Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Side 2

Skessuhorn - 24.08.2016, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20162 Nú fer að halla sumri og hafa margar og skemmtilegar bæjar- og héraðshá- tíðir verið haldnar á Vesturlandi í sum- ar sem tekist hafa vel til. Sumrinu er þó ekki alveg lokið því ein hátíð er eftir. Hvalfjarðardagar verða um helgina og eru þeir sérstaklega merkilegir í ár þar Hvalfjarðarsveit heldur upp á tíu ára afmæli sveitarfélagsins. Á morgun verður fremur hæg norð- austanátt og bjart með köflum. Viða síðdegisskúrir, einkum suðvestanlands. Hiti 8-17 stig. Á föstudag og laugardag verður norðaustan kaldi. Hiti 8-15 stig. Á sunnudag og mánudag má búast við hægviðri og skúrum um allt land. Hiti 7-14 stig. Á þriðjudag er útlit fyrir austanátt 8-15 m/s. Hiti 7-12 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns „Á ríkið að auka vegafram- kvæmdir með sérstakri gjaldtöku?“ Meirihluti lesenda Skessuhorns telja þá hugmynd ekki vera góða því 62% svöruðu „Nei, alls ekki“ á meðan 35% sögðu „Já, tvímælalaust.“ Aðeins 3% sögðust ekki hafa skoðun á málinu Í næstu viku er spurt: Fylgist þú með línulegri sjónvarpsdagskrá? Í síðustu viku var starfsfólk skólanna á Vesturlandi Vestlendingar vikunnar hjá Skessuhorni þar sem þeir voru í óða- önn að skipuleggja vetrarstarfið. Því er ekki úr vegi að Vestlendingar vikunnar séu námshestarnir á Vesturlandi sem nú eru sestir á skólabekk eftir sumarfrí. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Jón Rúnar hættur sem skólastjóri H V A L F J . S V E I T : Jón Rún- ar Hilmars- son hefur lát- ið af störfum sem skóla- stjóri leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg- ar og Heiðarskóla. Hann lauk störfum 18. ágúst síðastliðinn. Þetta staðfestir Skúli Þórðar- son sveitarstjóri í Hvalfjarðar- sveit. Skúli segir að ekki verði auglýst strax eftir nýjum skóla- stjóra, heldur muni staðgengl- ar sinna starfinu tímabundið. „Sviðsstjórar í Heiðarskóla og Skýjaborg munu annast skóla- stjórn fram á skólaárið og staða skólastjóra verður aug- lýst síðar,“ segir Skúli. -grþ Köstuðust úr bílnum VESTURLAND: Í dag- bók Lögreglunnar á Vestur- landi fyrir liðna viku kem- ur fram að níu umferðaró- höpp urðu í umdæminu, þar af fjögur á mánudaginn. Um- ferðarslys varð á Laxárdals- heiði í Dalabyggð síðdegis á mánudaginn. Erlendir ferða- menn á bílaleigujeppa misstu bíl sinn útaf malarveginum á heiðinni og fór bíllinn nokkr- ar veltur áður en hann stöðv- aðist á réttum kili. Fjórir voru í bílnum, ökumaður og far- þegi í framsæti voru með ör- yggisbeltin spennt og sluppu án meiðsla en tvö 10 og 12 ára börn, farþegar í aftursæti voru ekki með beltin spennt og slösuðust bæði. Annað þeirra kastaðist út úr jeppanum. Fólkið var flutt undir læknis- hendur en kranabíll sótti bíl- inn. Þá losnaði tvöfaldur hjól- barði undan dráttarbíl tengi- vagns með heitu malbiki sem var á leið vestur Snæfellsnes- veg og lenti dekkið utan í hlið átta manna fólksbíls sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbíllinn lenti útaf veginum og hafnaði úti í móa en hélst á réttum kili. Engin meiðsl urðu á fólki í því óhappi. Lögreglan tók tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna í vik- unni sem leið. Í öðrum bíln- um fannst lítilræði af ætluðu amfetamíni. Þá var einn öku- maður tekinn fyrir meinta ölv- un við akstur í vikunni. -mm Eins og Skessuhorn greindi frá í sumar var í byrjun júnímánaðar tekin fyrsta skóflustungan að nýrri reiðskemmu í Stykkishólmi. Reið- skemman verður 18x38 metrar að flatarmáli og er það Hesteigenda- félag Stykkishólms sem stendur að byggingu hennar. Til framkvæmd- arinnar söfnuðu félagsmenn nálægt sex milljónum króna auk þess sem félagið fékk styrk frá sveitarfélaginu að verðmæti tæplega 5,7 milljóna vegna gatnagerðar- og byggingar- leyfisgjalda. Þegar blaðamann bar að garði í Stykkishólmi í síðustu viku var búið að slá upp fyrir sökklum og að sögn Nadine E. Walter, formanns Hest- eigendafélags Stykkishólms, ganga framkvæmdir vel. Steypt var síð- asta föstudag og sökkulmótin tekin af á mánudaginn. „Það gengur mjög vel. Það hafa verið nokkur vinnu- kvöld hjá félögum, alltaf flott mæt- ing og ég er rosalega stolt af mínu fólki hvað það er búið að vera dug- legt að mæta,“ segir Nadine í samtali við Skessuhorn. „Reyndar er athygl- isvert að 60-70% þeirra sem hafa verið að mæta á þessi vinnukvöld eru konur,“ bætir hún við ánægð. Nadine segir ekki alveg ljóst hve- nær lokið verður við skemmuna, ekki sé alveg víst hvenær félagið geti fengið límtrésgrind hússins af- henta frá Límtré-Vírneti. „En stefn- an er að klára þetta fyrir veturinn,“ segir Nadine. Hún segir að bygg- ing skemmunnar sé mikið framfara- skref fyrir starf hesteigendafélags- ins. „Það verður algjör bylting að geta æft innanhúss á veturna, hald- ið námskeið og verið með ýmislegt annað starf. Þetta er ekki síst gott fyrir barnastarfið, því börn ríða nátt- úrulega ekki út í hvaða veðri sem er. Þannig að þetta mun breyta miklu,“ segir hún. kgk Bygging reiðskemmu í Stykkishólmi gengur vel Þegar blaðamann bar að garði síðasta fimmtudag var búið að slá upp sökklum að nýrri reiðskemmu Hesteigendafélags Stykkishólms. Daginn eftir var steypt og í byrjun vikunnar voru mótin fjarlægð. Framsóknarflokkurinn í Norðvest- urkjördæmi hélt aukakjördæmisþing síðastliðinn laugardag í félagsheim- ilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Þar lýsti Ásmundur Einar Daðason ann- ar þingmaður flokksins í kjördæm- inu því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér á lista fyrir komandi kosn- ingar. Nokkru fyrr hafði Jóhanna María Sigmundsdóttir fjórði þing- maður flokksins gefið hið sama út. Á fundinum lýsti hins vegar Gunn- ar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þing- maður Norðvesturkjördæmis því yfir að hann sæktist eftir að leiða listann áfram. Elsa Lára Arnardótt- ir þriðji þingmaður flokksins í kjör- dæminu sækist nú eftir öðru sætinu. Á þessu aukakjördæmaþingi var felld tillaga um að boða til tvö- falds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa um framboðslista. Ástæða þess var sögð sú að ef boð- að yrði til tvölfalds kjördæmisþings myndi niðurstaða um framboðslista ekki liggja fyrir nægjanlega snemma, en eins og kunnugt er verða alþing- iskosningar laugardaginn 29. októ- ber. Þess í stað ákváðu framsókn- armenn í Norðvesturkjördæmi að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöðu sína á kjördæmis- þingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3. og 4. september næst- komandi. mm Tveir af fjórum þingmönnum gefa ekki kost á sér Nú á Framsóknarflokkurinn fjóra þingmenn í NV kjördæmi. F.v. Elsa Lára, Gunnar Bragi, Ásmundur Einar og Jóhanna María. Ljósm. rsg. Tillögur Svavars Gestssonar varð- andi minningu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara voru teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þriðju- daginn 16. ágúst síðastliðinn. Lagt er til að komið verði upp upplýs- ingaskilti um Sturlu að Staðarhóli í Saurbæ og að sótt verði um fé til verksins í Framkvæmdasjóð ferða- mannastaða. Sveitarstjórn sam- þykkti með sex atkvæðum að koma að undirbúningi við uppsetningu skiltisins, funda með landeigend- um og undirbúa umsókn í fram- kvæmdasjóð að fengnu samkomu- lagi við landeigendur. Sturla Þórð- arson sagnaritari, lögmaður, lög- sögumaður og skáld fæddist árið 1214 og bjó að Staðarhóli bróður- part ævi sinnar. Þangað var hann fluttur og jarðsettur eftir að hann lést í Fagurey á Breiðafirði árið 1284. kgk Heiðra minningu Sturlu Þórðarsonar Horft inn Staðarhólsdal í Saurbæ í Dölum. Í forgrunni má sjá minnismerki um Sturlu Þórðarson, Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal, sem allir bjuggu í Saurbæ, mislengi þó. Ljósm. Christian Bickel/Wikimedia Commons.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.