með bros á vör af mótinu og verður þetta því að teljast mjög vel heppnað mót. Það var haldin skrúð- ganga fyrir setningu mótsins þar sem trommusveit frá Tónlistarskóla Akraness með Heiðrúnu Hámund- ardóttur í broddi fylkingar spilaði undir og heppnaðist sú skrúðganga vel og trommusveitin setti skemmti- legan svip á gönguna. Það var síðan lokahóf á sunnudaginn í Íþróttahús- inu við Jaðarsbakka. Þar var rosalega vel mætt, um 340 manns og mik- il gleði,“ segir Trausti Gylfason for- maður Sundfélags Akraness. Að sögn Trausta var vel mætt á mótið. „Það var mjög vel mætt, al- veg troðfullur bakki nánast allt mót- ið. Ég gæti vel trúað því að með öllu hafi þúsund manns sótt bæinn heim. Veðrið var aðeins að stríða okk- ur en við getum ekki stjórnað því. Við setninguna mótsins var milt og gott veður en hitastiginu fór lækk- andi eftir því sem á leið. Sundmenn létu það þó ekkert á sig fá. Það voru hins vegar fáir aðstandendur sem gistu á Akranesi meðan á mótinu stóð vegna þess hvernig veðurspá- in leit út.“ Trausti vill koma á framfæri þökk- um til starfsmanna íþróttamiðstöðva á Akranesi fyrir frábæra vinnu á mótinu, Akurnesingum og nær- sveitungum fyrir þátttöku í mótinu og bæjarfulltrúum og Regínu bæj- arstjóra fyrir að hjálpa til við verð- launaafhendinguna. „Það virtust all- ir vera tilbúnir að hjálpa okkur. Það skiptir mjög miklu máli þegar um svona stórt mót er að ræða, aðstoðin sem við fengum er ómetanleg. Við erum alveg í skýjunum eftir þetta mót,“ segir Trausti að endingu. Eitt Íslandsmet sett Eitt Íslandsmet var sett á mótinu. Það var Már Gunnarsson sem synd- ir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ sem setti það í 400 metra fjórsundi í flokki blindra og sjónskertra. Flokkurinn sem Már syndir í heitir S12 og lauk hann sundinu á tímanum 5 mín- útum og 41,39 sekúndum. Már er einnig flinkur píanóleikari og vakti athygli á mótinu fyrir flottan píanó- leik. bþb AMÍ fór fram um helgina á Akranesi Sjötta Snæfellsneshlaupið fór fram á laugardaginn. Líkt og áður var ræst frá Arnarbæ á Arnarstapa, hlaup- ið yfir Jökulháls og endað í Ólafs- vík. Alls eru hlaupnir um 22 kíló- metrar við misjafnar aðstæður, að sögn Fannars Baldursson sem sér um hlaupið ásamt konu sinni Rán Krist- insdóttir. Fannar sagði að aðstæð- ur hafi veirð erfiðar á Jökulhálsinum en þar eru hlaupnir fjórir kílómetra í snjó. Til viðbótar hafi verið úrkoma og landið því talsvert blautt. „Þetta var því erfitt hlaup að þessu sinni og mikil áskorun fyrir keppendur sem höfðu samt gaman af. Að þessu sinni voru 152 keppendur sem tóku þátt,“ sagði Fannar. Keppt var í þremur flokkum og sigraði Kári Steinn Karlsson á tím- anum 1,29,03 en fljótasta konan var Helen Ólafsdóttir á tímanum 1,55,52. Heimamenn komu sterk- ir í þetta hlaup og var Brynjar Vil- hjálmsson fljótastur þeirra á tíman- um 1,57,12. Að hlaupi loknu voru léttar veit- ingar og bauð Snæfellsbær öllum keppendum í sund sem var vel þegið eftir erfitt en skemmtilegt hlaup. af Snæfellsjökulshlaup við erfiðar aðstæður Keppendur saman komnir við Arnarbæ á Arnarstapa þar sem hlaupið hófst. Keppandi slær á létta strengi í lok hlaups. Sigurvegar í karla- flokki. Benoit Branger varð í öðru sæti, Kári Steinn Karlsson, sigur- vegari og Bjarki Freyr Rúnarsson í þriðja sæti, en hann er brottfluttur Ólsari. Kári Steinn kom fyrstur í mark. Keppendur nýlagðir af stað og eru hér að fara uppá Jökulhálsinn. Helen Ólafsdóttir sigurvegari í kvennaflokki kom fyrst í mark.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.