Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 9 Borgfirðingabók 2016 er komin úr prentun og á leið til áskrifenda. Bókin er ársrit Sögufélags Borgarfjarðar og er ritið að þessu sinni 17. árgangur. Bókin er meginverkefni sögufélags- ins og mikið hefur verið lagt í útgáf- una sem er tæpar 300 blaðsíður og ríkulega myndskreytt. Mjög víða er komið við í efnistökum og þau fjöl- breytt að þessu sinni. Leitað var eft- ir efni frá höfundum víðsvegar um héraðið, af báðum kynjum, á ólík- um aldri og er efnið bæði í bundnu og óbundnu máli. Í formála minn- ist stjórn Sögufélags Borgarfjarð- ar Bjarna Valtýs Guðjónssonar frá Svarfhóli, en hann féll frá á síðasta ári. Bjarni Valtýr var einn af stofn- endum sögufélagsins 1963 og rit- ari þess til dauðadags. Í Borgfirðingabók eru að þessu sinni yfir 30 greinar eftir lítt fleiri höfunda. Meðal efnis má nefna frásögn Helga Bjarnasonar blaða- manns frá Laugalandi sem hann nefnir „Hér rís skóli og jarðrækt verður stunduð,“ og segir frá upp- byggingu á Varmalandi. Sagt er frá starfi tveggja grunnskóla, fimmtán ára sögu Raftanna, æskuminning- um frá Álftártungu og Lundi í Þver- árhlíð og þættir Jóns Gíslasonar úr sögu Umf. Dagrenningar í Lundar- reykjadal. Listakonan Josefine Mor- rell á Giljum er sótt heim og Jón Sig- urðsson fyrrverandi rektor fjallar um menntasetur fyrri tíma. Guðmund- ur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp fjallar um Reykholt á Sturlungaöld og fjöl- margt annað er að finna í fróðlegri og fjölbreyttri Borgfiðingabók 2016. Áhugasömum er bent á að hægt er að gerast áskrifandi að Borgfirð- ingabók og hægt að gera vart við sig á heimasíðu félagsins eða hringja í Ingi- björgu Daníelsdóttur stjórnarmann í síma 894-8108. Með henni í ritnefnd eru þeir Guðmundur Þór Brynjúlfs- son og Sævar Ingi Jónsson. Borgfirð- ingabók kostar 4.500 krónur. mm Borgfirðingabók 2016 komin út Forsíðu Borgfirðingabókar 2016 prýðir ljósmyndin „Bráðum kemur betri tíð,“ eftir Jósefínu Morrell. Snjófell ehf. sem á og rekur Arnarbæ á Arnarstapa er um þessar mundir að koma fyrir smáhýsum á lóð fyr- irtækisins. Nú eru komin upp fjögur smáhýsi sem verða tilbúin um næstu mánaðamót. Sverrir Hermannson er eigandi og framkvæmdastjóri Snjó- fells. Hann sagði í samtali við Skessu- horn að alls verði ellefu smáhýsi reist. „Þetta eru heilsárshús og verða öll komin í gagnið í haust.“ Hann bæt- ir við að hann hafi teiknað og látið smíða þessi hús sjálfur eftir eigin hug- myndum en hvert hús er 28 fermetr- ar að stærð. Í framhaldi af þessu verð- ur bætt við 300 fermetra þjónustu- miðstöð með veitingasölu. Auk þess verða sett upp tuttugu salerni. Stefnt er á að þjónustumiðstöðin verði tekin í notkun í apríl 2017. „Öll mín orka fer nú í að gera Snjófell að öflugu fyrirtæki og mun ég leggja áherslu á uppbyggingu fyr- irtæksins.“ Sverrir hefur selt Hót- el Ólafsvík og hótelið sem hann rak á Hellnum. Hótelið í Stykkishólmi er einnig í söluferli, en þessi hót- el hafa öll verið rekin í hafni Hring- hótels. Að lokum getur Sverrir þess að ferðamannastraumur á Arnarstapa hafi stóraukist og horfi hann björtum augum til framtíðar. af Smáhýsi reist á Arnarstapa og þjónustumiðstöð á teikniborðinu Fjögur smáhýsi af ellefu eru þegar risin. Unnið við vatnslagnir í smáhýsahverfinu. Vélaleiga TS var að störfum síðastliðinn föstudag þegar fréttaritari átti leið um. Upplýsingar um störfin veita þær Lind, lind@talent.is og Bryndís bryndis@talent.is hjá Talent í síma 552-1600. Ekki hika við að hafa samband til að spjalla og bóka kynningarviðtal. Allar nánari upplýsingar um störfin má finna á www.talent.is/PCC, þar er einnig hægt að skrá sig. Laus störf munu koma jafnt og þétt inn á heimasíðuna eftir því sem líður á framkvæmda- tímann. Viltu búa og starfa í návígi við ægifagra náttúru? PCC BakkiSilicon tekur til starfa á Bakka við Húsavík síðla árs 2017. Þegar er farið að huga að fyrstu ráðningum fyrir þetta spennandi verkefni. Kísilverið verður búið nýjustu tækni til framleiðslu og verður eitt tækni væddasta kísilver í heiminum í dag. Umhverfis- og öryggismál verða sett á oddinn og skipa mjög mikilvægan sess. Fyrstu ráðningar eru að fara af stað og leitum við sérstaklega að aðilum sem búa í Þingeyjarsýslu og á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig áhugasömum aðilum sem vilja flytja búferlum norður. Lind og Bryndís hjá Talent ráðningar&ráðgjöf hafa umsjón með ráðningunum og veita fúslega allar nánari upplýsingar. Við hvetjum áhugasama til að slá á þráðinn til þeirra fyrir nánari upplýsingar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Hjá PCC BakkiSilicon verður unnið eftir jafnréttis- áætlun og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um. Við leitum meðal annars að: • Vélvirkjum • Rafvirkjum • Skrifstofufólki • Iðnverkafólki • Verkfræðingum • Efnafræðingum • Málmfræðingum • Umhverfissérfræðingum • Tæknifólki á rannsóknarstofu Húsavík er fallegur bær í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri. Húsavík er einn þriggja byggðakjarna í sveitar- félaginu Norðurþingi. Í sveitarfélaginu eru þrír leikskólar, þrír grunnskólar og framhaldsskóli. Einnig er tónlistarskóli og öflugt íþróttastarf fyrir börn og unglinga. Mikil og falleg náttúra er allt um kring og er svæðið paradís fyrir útivistar- fólk. Vegalengdir stuttar og fjölskylduvænt umhverfi. Er kominn tími á breytingar? Spennandi störf á Norðurlandi lind@talent.is bryndis@talent.is www.talent.is | Sími: 552-1600

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.