Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201612 Opið alla helgina Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Góða skemmtun á Írskum dögum! Mikið magn rauðra háralita fáanlegt Ekki örvænta þótt þú sért ekki rauðhærðasti Íslendingur í heimi Afgreiðs lutímar: Virka dag a 9–18 Laugarda ga 10–14 Sunnudag a 12–14 Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi hefur ávallt verið vinsæl, bæði meðal heimamanna sem og utanaðkomandi gesta. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri á Akranesi segir íbúa taka góð- an og virkan þátt en í ár verða Írskir dagar haldnir í sautjánda skipti. „Við fögnum írskum uppruna okkar með írsku fánalitunum, veljum rauðhærð- asta Íslendinginn og best skreytta, eða írskasta húsið. Tónninn er sleg- inn á fimmtudagskvöldinu með tón- leikum á Akratorgi fyrir yngstu kyn- slóðina, Litlu lopapeysunni,“ seg- ir Regína. Dagskrá Írskra daga heldur svo áfram með hefðbundnu sniði og má þar finna fjölskyldutón- leika á föstudagskvöldinu, götugrill, brekkusöng, listsýningu í Vitanum og margt fleira. „Þeim fjölgar jafnt og þétt sem taka þátt í götugrill- unum á föstudeginum og þeim fer einnig fjölgandi sem sækja viðburði eins og brekkusönginn á laugardeg- inum. Þetta fer auðvitað svolítið eft- ir veðrinu, ef veðrið er gott þá fáum við fleiri gesti. En óháð því er líka góð þátttaka,“ segir Regína. ,,Há- tíðinni lýkur svo á sunnudagskvöld- inu í Garðalundi en þar ætlum við að bjóða bæjarbúum og öðrum gest- um á leik Íslands og Frakklands sem hefst klukkan sjö og vonumst við eftir því að sjá sem flesta“. Endurfundir íbúa „Bæjarhátíðum hefur farið fjölgandi á Íslandi undanfarin ár og má segja að nánast hvert einasta sveitarfélag haldi hátíð að sumri til þó hátíðirn- ar séu ólíkar. Þær eiga það hinsvegar sameiginlegt að hafa það að mark- miði að íbúar á öllum aldri koma saman og skemmta sér,“ útskýrir Regína. Hún segir Írska daga snúast að miklu leyti um samheldni. „Fólk tekur sig saman og gleðst sam- an. Margir brottfluttir Skagamenn koma heim og svo er þetta orðinn fastur liður í dagskrá fyrir krakka sem eru að alast upp. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa jákvæð áhrif.“ Regína segir gaman að fá sem flesta gesti í bæinn á Írskum dögum og að bæjarbúar taki þátt og bjóði til sín vinum og ættingjum. „En svona bæjarhátíðir eru oft hálfgerðir end- urfundir núverandi íbúa og brott- fluttra. Mikilvægast er að allir finni eitthvað við sitt hæfi og leyfi já- kvæðninni og gleðinni að ríkja þessa daga.“ Að ýmsu að huga Akraneskaupstaður er aðal fram- kvæmdaaðili Írsku daganna sem heyra undir menningar- og safn- amál hjá bænum. Ýmsu þarf að huga að við skipulagningu bæjarhátíðar af þessari stærðargráðu. „Það þarf að fá skemmtikrafta og útbúa dag- skrá, koma upp sviði í miðbænum, huga að skreytingum og kynningar- efni og gæslu á tjaldsvæði svo eitt- hvað sé nefnt.“ Allt eru þetta þætt- ir sem bærinn kemur að og þarf að skipuleggja. Þá þarf að vera í góðu samstarfi við lögreglu, huga að lok- unum á götum og gefa út leyfi fyr- ir sérstökum viðburðum, eins og til dæmis Lopapeysunni. „Við erum með fjárveitingu til að ráða sérstak- an verkefnastjóra Írskra daga og var Hallgrímur Ólafsson leikari ráðinn í ár, eins og í fyrra. Hann er að störf- um í nokkrar vikur fyrir hátíðina en það er byrjað að leggja grunn- inn miklu fyrr.“ Regína segir Akra- neskaupstað langstærsta styrktarað- ila hátíðarinnar. ,,Sem betur fer þá eru líka nokkur fyrirtæki sem munu styrkja einstaka viðburði í ár og það munar heilmikið um það. Við höf- um verið markvisst að vinna að því að fjölga styrktaraðilum og mun- um halda áfram á þeirri braut,“ segir Regína. „Það er að mörgu að huga við undirbúning svona hátíðar og vil ég nota tækifærið og þakka öll- um sem hafa lagt hönd á plóg. Fyrir- tækjum sem styrkja hátíðina, menn- ingar- og safnanefnd og þeim starfs- mönnum sem hafa haft veg og vanda af daglegum undirbúningi. Skemmt- um okkur saman um helgina með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Regína að endingu. grþ „Mikilvægast að það ríki jákvæðni og gleði“ -segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.