Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201618 Á Írskum dögum fyrir ári síðan var í fyrsta skipti efnt til keppni um „írs- kasta húsið“ á Akranesi. Var mark- miðið með keppninni að fá bæj- arbúa til að skreyta hús sín í írsk- um fánalitum til að gera bæinn sem glæsilegastan. Verðlaunin fyrir best skreytta húsið féllu í hlut Petrúnar Sveinsdóttur sem býr við Álmskóga á Akranesi, ásamt eiginmanni sínum Grímari Teitssyni. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Petrún skreytti heimili sitt fyrir bæjarhátíðina en hún hefur í gegnum árin lagt mikinn metnað í að skreyta vel í kringum sig með írskum litum þegar Írskir dagar renna upp. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Petrúnu og ræddi við hana um skreytingarstemninguna á Írsk- um dögum. Þurftu að hella af diskunum Að sögn Petrúnar byrjaði fjölskyld- an að taka þátt í Írskum dögum fyrir þrettán árum. Þá bjuggu þau við Reynigrund og yngsta dóttir hjónanna tók þátt í hátíðarhöldunum í gegnum vinnuskólann. Krakkarn- ir í vinnuskólanum fóru í búninga, trommuðu niður allan bæ og end- uðu á fótboltaleik. Petrún var með í för og skemmti sér konunglega. Hún segir fyrsta götugrillið svo hafa ver- ið haldið árið eftir. „Það var svona fyrsta orginal götugrillið. Við buðum tíu manns með okkur og vorum með sameiginlegt grill með þeim sem voru í götunni. Grillum, stólum og borð- um var bara safnað saman. Árið eft- ir var ausandi rigning og við buðum engum með okkur út af veðrinu. Það var nú samt grillað en við þurftum að hella vatninu af diskunum,“ segir Petrún og hlær. „Við vorum reyndar mjög fá en þetta gekk samt vel og var alveg ferlega skemmtilegt. Við höf- um líka verið í kuldagöllum á götug- rillinu, með teppi og flutt okkur inn í bílskúr ef það hefur verið mikil rign- ing. Þannig að við erum ekki alltaf heppin með veður. En fólk vill ekki sleppa þessu, þetta er svo gaman.“ Klipptu niður poka Petrún fór fljótlega að huga að skreytingum fyrir götugrillin. „Okk- ur fannst við þurfa að skreyta fremst í götunni og settum upp borða sem stelpurnar útbjuggu úr gömlu laki sem var strengdur á milli ljósastaur- anna. Svo var skrifað á hann,“ út- skýrir Petrún. Hún varð strax frum- leg í skreytingum og notaðist mikið við heimatilbúið skraut. „Fyrst var ekkert til í búðunum hérna þann- ig að maður bjó til dæmis til slauf- ur í írskum litum. Eitt af því fyrsta sem við bjuggum til af skrauti voru blóm úr plastglösum. Þá spreyjaði ég plastglösin í réttu litunum, klippti í þau og setti þau á grillpinna. Svo stakk maður blómunum niður.“ Með hverju árinu bættist við írska skrautið hjá Petrúnu og Grímari. Þau fluttu í Álmskógana 2008 og Petrún hefur haldið sínu striki í skreytingunum. Henni leist strax vel á stemninguna í Álmskógunum og segir nágrann- ana hafa verið mjög virka í skreyt- ingamálum, þó það hafi dottið að- eins niður undanfarin ár. „Við söfn- uðum til dæmis innkaupapokum í réttum litum úr Hagkaup, Olís og Einarsbúð og klipptum þá í renninga og settum á band. Núna er ég með írskar gardínur í stofunni, eldhúsinu og stóran fána utan á bílskúrshurð- inni. Ég reyni að bæta við reglulega. Í fyrra setti ég diska utan á húsið og Grímar bjó til kall sem var látinn sitja úti. Ég gæti aldrei skreytt svona án Grímars. Hann er aðalmaðurinn í þessu, enda færi ég ekki að klifra upp í ljósastaura eða upp á húsþak,“ segir Petrún og hlær. Þarf að vera eitthvað að sjá Petrún er ekki einungis hrifin af skreytingum fyrir Írska daga. Hún segist líka vera hálf skreytingasjúk í kringum jólin. „Ég er með jólaljós í öllum gluggum en er farin að skreyta minna inni. Helst myndi ég vilja búa í Ameríku, þar sem alls staðar eru jólaljós, líka á þökum húsanna.“ Varðandi Írsku dagana mælir hún með að sem flestir taki þátt og skreyti hjá sér. „Mér finnst þetta skipta máli. Ef við erum á annað borð að halda þessa hátíð, þá þarf að gera það al- mennilega og taka þetta alla leið. Það eru bæjarbúarnir sem skapa stemn- inguna. Ef ég myndi til dæmis flytja, þá myndi ég skoða hvernig stemn- ingin er í kringum Írska daga. Það skiptir mig máli,“ segir hún og bros- ir. „Ég elska að keyra um bæinn og skoða skreytingarnar. Það er verið að hvetja fólk til að koma í bæinn, en það þarf þá að vera gaman að skoða, það þarf að vera eitthvað að sjá. Við fórum nýverið á bæjarhátíð á Hvols- velli og það var dásamlegt að sjá hvað það var búið að skreyta mikið þar,“ bætir hún við. Mest heimatilbúið Petrún hefur aldrei misst af Írsk- um dögum. Hún hefur alltaf tek- ið þátt í hátíðinni, þrátt fyrir að hafa einu sinni sleppt götugrillinu í sinni götu og verið hjá dóttur sinni. „Ég skreytti allt hjá mér samt,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver ráð handa þeim sem ætli að skreyta vel fyrir Írska daga segir hún að snið- ugt sé að hafa skraut sem má rigna á. „Það mætti alveg vera til meira skraut í litunum í búðunum hér. Mest af þessu sem við notum er heimatilbú- ið. Það hefur verið hægt að fá skraut í bókabúðinni og í Grundaval og það er oft hægt að finna eitthvað snið- ugt í Rúmfatalagernum, Megastore og Partýbúðinni. Maður þarf bara að vera vakandi allt árið og ef maður sér eitthvað sniðugt, að grípa það.“ Meðal þess sem Petrún sjálf hef- ur notað til skreytinga eru plastpok- ar, plastglös og diskar, gerviblóm og flugnaspaðar. „Svo spreyja ég ef þetta er ekki í réttu litunum.“ Það fer svo eftir veðri hvenær Petrún byrjar að skreyta. „Á fimmtudeginum fer ég að tína til dótið og setja upp gardín- urnar. Ég skreyti úti á föstudeginum. En ég hef gert það fyrr ef það er gott veður.“ Kaka í írskum litum Fyrir Petrúnu og fjölskyldu hennar er götugrillið hápunktur Írsku dag- anna. Þá koma vinir og ættingjar í heimsókn á Skagann og hjónin Petr- ún og Grímar bjóða til veislu. Petrún er móðir Hjördísar Daggar Grímars- dóttur sem rekur vefsíðuna mömm- ur.is. Mæðgurnar eru löngu orðnar þekktar fyrir fallega skreyttar kök- ur og það ætti því engum að koma á óvart að þær bjóða alltaf upp á vel skreytta írska köku á Írskum dög- um. „Við höfum meðal annars ver- ið með marengs í réttu litunum, pav- lovu með melónum í írsku litunum og súkkulaðiköku með írskum litum. Við höldum forpartý með alls konar veitingum. Svo er farið á götugrillið og svo aftur inn. Brottfluttum Skaga- mönnum finnst þetta æðislegt. Það er svo gaman að geta búið til tilefni til að hittast og vera saman.“ Petrún segir að oftast hafi úrbeinað læri og kjúklingabringur verið á götugrills- matseðlinum. „Við höfum oft verið nokkrar fjölskyldur saman en í fyrra ákváðum við að taka smá pásu og njóta þess að vera aðeins færri og við gerum það sama í ár,“ segir Petrún Berglind Sveinsdóttir að endingu. grþ „Það eru bæjarbúarnir sem skapa stemninguna“ -segir Petrún Berglind Sveinsdóttir skreytingameistari síðasta árs á Írskum dögum Petrún Berglind Sveinsdóttir komin í dress við hæfi. Hús Petrúnar við Álmskóga var valið best skreytta húsið á Írskum dögum í fyrra. Að launum hlaut hún bekk frá Húsasmiðjunni og í ár er hún að velta því fyrir sér að nota bekkinn til skreytinga, jafnvel mála hann í írskum litum. Það er vel hægt að skemmta sér á götugrilli þrátt fyrir rigningu. Grillunum raðað upp.Götugrill Skógarhverfisins var haldið á leik- skólanum Akraseli fyrir tveimur árum. Hér er Petrún að skera steikina. Götugrill á Reynigrundinni. Mæðgurnar í mömmur.is hafa bakað ýmsar sniðugar kökur í tilefni Írsku daganna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.