Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 20. árg. 24. maí 2017 - kr. 750 í lausasölu
Við viljum hafa
pláss fyrir allt
Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun
bilið í bílakaupunum.
Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is
Loratadin
LYFIS
- fæst án lyfseðils
www.skessuhorn.is
Minnum á fríar
smáauglýsingar á
vef Skessuhorns
Um klukkan 7:30 á sunnudags-
morgun barst björgunarsveitinni
Lífsbjörgu í Snæfellsbæ útkall þar
sem beðið var um að sækja togbát-
inn Dag SK-17 sem gerður er út
á rækju á Breiðarfirði af Dögun á
Sauðárkróki. Dagur er 363 brúttó-
tonna skip og var skipið staðsett níu
sjómílur norðvestur af Rifi þegar
það varð vélarvana. Veður var með
besta móti þegar Björgin lagði af
stað frá Rifshöfn með fjóra í áhöfn.
Mjög greiðlega gekk að koma taug í
bátinn og var að því loknu haldið til
hafnar í Grundarfirði. Gekk ferðin
vel og varð sjór sléttari eftir því sem
austar dró. Komið var með Dag til
hafnar í Grundarfirði um klukkan
14:30.
þa
Sóttu vélarvana
rækjubát
Símsvörun í
sumarfríinu
Við leysum starfsfólkið
á símanum af á ódýran
og skilvirkan hátt.
Hafðu samband
í síma 412-3200
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnun-
ar í veiðimálum voru á mánudaginn
staddir við Andakílsá í Borgarfirði til
að meta hversu mikil áhrif það mun
hafa að þúsundum rúmmetra af set-
lagaleir, sem hleypt var í ána úr inn-
takslóni Andakílsárvirkjunar, muni
hafa á lífríkið í ánni. Niðurstöðu
þeirra rannsókna er að vænta á næstu
dögum og ráðlegginga um skynsam-
leg viðbrögð. Í Skessuhorni á bls. 12 í
dag er greint frá því að líkur eru tald-
ar á að lífríki árinnar hafi skaðast við
hinn mikla aurburð sem veitt var í
ána. Slíkt er að sögn upplýsingafull-
trúa Orku náttúrunnar, sem á og rek-
ur Andakílsárvirkjun, gert reglulega
en í þetta skipti var lónið tæmt alveg
þar sem meta þurfti ástand stíflunn-
ar við lónið, sem reist var fyrir sjötíu
árum. „Ekki er vitað til þess að lónið
hafi verið tæmt áður en ráðgert var
að moka seti af botni þess. Talsvert
af setinu barst hinsvegar niður ár-
farveginn. Mokstri úr lóninu hefur
verið frestað,“ segir í tilkynningu frá
Orku náttúrunnar.
Sjá nánar bls. 12. mm
Rannsaka áhrif
aurflóðs í Andakílsá
Í síðustu viku var haldinn fjölmenn-
ur íbúafundur í Borgarnesi þar sem
skrifað var undir að Borgarbyggð
verður þrettánda sveitarfélagið hér á
landi til að gerast Heilsueflandi sam-
félag. Meðal frummælenda þar var
Magnús Scheving frumkvöðull að
átaki á heimsvísu sem nefnist Lati-
bær. Hvatti hann íbúa sinnar gömlu
heimabyggðar til að leggja línur sem
allir geta farið eftir við uppbyggingu
heilsueflandi samfélags. Fór hann yfir
hvernig boðskapurinn í Latabæ hafi
fengið börn til að borða hollt. Krakk-
ar hafi ekki borðað ávexti, en þeg-
ar farið var að kalla ávexti íþrótta-
nammi, horfði málið öðruvísi við.
„Það er nauðsynlegt að allir setji sér
markmið um heilsu, bæði einstakling-
ar og samfélagið allt. Stillum notkun
farsíma í hóf og hreyfum okkur, allir
þurfa útrás því annars verða þeir eins
og risaeðlur. Drögum svo úr stressi.
Það er eitt stærsta heilsufarsvanda-
mál í heiminum í dag. Ef allir setja
sér markmið um bætta heilsu, aukna
hreyfingu, bætt mataræði og minna
stress, verður leikur einn að byggja
upp Borgarbyggð sem heilsueflandi
samfélag. Umhverfið allt verður hins
vegar að taka þátt og við verðum að
hvetja til þátttöku á heimilum, í skól-
um, fyrirtækjum, íþróttafélögum
og bara allsstaðar. Byrjum til dæm-
is á að taka til í kringum okkur, gera
umhverfið hreint og snyrtilegt. Um-
hverfið lýsir best líðan okkar,“ sagði
Magnús Scheving meðal annars.
Nánar má lesa um heilsueflingu á
bls. 14. mm
Lýsti lyklinum að
heilsueflandi samfélagi
Átrúnaðargoð Magnúsar Scheving
í æsku var Flemming Jessen íþrótta-
kennari og síðar skólastjóri. Þeir
félagar hittust á fimmtudaginn og urðu
fagnaðarfundir með þeim.