Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20166 Nýtt skapgerð- armat vegna inn- flutnings hunda LANDIÐ: Árlega eru um 160 hundar fluttir til Íslands víðs vegar að úr heiminum. Skilyrði til innflutnings eru m.a. bólu- setning og sýnatökur auk fjög- urra vikna einangrunar. Til- gangurinn er að draga úr lík- um á að til landsins berist nýir dýrasjúkdómar. Samkvæmt lögum um innflutning dýra skal ekki heimila innflutning á gæludýrum sem hætta getur stafað af og því er krafist svo- kallaðs skapgerðarmats fyr- ir hunda af tilteknum tegund- um. Um er að ræða hunda sem stærðar og/eða styrkleika sinna vegna geta valdið alvarlegu tjóni ef þeir hafa tilhneigingu til árásargirni. Nú hafa reglur um skapgerðarmat á innflutt- um hundum verið hertar með það að markmiði að koma í veg fyrir að árásargjarnir og hættu- legir hundar verði fluttir til landsins. -mm Utan verksviðs byggðarráðs BORGARBYGGÐ: Byggð- arráð Borgarbyggðar tók fyr- ir á fundi sínum í síðustu viku erindi vegna stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Borgarbraut 57 – 59, þar sem búið er að taka grunn undir hótel, íbúð- ir og þjónusturými. Lögð var fram krafa Advel lögmanna um frestun útgáfu byggingar- leyfis á lóðunum. „Byggðarráð sér ekki ástæðu til að hlutast til um útgáfu byggingarleyfis þar sem leyfisveiting er á verksviði byggingarfulltrúa,“ segir í bók- un af fundinum. -mm Atvinnuleysi í lágmarki LANDIÐ: Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.600 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnu- markaði í maí 2016, sem jafngildir 86,1% atvinnu- þátttöku. Af þeim voru 195.400 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mann- fjölda var 82,7% og hlut- fall atvinnulausra af vinnu- afli var 4,1%. Samanburður mælinga fyrir maí 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátt- takan jókst um tvö prósentu- stig. Atvinnulausum fækkaði um 5.000 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnk- aði um 2,7 prósentustig. At- vinnuleysi hefur ekki mælst jafn lágt í maímánuði síðan árið 2005 þegar það mældist einnig 4,1%. -mm Nokkur útköll vegna leitar og björgunar BORGARFJ: Björgun- arsveitarfólk hefur sinnt ýmsum verkefnum liðna daga vegna útivistarfólks og ferðamanna sem komið hafa sér í vandræði. Síðast- liðið fimmtudagskvöld voru björgunarsveitir af Vest- urlandi og úr Húnavatns- sýslum kallaðar til leitar að veiðimanni á Arnarvatns- heiði. Viðkomandi hafði ekki skilað sér til samferð- armanns síns á umræddum tíma og tilkynnti hann um málið til lögreglu sem ósk- aði eftir liðsinni björgunar- sveita. Maðurinn fannst eft- ir skamma leit heill á húfi. Næsta kvöld voru björgunar- sveitir á Vesturlandi kallaðar út vegna manns sem veikst hafði í gönguferð á Okið í Borgarfirði. Var hann flutt- ur til byggða. Aðfararnótt sunnudags voru björgunar- sveitarmenn úr Borgarfirði og Húnavatnssýslum kall- aðar út til leitar að erlend- um vélhjólamanni sem tap- að hafði áttum á heiðum og sat rammvilltur á hjóli sínu. Um nóttina fannst maðurinn á Stórasandsleið á Gríms- tunguheiði. Á Arnarvatns- heiði höfðu fundust för eft- ir hjól mannsins sem beindu leitinni í austurátt, fyrst um Víðidalstunguheiði og það- an enn lengra. Hann fannst svo í námunda við Kjalveg og var fylgt til byggða. Að- gerðir gengur vel. -mm Skógarganga á upphafsdegi Skógræktar BORGARFJ: Í tilefni af því að Skógræktin tekur form- lega til starfa á föstudaginn, 1. júlí, verður gengið í skóg- um bænda í öllum landshlut- um á fimmtudag og föstu- dag og einnig í skóginum við Rannsóknastöð Skógrækt- ar á Mógilsá. Hér á Vestur- landi er áætlað að bjóða gesti velkomna í skóginn á Odds- stöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði föstudaginn 1. júlí kl. 14-17. -fréttatilk. Gamla fjárréttin í Krókabrekkum fyrir ofan Ólafsvík var síðast not- uð í kringum 1960 en hún var mjög farin að láta á sjá. Guðrún Tryggva- dóttir hefur ásamt fleirum unnið að endurhleðslu réttarinnar og 21. júní síðastliðinn hlaut verkefnið 500.000 króna umhverfisstyrk úr Samfélags- sjóði Landsbankans. Alls fengu sautj- án verkefni umhverfisstyrki úr Sam- félagssjóðinum að þessu sinni. „Það er sameiginleg ábyrgð okk- ar allra að varðveita minjar og menn- ingarverðmæti, eins og réttin er. Við þurfum líka að fræða unga fólk- ið um atvinnuhætti á Íslandi í gegn- um aldirnar. Nú á dögunum var mér sagt að tveir drengir úr Snæfellsbæ hefðu komið heim til sín og sagt að þeir hefðu fundið svo flott völundar- hús fyrir ofan bæinn – og áttu þar við réttina. Það var það eina sem þeir sáu út úr þessum gömlu veggjum,“ seg- ir Guðrún. Réttin er friðlýst enda er hún meira en hundrað ára gömul en Minjavernd hefur veitt leyfi til að hún verði endurhlaðin. Óvíst er um ald- ur hennar en líklega er hún jafngöm- ul byggð í Ólafsvík. Réttin er hlaðin úr grjóti og er mikið mannvirki, almenningur og 21 dilkur. „Við erum heppin því það hefur aldrei tapast neitt grjót úr réttinni, aldrei hefur verið tekið úr henni til að nota í garða eða annað slíkt, eins og stundum hefur gerst með gamlar veggjahleðslur. Við vorum nokkur sem töluðum okk- ur saman um að það yrði að drífa í að vinna í málinu og ég, Þorgrímur Leifsson og Lidý Rafnsdóttir höf- um verið einna virkust í þessu. Fyr- irtæki á svæðinu hafa styrkt verk- efnið, auk Landsbankans nú.“ Réttin er innan skógræktargirðing- ar og stendur við vinsæla gönguleið. Guðrún vonast til að réttin verði vin- sæll áningarstaður ferðafólks í fram- tíðinni. Verkefnið er metnaðarfullt og verður unnið í áföngum. Auk þess að hlaða veggina upp á nýjan leik á að setja upp skilti með upplýsingum um réttina, réttarstörfin og hverjum til- teknir dilkar tilheyrðu. mm/rp Samfélagssjóður Landsbankans styrkir endurgerð réttar í Ólafsvík Verkefnið hófst fyrir alvöru á síðasta ári þegar vegur var lagður að réttinni og í fyrrasumar var um tveimur og hálfum dilkum hlaðið upp. Ari Jóhannesson hleðslumeistari stýrir verkefninu og sjáflboðaliðar eru honum til aðstoðar. Réttin var síðast notuð um 1960 og hafði látið töluvert á sjá. Hún er mikið mann- virki, um 18x45 metrar að stærð. Guðrún Tryggvadóttir er hér fyrir miðju eftir að hún tók við styrknum til verkefnisins. Með henni eru dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Umhverfi réttarinnar er fallegt, fugla- líf er í bjarginu fyrir ofan og Tvífossar gnæfa yfir, ásamt klettinum Þumli sem hægt er ganga í kringum um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.