Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að
fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að
tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta,
Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja
þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður
úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshaf-
inn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða-
bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 52 lausnir við krossgátunni í blaðinu
í síðustu viku. Lausnin var: „Sólgleraugu.“
Vinningshafi er: Torfi Guðlaugsson, Hvammi í
Hvítársíðu, 311 Borgarnes.
Hellir
Gild
Þaut
Konung-
ur
Píla
Skíman
Amboð
Að fullu
Gabb
Þegar
Lagleg
Útlimir
Vex
Skel
Grjót
Annars
Hafrót
Þreytt
Glaður
Þys
Klókur
Áleitni
Lappir
Óregla
Skel
Mátar
51
Uppá-
koma
Skaði
Sand-
bakka
7 Rolla
Gömul
Spurn
21
Hóf-
leysi
Ótti
12 10 Tveir
Man
óljóst
Málmur
Tölva
5
16 Svall
Hlass
Átölur
Leiðsl-
an
Sonur
Aldur
Drykkur
Hól
Vangi
Rúm
Slæptar
Róa
18
Hliðar-
halli
Ráðrík
20 8
Ósk
2 Sverta
Spjall
Mjaka
Dynur
1001
1
Óvissa
Hnútur
Króin
Friður
7
Sam-
hljóðar
Vitund
Reisn
Temja
Tónn
Veisla
Rasa
Fjar-
stæða
14 Læti
Hnoða
Hljóta
Aðstoð
Mar-
flatt
Skar
Hraði
Flan
Óttast
Flakk
Býsn
19 Upphr.
Ógn
9 Faldi
Valdi
Gelt
Sáð-
land
Fimm
13 Slá
Gólf
Ætla
Varpa
Sk.st.
Tíndi
4 Bónus
Rimla-
kassi
3
Draup
Terta
Hryðja
Klampa
Jurta-
seyði
Endaði
Snúið
Spilið
Tónn 11
Erna
Krot
Lota
17 6 15
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19 20 21
Þjóðbúningahátíð verður hald-
in í tólfta skipti í Stykkishólmi dag-
ana 1.-3. júlí nk. Það var Byggðasafn
Snæfellinga og Hnappdæla, Norska
húsið í Stykkishólmi, sem bryddaði
upp á þeirri nýjung fyrir ellefu árum
að hvetja fólk sem átti í fórum sín-
um þjóðbúning, að klæða sig upp og
þiggja kaffi og pönnukökur í Norska
húsinu. Skapaðist strax góð stemning
í kringum þennan viðburð og komu
gestir víða að uppábúnir. Viðburður-
inn hefur vaxið í tímans rás og fyrir
tveim árum fékk viðburðurinn nafn-
ið Skotthúfan og jafnframt ákveðið
að taka heila helgi undir hann. Und-
anfarin ár hefur dagskráin vaxið og
atriði eins og tónleikar, langsspils-
smiðja, þjóðdansakennsla, búninga-
handverk og fyrirlestrar sem tengjast
þjóðbúningunum bæst við. Þannig
hafa fleiri komið að undirbúningi há-
tíðarinnar á undanförnum árum. Ber
þar helst að nefna Vinnustofuna Tang
& Riis í Stykkishólmi, Listvinafélag
Stykkishólmskirkju, Eldfjallasafnið í
Stykkishólmi og Heimilisiðnaðarfé-
lag Íslands.
Í ár er sjónum beint að Jörundi
Hundadagakonungi. Sigrún Helga-
dóttir rithöfundur og Margrét Gunn-
arsdóttir sagnfræðingur munu fjalla
um Jörund en saga íslensku búning-
anna tengist honum að vissu leyti.
Margrét fjallar um ævi Jörundar og
Sigrún fjallar um tengls íslenska þjóð-
búningsins við Jörund, en hún hef-
ur rannsakað íslenska faldbúninginn
sérstaklega. Þessir fyrirlestrar verða í
gömlu kirkjunni í Stykkishólmi.
Í vinnustofu Tang & Riis veit-
ir Þjóðbúningastofan 7 í höggi ráð-
gjöf um búninga og búningavörur og
verða sýnishorn á staðnum frá Heim-
ilisiðnaðarfélagi Íslands og Dóru
Jónsdóttur gullsmið.
Í gömlu kirkjunni mun Arndís
Hulda Auðunsdóttir, þjóðfræðingur,
fjalla um Sigurð Breiðfjörð í erindinu:
Lítil sköpun þroska nær. Mansöngv-
ar Sigurðar Breiðfjörðs. Pétur Húni
Björnsson kvæðamaður og þjóðfræð-
ingur flytur efni eftir Sigurð.
Þjóðdansahópurinn Sporið sýnir
þjóðdansa við Amtsbókasafnið.
Í Norska húsinu verður upp-
áklæddum gestum boðið upp á kaffi
og pönnukökur.
Upphaf hátíðarinnar verður á Eld-
fjallasafninu þar sem sýndir verða
þættirnir Þið munið hann Jör-
und Sjónvarpsgerð af leikriti Jón-
asar Árnasonar í leikstjórn og leik-
gerð Óskars Jónassonar. Tónlist KK.
Helstu hlutverk: Sigurður Sigurjóns-
son og Bessi Bjarnason.
Kvöldvaka verður á laugardags-
kvöldið á vinnustofunni Tang &
Riis. Þar verður boðið upp á tón-
listardagskrá sem Eyjólfur Eyjólfs-
son söngvari og langspilsleikari hefur
sett saman og inniheldur meðal ann-
ars vinsæla tónlist frá þeim tíma sem
Jörundur var í Englandi áður en
hann fer til Íslands. Fleiri tónlistar-
menn stíga á stokk á kvöldvökunni og
flytja meðal annars tónlist úr leikriti
Jónasar Árnasonar, Þið munið hann
Jörund.
Allir viðburðir fara fram í hjarta
gamla bæjarins í Stykkishólmi og
svífur þjóðlegur andi yfir þegar sjá
má prúðbúið fólk valsa á milli gömlu
húsanna.
Ókeypis er á alla viðburði á Skott-
húfunni.
Þess má geta að á sunnudegin-
um verða tónleikar í Stykkishólms-
kirkju kl. 17 en þar er á ferð Norræni
djasskvartettinn Dorthe Hojland
Group sem flytur frumsamda tónlist
sem innblásin er af íslensku landslagi.
-fréttatilkynning
Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í
Stykkishólmi um næstu helgi
Í tilefni aldarafmælis Leikdeild-
ar Ungmennafélagsins Skalla-
gríms var leikdeildin með við-
burð á Brákarhátíð sem fór fram
í Samkomuhúsinu Óðali í Borgar-
nesi. Efnt var til sýningar á völd-
um myndum úr leiksýningum lið-
inna áratuga. Einnig voru leik-
skrár og handrit til sýnis og leikin
var tónlist úr leikritum. Þá sungu
félagar úr leikdeildinni nokkur lög
úr sýningum. Danshópurinn Spor-
ið heiðraði leikdeildina með heim-
sókn og nokkrum dansatriðum.
Alls mættu um 200 manns á þessa
sýningu sem var opin laugardag og
sunnudag. Vilja forsvarsmenn sýn-
ingarinnar þakka öllum þeim sem
aðstoðuðu við að koma þessari
sýningu á laggirnar.
tfk
Sýning í Óðali í tilefni
hundrað ára leikstarfs
Konur taka lagið og myndum úr leiksýningum varpað á hvíta tjaldið.
Karlar sungu nokkur vel valin atriði úr
sýningum liðinna ára.
Leikdeild Umf.
Skallagríms
hefur þrisvar
sinnum fært
upp leikritið
Skugga-Svein.
Fyrst leikárin
1917-1918,
þá 1948-1950
og loks árið
2011-2012.
Náttúrustofa Vesturlands í Stykkishólmi auglýsir eftir
sérfræðingi í starf verkefnisstjóra umhverfisvottunar-
verkefnis sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi.
Um er að ræða 80% stöðu, sem felur í sér vinnu að
og umsjón með umhverfisvottun á starfsemi sveitar-
félaganna, ásamt verkefnum henni tengdri. Upplýs-
ingar um umhverfisvottunarverkefnið má finna á
www.nesvottun.is og er áhugasömum umsækjendum
bent á að kynna sér sérstaklega vel ritin „Skref í rétta
átt“ og „Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2016-2020“.
Starfið er spennandi, krefjandi og fjölbreytt og felur í
sér tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á sviði umhverfis-
mála. Leitað er eftir kraftmiklum, skipulögðum, já-
kvæðum og samviskusömum einstaklingi með
mikinn áhuga á umhverfismálum, sem hefur góða
samskiptahæfni og getur unnið sjálfstætt.
Umsækjandi þarf að hafa lokið háskólanámi á sviði
náttúruvísinda, s.s. í umhverfisfræði eða náttúrufræði.
Færni í að miðla upplýsingum á rituðu og töluðu máli,
góð enskukunnátta og góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Um laun, réttindi og skyldur fer samkvæmt kjarasamn-
ingum viðkomandi stéttarfélags og stofnanasamningi
Félags íslenskra náttúrufræðinga og Náttúrustofu
Vesturlands.
Umsókn skal vera skrifleg og samanstanda af:
1) Náms- og ferilsskrá með mynd, 2) greinargerð um
ástæður þess að umsækjandi telur sig hæfan í starfið
og langi til að sinna því, 3) meðmæli frá tveim vinnu-
veitendum, samstarfsaðilum eða kennurum, ásamt
nöfnum tveggja annarra sem gætu gefið upplýsingar
í síma.
Umsóknir og fyrirspurnir skal senda í tölvupósti á net-
fangið robert@nsv.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum. Um-
sóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2016.
Verkefnisstjóri
umhverfisvottunar