Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.06.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 201620 TAX FREE DAGAR Afnemum virðisaukaskatt* af öllum vörum nema af útsöluvörum á Írskum dögum 30. júní - 2. júlí SK ES SU H O R N 2 01 6 *Jafngildir 20% afslætti Að auki önnur frábær tilboð þessa daga. Snyrtifræðingar verða með kynningu á okkar frábæru snyrtivörumerkjum fimmtudag og föstudag. Ýmis tilboð og nýjungar í ilm og snyrtivörum fyrir dömur og herra. OPIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD 30. JÚNÍ KL. 20-23 Fylgist með okkur á Facebook og á versluninbjarg.is REGLUR Á TJALDSVÆÐINU Í KALMANSVÍK Á AKRANESI Á ÍRSKUM DÖGUM Tjaldsvæðið í Kalmansvík er fjölskyldutjaldsvæði á Írskum dögum. Þetta þýðir að öllum unglingum og ungu fólki yngra en 23 ára verður vísað frá tjaldsvæðinu, nema um sé að ræða fjölskyldufólk, þ.e. foreldra með börn sín. Sérstök verðskrá gildir á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Írskum dögum. Allir gestir 14 ára og eldri greiða 2.500 kr. fyrir alla helgina, einnig greiðast 2.500 kr. fyrir hvern gististað; tjald, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að allri aðstöðu og þjónustu á svæðinu, m.a. þvottavél, þurrkara, sturtum og rafmagni. Hver gestur fær armband til auðkennis sem gildir sem aðgangur að tjaldsvæðinu þessa helgi. Vinsamlegast athugið að Útilegukortið gildir ekki á tjaldsvæðinu í Kalmansvík þessa helgi. Sturtuaðstaða og þvottahús er opin frá kl 07:00-22:00. Gestir á tjaldsvæðinu eru vinsamlegast beðnir að virða almennar umgengisreglur. Athugið að brot á reglunum varða brottvísun af tjaldsvæðinu. Bifreiðastöður eru bannaðar á tjaldsvæðinu, vinsamlegast leggið bílum á bílastæðum. Öll óþarfa 1. umferð um tjaldsvæðið skapar hættu og er bönnuð. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði og börn að leik milli tjalda/húsa og á götum svæðisins. Undantekningarlaust á að vera komin á næturró kl. 23:00 á kvöldin.2. Verði gæsluaðilar varir við unglingadrykkju á svæðinu verður málið umsvifalaust kært til lögreglu. 3. Hið sama gildir að sjálfsögðu ef grunur er um fíkniefnaneyslu á svæðinu. Allar skemmdir sem gestir vinna á aðstöðu tjaldsvæðisins eða eignum 4. annarra verða kærðar til lögreglu. Góða skemmtun á Írskum dögum! SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akra- nesi eru sannkölluð fjölskylduhá- tíð. Nóg er um að vera fyrir alla aldurshópa og eru flestallir við- burðir hátíðarinnar þess eðlis að hægt er að taka börnin með sér á þá. Þá er margt og mikið á dag- skrá fyrir yngstu kynslóðina. Að sögn Hallgríms Ólafssonar verk- efnastjóra Írskra daga ætti engum krökkum að leiðast á Írskum dög- um. Í dag klukkan 18 hefst fyrsti dagskrárliður hátíðarinnar sem eyrnamerktur er börnum. Um er að ræða Söngvakeppni unga fólks- ins sem haldinn verður í tónlist- arskólanum og er í umsjá Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur. Á fimmtudaginn verður Litla lopapeysan á dagskrá þar sem ungt hæfileikafólk af Akranesi kem- ur fram ásamt stórhljómsveit á stóra sviðinu niðri á torgi. Þar mun einnig stíga á stokk sigurveg- ari Söngvakeppni ungafólksins. „Á föstudagskvöldið verða haldn- ir stórtónleikar á Akratorgi með landsþekktum skemmtikröftum. Þar verður eitthvað fyrir alla og breitt úrval tónlistarmanna, með- al annars Sturla Atlas sem er vin- sæll hjá krökkunum,“ segir Hall- grímur. Um helgina verður ým- islegt um að vera; karnival verð- ur á Merkurtúni alla dagana og á laugardag verður haldin hin árlega sandkastalakeppni á Langasandi og dorgveiðikeppni á bryggjunni. Þá mun töframaður sýna listir sín- ar á Akratorgi. Á sunnudeginum verður fjölskyldudagskrá í Garða- lundi. „Leikhópurinn Lotta ætl- ar að flytja leikritið Litaland og þetta verður gríðarlega skemmti- legur viðburður. Þarna verður fjöl- skyldufílingur, rólegheit og fólk getur slakað á eftir helgina. Við verðum með kveikt á grillunum og það verður pikknikk stemning.“ grþ Fjölbreytt barnadagskrá á Írskum dögum Sandkastalakeppnin á Langasandi verður á sínum stað á Írskum dögum. Sumarlesari vikunnar Sumarlestur 6-12 ára barna held- ur áfram á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er Guðmundur gestur okkar. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Guðmundur Guðjónsson og er átta ára en al- veg að verða níu. Í hvaða skóla ertu? Brekkubæj- arskóla. Hvaða bók varstu/ertu að lesa? Hún heitir Stefán Bragi fer í flug- ferð. Hvernig var/er hún? Mér fannst hún ekki mjög spennandi. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Ofurhetju- bækur eru skemmtilegar en margar á bókasafninu eru á ensku sem ég get ekki lesið. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Það er best að lesa hvar sem er heima. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Flash Of- urhetjubækurnar eru bestar. Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór? Mig langar að verða uppfinningamaður og vinna í Norðuráli. Lopapeysan á Írskum dögum er fyr- ir margt löngu orðin að landsþekkt- um tónlistarviðburði. Um er að ræða skemmtun í anda sveitaballanna eins og þau voru á árum áður og verður Lopapeysan nú haldin í þrettánda skipti næstkomandi laugardagskvöld. Ísólfur Haraldsson er framkvæmda- og viðburðastjóri Vina Hallarinnar, sem séð hafa um Lopapeysuna frá upphafi. Hann segir verkefnið hafa þróast töluvert frá fyrstu Lopapeys- unni og að viðburðurinn hafi vax- ið mikið frá árinu 2004 þegar hann var fyrst haldinn. „Þetta óx fljótlega upp í þægilega stærð sem við ákváð- um að halda í. Svæðið þolir ekkert að við sækjum meira og við keyrum bara á að þetta sé númer eitt, tvö og þrjú skemmtilegt, þægilegt og gott partí,“ segir Ísólfur. Óvæntir gestir í ár Að vanda verður dagskráin byggð upp með vinsælum, íslensku tónlist- arfólki. „Það er alveg fjöldi tónlistar- manna sem kemur fram. Það bætist alltaf í rétt fyrir viðburðinn. Núna verðum við með óvænta gesti sem við ætlum að segja frá í brekkusöng- num. Það er gaman að eiga eitt svona eftir, þetta verður eitthvað skemmti- legt,“ segir Ísólfur. Alls starfa í kring- um 120 manns að viðburði sem Lopapeysunni að sögn Ísólfs. Hann segir töluverða vinnu felast í að skipuleggja fjölmennan viðburð sem Lopapeysuna en þó sé það orðið ein- faldara núna en áður. „Maður er ekki með alveg eins miklar hjartsláttar- truflanir og til að byrja með, sérstak- lega fyrstu árin. Þá svaf maður varla frá því í janúar. Þá vorum við að læra að gera þetta og ekki komnir með þær tengingar sem við höfum í dag. Núna er þetta bara afgreitt í gegnum símann og þá er þetta tilbúið. Þetta eru orðnir margir viðburðir sem við erum að skipuleggja yfir allt árið, mikið af tónleikum hingað og þang- að um landið og þetta er orðin þægi- legri vinna. En jú, þetta er alltaf mik- il spenna og við viljum gera þetta vel. Það þarf að huga að uppsetningunni sem slíkri, hverjir eiga að byrja og hverjir eru hvar. Þetta eru smá vís- indi. Við erum alltaf að læra og að reyna að gera betur.“ Leikurinn sýndur í Garðalundi Sama fyrirkomulag verður á Lopa- peysunni og hefur verið undan- farin ár. Hún verður haldin í Sem- entsskemmunni við gömlu Akra- borgarbryggjuna og í risatjaldi við hlið hennar. „Við tökum fyrst þátt í brekkusöngnum á þyrlupallinum með Club 71 og þar verður Ingó Veðurguð. Svo hefst Lopapeys- an strax í kjölfarið niðri á bryggju.“ Í fyrra mættu tæplega þrjú þúsund manns á Lopapeysuna og býst Ísólfur við svipuðum fjölda í ár. Hann telur að gengi íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu muni hafa góð áhrif þar á. „Forsalan sýnir að það eru fleiri mið- ar seldir núna en í fyrra á sama tíma. Þannig að þetta lítur vel út. Svo erum við að undirbúa að vera með risaskjá í Garðalundi á sunnudeginum í sam- starfi við Akraneskaupstað þar sem við sýnum Ísland - Frakkland. Við erum að reyna að búa til skemmti- lega stemningu á sunnudeginum og klára þessa helgi með stæl,“ segir Ís- ólfur að endingu. grþ Lopapeysan er fyrst og fremst gott partí Hallgrímur Ólafsson verkefnastjóri Írskra daga og Ísólfur Haraldsson hjá Vinum Hallarinnar saman á góðri stundu fyrir Írska daga í fyrra. Ljósm. eo.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.