Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201622 með æfingasvæði við hliðina á kirkj- unni. Það var skilti við æfingasvæð- ið sem stóð á, í lauslegri þýðingu: „Það er betra að byggja upp börn en að laga fullorðna.“ Í æskulýðsstörf- um er þetta nokkuð góður boðskap- ur. Við erum alltaf að reyna bæta og þroska krakkana, þetta er í raun bara mannræktarstarf.“ Lögð áhersla á kristin gildi Sumarbúðirnar í Vatnaskógi eru, og hafa verið frá upphafi, kristi- legar. „Undirstaðan í okkar starfi er kristni. Við reynum að miðla til barnanna að þau eru sköpuð og elsk- uð af Guði og þannig séum við dýr- mæt. Þessir krakkar eru á viðkvæm- um aldri og sjálfsmyndin oft ekki góð og því er það mikilvægt fyrir þau að þekkja þennan boðskap. Við reynum að kenna þeim út á hvað kristin trú gengur og hver Jesú var. Við byrjum alla morgna á biblíu- lestri og á kvöldi eru kvöldvökur þar sem bæði eru skemmtiatriði og einnig er hugleiðing þar sem sagð- ar eru Biblíusögur. Við erum einnig með opnar bænastundir í kapellunni sem er hérna og strákunum er frjálst að mæta í hana. Kapellan hérna er einstök og það tala mjög marg- ir sem hafa verið í Vatnaskógi um að kapellan standi upp úr í minn- ingunni. Þegar ég var í framhalds- skóla og það barst í tal að ég væri að vinna í Vatnaskógi þá sagði kennar- inn við mig að allir þeir sem hefðu einhvern tímann verið í Vatnaskógi þyrftu að koma þangað aftur og eiga stund í kapellunni.“ Ný viðbygging Vikuna sem Þráinn starfar sem for- stöðumaður er hópur 12 – 14 ára drengja í Vatnaskógi. Að þessu sinni telur flokkurinn 80 stráka en mest geta sumarbúðirnar tekið á móti 95 strákum. „Það er mjög góð aðsókn eins og undanfarin ár. Við erum núna að byggja við Birkiskála sem hefur verið aðalgistirýmið okkar frá því um aldamótin. Elsta húsið á staðnum, sem má segja að sé andlit staðarins, var byggt árið 1943 og er komið til ára sinna. Við viljum helst ekki að það verði gist í því áfram en það verður notað í kvöldvökur og slíkt. Eftir sumar- ið áætlum við að vera komin með 90 rúm í Birkiskála og þá munu allir gista í sama húsnæðinu sem er mikið þægilegra og einfaldara. Við munum halda sama hámarks- fjölda og ekki stækka sumarbúðirn- ar með viðbyggingunni. Við höfum fengið fjárstyrk frá einstaklingum, fyrirtækjum og Þjóðkirkjunni. Það hafa einnig fjölmargir sjálfboðalið- ar komið að þessari uppbyggingu. Við gætum ekki haldið úti þess- um sumarbúðum ef ekki væri fyrir alla þá sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína í viðhald og uppbyggingu hér á svæðinu. Vatnaskógur á góðri vegferð Fækkun í Þjóðkirkjunni hefur verið síðustu ár en Þráinn segir það ekki hafa haft áhrif á aðsóknina í Vatna- skóg. „Það hefur vissulega verið kergja í garð Þjóðkirkjunnar en ég tel það aðallega vera gegn yfirstjór- ninni. Ég held að fólk sé almennt ánægt með sína kirkju og sína sókn. Við höfum ekki fundið fyrir breyt- ingum hér í Vatnaskógi en það starf sem hér fer fram held ég að ríki almenn ánægja um. Þjóðkirkj- an er á góðri vegferð þegar kemur að félags- og æskulýðsstörfum fyrir yngri kynslóðina, það má alltaf gera betur en við erum samt að gera mjög góða hluti. Það er ekki síst því magnaða starfsfólki að þakka sem vinnur hérna. Það ríkir alltaf góður andi í starfsfólki og metnaðurinn er gríðarlega mikill. Það er varla hægt að vinna á betri stað,“ segir Þráinn að endingu. bþb Árið 1923 ákváðu nokkrir drengir að ganga frá Reykjavík og til Vatna- skógar í Svínadal til þess að tjalda. Þessir drengir voru á vegum KFUM og KFUK. 93 árum síðar eru sum- arbúðirnar enn í fullum gangi og hundruð drengja sækja sumarbúð- irnar ár hvert. Sumarbúðirnar eru aðallega fyrir stráka og þeim skipt í flokka eftir aldri. Yngstu krakkarn- ir eru níu ára og elstu sautján en í elsta flokknum, sem er 14 – 17 ára, eru einnig stelpur. Einnig koma fermingarbörn í Vatnaskóg á vet- urna. Í liðinni viku settist Þráinn Har- aldsson prestur á Akranesi í stól forstöðumanns í Vatnaskógi en þó bara þá einu viku. „Ég kom aldrei hingað sem barn, var aldrei í sum- arbúðunum. Ég var reyndar alltaf á leiðinni en það varð aldrei neitt úr því. Ég byrja síðan að vinna hérna þegar ég var 15 ára og var þá að- stoðarmaður í flokki. Það er bara sjálfboðavinna og margir sem byrja á því að vera hér sem aðstoðarmenn verða síðan foringjar í flokki þegar þeir eru orðnir 18 ára og mega fara að starfa hér. Ég var einn af þeim og byrjaði að starfa hérna í framhalds- skóla. Ég vann hérna lengi og ber virkilega sterkar taugar til Vatna- skógar. Það var frábært að vinna hérna á sumrin,“ segir Þráinn. Ákvað í Vatnaskógi að verða prestur „Ég ákvað það eftir að hafa unn- ið hérna að ég vildi verða prestur. Ég hafði alltaf verið trúaður og tek- ið þátt í ýmsu kristilegu starfi en hafði aldrei hugleitt það alvarlega að starfa á þeim vettvangi fyrr en eftir árin mín í Vatnaskógi. Í fyrsta lagi sá ég það að ég vildi fá að miðla boðskap Jesú Krists en einnig vildi ég fá að starfa með fólki. Að vinna á svona stað er mjög gefandi. Það gefur mér mikið að sjá hvað strák- arnir hafa gaman að því að vera hérna og sjá þá njóta sín í sveitinni. Það getur verið erfitt að fara að heiman svona í heila viku og sum- ir fá mikla heimþrá en það er mik- ill sigur þegar strákarnir komast í gegnum vikuna og um leið mjög þroskandi. Hér er lagt upp með að strákarnir njóti sín í leik og starfi,“ segir Þráinn. Upplifunin skiptir miklu máli Í Vatnaskógi er mikið líf og fjör og Þráinn segir að alltaf sé nóg að gera. „Við leggjum mikla áherslu á úti- veru og íþróttir. Aðstaðan sem við höfum til íþróttaiðkunnar er mjög góð og strákarnir geta t.d. stundað kúluvarp, spjótkast og slíkt sem þeir fá kannski ekki að leika sér í annars staðar. Það skiptir miklu máli fyrir strákana að fá að upplifa. Við erum alltaf að kenna börnum eitthvað en þau fá sjaldan að upplifa hlutina sjálf en við viljum að krakkarnir fái að upplifa hér. Þegar ég vann sem prestur í Noregi var íþróttafélag „Ég ákvað það eftir að hafa unnið hérna að ég vildi verða prestur“ Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi ræðir um starfið í Vatnaskógi Þráinn Haraldsson fyrir framan kapelluna í Vatnaskógi. Nýja viðbyggingin við Birkiskála. Það er líf og fjör í Vatnaskógi. Hér eru ungir drengir að róa en það er mjög vinsælt í sumarbúðunum. Nafn: Hallgrímur Ólafsson. Fjölskylduhagir/búseta: Í sam- búð og á þrjú börn. Starfsheiti/fyrirtæki: Leikari/ verkefnastjóri. Áhugamál: Golf og stangveiði. Mánudagurinn 27. júní 2016 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl 07:00 og kom drengjunum mínum í leikskóla og til dagmömmu. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Lagði af stað upp á Akranes kl. 08:00 frá Hafnar- firði. Fyrstu verk í vinnunni: Ég hitti samstarfskonu mína, hana Ellu Maríu, og við fórum yfir verkefni dagsins. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Ég var að tala við hljóm- sveitastjóra Litlu lopapeysunnar út af skipulagningu hennar. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá fórum við Ella María í mat á Gamla kaupfélagið og fengum plokkfisk hjá Gunna bróður. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég í símanum að tala við Jón Bjarna pípara út af bíla- sýningu sem verður á laugardag- inn. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti ekki í vinnunni þessa dag- ana, en ég fór niður á Gamla Kaupfélag og horfði á leikinn. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fagnaði svo þessum stórkostlega sigri með golfhring hjá Leyni. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Maður henti sér í ham- borgara og aftur var það Gunni bróðir sem eldaði. Hvernig var kvöldið? Eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað! Hvenær fórstu að sofa? Rúm- lega miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennur, minn- ir mig. Hvað stendur uppúr eftir daginn? SIGUR ÍSLANDS Á ENGLENDINGUM! Eitthvað að lokum? Áfram Írskir dagar eða eigum að hafa það Íslenskir dagar í ljósi alls? Dag ur í lífi... Verkefnastjóra Írskra daga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.