Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Page 10

Skessuhorn - 24.08.2016, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201610 Bæjarráð Akraness ákvað á fundi í síðustu viku að Akranesviti skuli verða opinn allt árið, en um til- raunaverkefni verður að ræða. Vit- inn mun verða opinn á veturna frá þriðjudegi til laugardags en á sumr- in alla daga vikunnar. Hilmar Sig- valdason mun sem fyrr sjá um vit- ann. Á vef Akraneskaupstaðar seg- ir að töluverð aukning hafi orðið í komu ferðamanna í Akranesvita undanfarið ár. Í lok júlí síðastliðins höfðu 7.800 manns lagt þangað leið sína en til samanburðar komu 9.600 allt árið í fyrra. Þrjú ferðaþjónustu- fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að verða með fastar ferðir í Akranesvita vet- urinn 2016-2017. Talsverð uppbygging og umhverf- isbætur hafa átt sér stað á Breið- inni og er þeirri uppbyggingu ekki að fullu lokið. „Töluverðar fram- kvæmdir hafa staðið yfir á Breiðinni á undanförnum árum í samræmi við nýtt deiliskipulag og hönnun fyrir- tækisins Landslags ehf. og er þeim ekki að fullu lokið. Sett verður upp salernishús í vetur og fleiri verkefni eru í farvatninu. Tillaga bæjarráðs gengur einnig út á að sameina upp- lýsingamiðlun sem hefur verið starf- rækt í Landsbankahúsinu og í Akra- nesvita þannig að upplýsingagjöf til ferðamanna verði á einum stað, í vit- anum. Hins vegar verði settir upp standar með bæklingum á nokkr- um stöðum í bænum auk þess sem svokallaðir „heitir reitir“ verða sett- ir upp sem gerir fólki kleift að kom- ast á netið endurgjaldslaust og sækja rafrænar upplýsingar um Akranes og þjónustuna sem er í boði,“ segir í frétt Akraneskaupstaðar. bþb Síðastliðinn föstudag var verslunin Bresabúð opnuð á Akranesi. Bresa- búð er verslun sem er hugsuð fyr- ir alla sem eru að byggja eða end- urnýja hjá sér húsnæði en lögð er áhersla á að vera með vörur sem iðnaðarmenn nota. Þar verður selt raflagnaefni, pípulagnaefni, hrein- lætistæki, málning og málningar- vörur en aðalbirgjar verslunarinnar eru þrír; Reykjafell, Tengi og Slipp- félagið. Karvel Karvelsson, annar eig- andi verslunarinnar, er bjartsýnn á komandi tíma í Bresabúð og þakk- látur fyrstu viðbrögðum. „Við höf- um verið að vinna hörðum höndum að koma búðinni upp síðustu vik- ur. Það er allt klárt en við eigum þó eftir að fínpússa nokkra hluti. Við erum mjög bjartsýnir á komandi tíma. Nú reynir á okkur að veita góða þjónustu og gefa fólki ástæðu til þess að versla frekar við okkur en aðra. Við ætlum að leggja mik- ið upp úr þjónustunni,“ sagði Kar- vel þegar blaðamaður leit við í nýju versluninni. bþb Bjartsýni í Bresabúð Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar þriðjudaginn 16. ágúst síðast- liðinn voru til umræðu viðmið- unarlaun sveitarstjórnarmanna. Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 er kveðið á um að sambandið skuli gera úttekt á kjörum og starfsum- hverfi kjörinna fulltrúa og ástæð- um mikillar endurnýjunar í þeirra röðum. Á grundvelli þeirra upp- lýsinga verði síðan gerðar tillögur að úrbótum og leiðbeinandi við- miðum. Viðmiðunartafla um laun kjörinna fulltrúa liggur nú fyrir. Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggða kemur fram að núverandi laun al- mennra fulltrúa í sveitarstjórn er 13-72% lægri en viðmiðunartaflan segir til um. Sveitarstjórn lagði því til að byggðarráð tæki málið til um- fjöllunar samhliða gerð fjárhags- áætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021. kgk Laun sveitarstjórnarmanna undir viðmiðum SÍS Í vor var boðið út verk við gatna- og lagnaframkvæmdir í Melahverfinu í Hvalfjarðarsveit og var það Þróttur ehf. á Akranesi sem fékk verkið eftir að hafa gert tilboð upp á 47 milljón- ir, sem var tæplega 70% af kostnað- aráætlun. Verkið felur í sér að leggja götuna Háamel og hluta Brekkumels, lagningu fráveitu-, vatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagna og jarðvinnu fyr- ir raflagnir. Auk þess að gera frárein við afleggjara frá þjóðvegi eitt inn í Melahverfið. Mælingar voru gerðar á miðvikudaginn í liðinni viku og fram- kvæmdir hófust á fimmtudaginn. „Við sjáum um allt verkið, gatna- gerð og lagnir. Þetta fer bara allt á fullt núna. Uppgröfturinn verður notaður til landmótunar á svæðinu og til að snyrta,“ segir Helgi Þorsteinsson for- stjóri hjá Þrótti ehf. „Áætluð verklok eru í byrjun október og væntanlega verðum við um fjórir eða fimm starfs- menn þegar allt kemst á fullt,“ bætir hann við. Að sögn Helga eru þónokk- ur misstór verk í gangi þessa dagana hjá Þrótti ehf. „Við erum t.d. að vinna að verki hjá Mið-Fossum í Borgarfirði og í Kjósaskarðsvegi en það eru 7 km og verk upp á rúmlega 200 milljónir. Einnig erum við að byrja á verki fyrir Orkuveituna á Hellisheiðinni. Það er því nóg að gera, sem er bara jákvætt,“ segir Helgi. arg Gatnaframkvæmdir hafnar í Melahverfi Mokað fyrir nýrri götu í Melahverfinu í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. ki. Akranesviti verður upplýsinga- miðstöð og opinn allt árið Hilmar Sigvaldason vitavörður segir hér hollenskum ferðamanni frá mannlífinu á Akranesi. Á þessu ári stefnir í að á annan tug þúsunda ferðamanna komi í Akranesvita. Fyrirtækið Welcome Apartments hefur fest kaup á fasteigninni að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, þar sem nú er rekinn veitingastaðurinn Hraunið. Þetta staðfestir Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Welcome Apartments, í samtali við Skessuhorn. „Þetta er fasteign sem hafði verið lengi á sölu og við sáum þarna tækifæri til að fjárfesta. Við keyptum húsnæðið en erum búnir að bjóða núverandi rekstr- araðila húsnæðið áfram til leigu,“ segir Stefán. Hann segir því engar breytingar á döfinni á rekstrarfyr- irkomulagi staðarins og mun Jón Kristinn Ásmundsson áfram reka Hraunið. Fasteignin að Grundar- braut er ekki fyrsta eign Welcome Apartments á svæðinu heldur á fyr- irtækið einnig Hótel Hellissand, Hótel Ólafsvík og verslunina Virk- ið í Rifi, þar sem nú er rekið gisti- hús. Stefán segir hótelreksturinn hafa gengið vel það sem af er árinu. „Þetta hefur gengið ofboðslega vel, það hefur allt verið fullt hjá okk- ur og ég býst við að næsta sumar verði ekki síðra. Við ætlum að hafa opið í vetur enda er ekki hægt að lengja ferðamannatímabilið ef allt er lokað.“ Hann bætir því við að í Ólafsvík verði reyndar einungis opið að hluta til. „Við verðum að- eins með opið í húsinu sem geng- ur undir nafninu Mafían, því við erum að fara í endurbætur á hótel- inu. Það verða þó engar breyting- ar á húsnæðinu, heldur ætlum við að sinna viðhaldi, mála allt að innan og klæða húsið að utan.“ grþ Welcome Apartments kaupir Hraunið í Ólafsvík Veitingastaðurinn Hraunið í Ólafsvík. Ljósm. úr safni. Á fyrri helmingi þessa árs skil- aði rekstur Orkuveitu Reykjavík- ur fimm milljarða króna hagnaði. Á sama tímabili á síðasta ári var 2,3 milljarða króna hagnaður. „Við- varandi sparnaður í rekstri og hag- stæð gengisþróun eiga þátt í bættri afkomu. Launakostnaður hefur hækkað í samræmi við nýlega kjara- samninga,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Nettó vaxtaberandi skuldir OR lækkuðu um 9 millj- arða króna á fyrri hluta ársins og hefur árshlutareikningur samstæðu OR verið samþykktur í stjórn. Um næstu áramót sjá Veitur, dótturfyr- irtæki OR sem sér um veiturekst- ur samstæðunnar, fram á að lækka gjaldskrár fyrir rafmagnsdreifingu og kalt vatn. „Miklar fjárfestingar í fráveitum og hitaveitum munu ekki leyfa lækkun á þeim gjaldskrám. Veitur sjá um rafmagnsdreifingu frá miðjum Garðabæ í suðri til Akra- ness í norðri og þjóna um helmingi landsmanna. Vatnsveitur Veitna eru í fimm sveitarfélögum og þjóna um 40% landsmanna,“ segir í tilkynn- ingunni. mm Veitur hyggjast lækka verð á neysluvatni og rafmagni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.