Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 29 Óska eftir málara til að mála steypt hús að utan Húsið er um 120 fm. Óska eftir tilboði í verkið (hreinsa, laga ef þess þarf, sílan- bera, mála). Get sent myndir í tölvupósti. Húsið er staðsett í 301. Vinsamlegast sendið tölvupóst eða hringið í síma 865-7133. Herbergi óskast til leigu – Borgarnes eða Akranes Íslenska gámafélagið óskar eftir að taka herbergi/stúdíóíbúð á leigu fyrir starfs- mann sinn sem fyrst. Borgarnes eða Akranes kemur hvort tveggja til greina, einnig nærsveitir. Upplýsingar í síma 840-5780, Einar. Óska eftir herbergi/stúdíóíbúð til leigu Óska eftir herbergi eða lítilli íbúð í Borgarnesi til að vera í yfir næstu önn í skóla, frá miðjum ágúst fram í miðjan desember. Endilega hafið samband í síma 857-5946. Kaffihús á Akranesi til sölu – tækifæri í ferðaþjónustu Rekstur kaffihússins Skökkin café á besta stað við Akratorg er til sölu. Um er að ræða sjarmerandi kaffihús í góðu leigu- húsnæði. Vaxandi ferðamannastraumur og mikill annatími framundan. skagafer- dir@gmail.com Akranes - miðvikudagur 29. júní Pepsi deild karla: ÍA - Stjarnan á Norðuráls- velli klukkan 20:00. Snæfellsbær - miðvikudagur 29. júní Víkingur Ólafsvík fær Skínandi í heimsókn í 1. deild kvenna, A - riðli. Leikurinn verður á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 20. Akranes - fimmtudagur 30. júní Fjölskylduhátíðin Írskir dagar verður haldin á Akranesi frá 30. júní til 3. júlí. Dag- skrá hátíðarinnar má sjá nánar á miðopnu. Akranes - föstudagur 1. júlí Klukkan 21 ætla Elísabet Ólafs söngkona og Hlynur Þór píanóleikari að flytja ýmsar vel valdar íslenskar perlur í Akranes- vita. Ljúfir popp-, jazz- og blústónar og þægileg stemning. Akranesviti er dásam- aður fyrir einstaklega fallegan hljómburð. Vitinn er einstakur staður fyrir tónlist og útsýnið úr vitanum yfir Faxaflóann er einstakt. Nóg er um að vera á Akranesi þessa helgi svo það er um að gera að nýta ferðina og kíkja á það sem er á dagskrá á Írskum dögum. Grundarfjörður - laugardagur 2. júlí Jökulmílan - hjólreiðakeppni frá Grundarfirði. Jökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því „100 mílureið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl teg- und hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunnar höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna. Við skorum á þig að reyna Jökulmíluna á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt. Snæfellsbær - laugardagur 2. júlí Tröllakirkja í Dritvík. Brottför er frá bílastæðinu við Djúpalónssand kl. 10. Gengið niður á Djúpalónssand yfir til Dritvíkur. Farið verður í Tröllakirkju. Bárður Snæfellsás og menn hans lögðu skipi sínu á Djúpalóni og blótuðu sér til heilla í Tröllakirkju. Stykkishólmur - laugardagur 2. júlí Skotthúfan í Stykkishólmi. Þjóðbún- ingahátíð í Norska húsinu. Snæfellsbær - laugardagur 2. júlí Djúpalónssandur – Dritvík. Sjórinn gaf og sjórinn tók. Gestir hitta landverði við bílastæðið á Djúpalónssandi kl. 14. Gengið um Djúpalónssand og til Dritvíkur. Á leiðinni eru völundarhús og búðarústir, norðan Dritvíkur eru fiskreitir. Á Djúpa- lónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á. Snæfellsbær - sunnudagur 3. júlí Barna- og fjölskyldustund á Malarrifi frá kl. 11 - 12. Landverðir taka á móti börnum við gestastofuna á Malarrifi og rannsaka með þeim náttúruna, segja sögur, fara í leiki og margt fleira. Barnastundir eru miðaðar við börn 6-12 ára. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnum sínum. Snæfellsbær - sunnudagur 3. júlí Malarrif – Svalþúfa. Lífið í bjarginu frá kl. 14 - 16. Gestir hitta landverði við gestastofuna á Malarrifi. Gengið að Lóndröngum sem eru glæsilegir útverðir þjóðgarðsins. Sagt frá minjum um vermennsku fyrri tíma. Gengið á Svalþúfu þar sem Kolbeinn Grímsson og Kölski kváðust á forðum. Dalabyggð- sunnudagur 3. júlí Hótel Edda Laugum í Sælingsdal býður til tónleika kl. 21. Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson með Sigríði Thorlacius í fararbroddi halda tónleika í Gyllta sal Hótel Eddu. Þar munu þau leika á alls oddi og færa gestum ljúfa tóna úr smiðju sinni þar sem sveifludjass verður í aðalhlutverki. Ekki láta þig vanta á þennan frábæra viðburð. Aðgangur er ókeypis og verður barinn opinn og á sérstökum kjörum. Húsið opnar kl. 20. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is 20. júní. Drengur. Þyngd 3.320 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Karen Ósk Guðlaugsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að tímabundnu starfsleyfi fyrir Artic Protein ehf. Starfsleyfið gildir fyrir þurrkun á laxaslógi, allt að 7 tonnum á dag, að Vallarási 7-9 í Borgarnesi. Starfsleyfið gildir til 1. júlí 2017. Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar frá 30. júní – 28. júlí 2016. Einnig er hægt að afla upplýsinga um tillöguna hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands s. 4312750. Skriflegar athugasemdir skal senda til skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, 301 Akranes (netfang: heilbrigdiseftirlit@vesturland.is) fyrir 1. ágúst 2016. Heilbrigðisnefnd Vesturlands Auglýsing um starfsleyfi SK ES SU H O R N 2 01 6 SK ES SU H O R N 2 01 6 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið: Uppbygging á sundlaugarsvæði við Jaðarsbakka og heitri laug við Langasand á Akranesi Verkið felst í enduruppbyggingu á heitum pottum, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka. Ennfremur í uppsteypu á laug ásamt tilheyrandi lagnabúnaði í grjótgarðinum niður við Langasand á Akranesi. Verklok eru 30. nóvember 2016. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi með því að senda beiðni á netfangið akranes.utbod@mannvit.is frá fimmtudeginum 30. júní 2016. Tilboð verða opnuð í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, Akranesi, föstudaginn 19. júlí 2016 kl. 11:00. 22. júní. Stúlka. Þyngd 3.376 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Valdís Ólafsdóttir og Daníel K Ármannsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 24. júní. Stúlka. Þyngd 4.000 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og Þorsteinn Hjaltason, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 25. júní. Stúlka. Þyngd 2.975 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Sigursteinn Orri Hálfdánarson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 25. júní. Stúlka. Þyngd 4.030 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Asdrid Linnea Janbell og Þorbergur Ólafsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. PISTILL Þegar Guðmundur Benediktsson garg- aði í míkrafóninn þegar Arnór Ingvi Traustason kastaði sér á fyrirgjöf Elm- ars Bjarnasonar og tryggði okkur í 16 liða úrslitin óraði mig ekki fyrir tilfinn- ingunum sem streyma tóku um mig þegar þessi pistill er skrifaður. Óhljóð- in í Gumma Ben voru líkt og fæðinga- röskur Íslands í karlafótboltanum á al- þjóðavísu, stelpurnar eru ögn vanari því að komast á stórmót, og hafði það svo mikil áhrif á mig að hringitónn- inn minn er öskrin í Gumma, ég svara aldrei símanum þessa dagana heldur lygni aftur augunum og sé fyrir mér fyrirgjöfina frá Elmari sem endaði með marki Arnórs, vá! Ok, England næst. Hvað gat maður sagt eiginlega? Stærsti leikur strákanna á þeirra ferli og Englendingar fullvissir um að valta yfir þá. Í raun var leikurinn tapað spil áður en flautað var til leiks, eftir á að hyggja, því pressan var öll á Englandi og ensku stuðningsmenn- irnir voru búnir að sleppa orðunum: „Áfall aldarinnar ef England tapar“ út í kosmósinn sem sló leikmenn Englands rækilega í hnakkann. Líkt og sá mæti maður, Chris Waddle, lifandi goðsögn í enska bolt- anum lýsti ensku landsliðsmönnunum á þann hátt að þeir væru bleyjustrák- ar með heyrnartól sem fá alltof mikið borgað. Breska pressan er að fara ham- förum akkúrat í þessum töluðu orðum og var það eiginlega viðbúið en tvær útgöngur Breta frá einhverju í Evrópu er einfaldlega of mikið á fimm dögum. Fyrst Brexit og svo þetta. En hey, það er fullt að gerast fólk fyrir utan 3000 Íslendinga sem eru búnir að annaðhvort að tví- eða þrí- veðsetja húseignina sína útaf því að það er svo ógeðslega dýrt að vera í Frakk- landi lengur en þrjá daga, eða gera strandhögg (því við erum víst Víking- ar) á heimabankanum og ná sér í mas- sífan yfirdrátt. Áður en ég upplýsi les- endur um hvað ég er að tala um skul- um við reyna að ímynda okkur dálítið. Núna akkúrat í þessum töluðu orðum situr kannski fjölskyldufaðirinn á rúm- stokknum á hótelherbergi sínu, hann fékk aukafrí í vinnunni fyrir þennan leik en ekki meir! Hvernig á hann að klóra sig úr þessu? Ég meina, það bjóst eng- inn við því að Ísland myndi vinna Eng- land. „Hvað kostar að framlengja eig- inlega? Helvítis ég get ekki farið heim núna,“ hugsar hann á meðan hann stimplar inn númerið hjá vinnuveit- enda sínum, svo konunni. Já, ég var næstum búinn að gleyma, það er Landsmót hestamanna núna. Er það haldið í mekka hestaíþróttarinnar, Hólum í Hjaltadal, á slóðum afa míns sem bjó á Miðsitju þar sem hin létt- byggðu og skagfirsku hross gerðu garð- inn frægan. Ég er að fara ásamt fríð- um hópi fólks til að sjá flugvakra gæð- inga í kynbótatangói alla vikuna í bland við smá rigningu. Eina sem truflar mig núna er að vera kominn nógu snemma heim, þú veist umferðin og allt það, á sunnudaginn þegar Ísland „tekur á móti“ Frökkum á Stade de France. Góðar gleðistundir, Axel Freyr Eiríksson Af áfalli aldarinnar og hestamönnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.