Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201718 Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA Laus störf næsta skólaár 2017-2018 Deildarstjóri sérkennslu á unglingastigi í 50% stjórnun og 50% kennslu Kennarar óskast á unglingstig, miðstig og yngsta stig Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeindendur Aðstoðarmatráður í mötuneytiseldhús Skrifstofustjóri Umsóknarfrestur um öll störfin er til 4. júní 2017. SK ES SU H O R N 2 01 7 „Ég er búinn að ganga með þenn- an draum í maganum í mörg ár og í vetur ákvað ég að nú væri kom- inn tími til að láta verða af þessu,“ segir Bjarni Rúnar Jónsson í samtali við Skessuhorn. Hann hyggst opna Bílaverkstæði Badda á Akranesi í byrjun júní. Á Bílaverkstæði Badda mun hann sinna viðgerðum á bílum, vörubílum, vinnuvélum og landbún- aðartækjum hvers konar. Auk þess tekur hann að sér viðgerðir á ferða- tækjum, svo sem húsbílum, hjólhýs- um og fellihýsum. Að rekstri verkstæðisins stendur Baddi sjálfur ásamt fjölskyldunni. „Ég og mín fjölskylda stöndum að þessu fyrirtæki. Ég mun sinna við- gerðum og daglegum rekstri. Sigrún Mjöll Stefánsdóttir konan mín ætlar að sjá um bókhaldið og sonur minn Stefán Ýmir verður í afgreiðslunni í sumar,“ segir hann. Víðtæk reynsla af viðgerðum Baddi er bifvélavirki og vélsmiður að mennt og lýkur meistaranámi núna í vor. Áður hafði hann lokið grunn- deild rafiðna. Baddi hefur lengi starfað við viðgerðir. „Ég var síðast á farartækjaverkstæðinu hjá Norð- uráli en þar á undan var ég hjá báta- smiðjunni Rafnar í Kópavogi. Áður starfaði ég bæði á Bílaverkstæði Hjalta og á verkstæðinu hjá ÞÞÞ,“ segir hann. „Á þessum stöðum öðl- aðist ég góða reynslu af alls konar viðgerðum og horfi til þess að nýta þá reynslu í mínum rekstri,“ bæt- ir hann við. Þá er ótalinn búskapur- inn, en þegar Baddi og blaðamaður ræddu saman var sauðburði nýlok- ið. „Ég er frístundabóndi, bý með hvorki fleiri né færri en 30 kindur. Sauðburði lauk í fyrradag og ég fékk vel af lömbum,“ segir Baddi ánægð- ur. „En ég þekki vel til landbúnað- arins og hef reynslu af viðgerðum hvers kyns landbúnaðartækja, hvort sem það eru traktorar eða sláttuvél- ar,“ segir hann. Nóg að gera á næstunni Bílaverkstæði Badda verður til húsa að Dalbraut 2C á Akranesi. Baddi fékk húsið afhent um mánaðamót- in og hefur staðið í ströngu síðan. „Ég fékk lyklana 1. maí og hef verið að taka húsnæðið í gegn, skipta um raflagnir, smíða móttöku og kaffi- stofu og fleira slíkt,“ segir hann. „Ég er búinn að verða mér úti um hluta af tækjunum en er lítið byrj- aður að vinna í salnum. Ég hef ekki getað verið eins mikið við og ég ætl- aði mér. Ég var búinn að lofa nokkr- um viðgerðum sem þurfti að klára. En þeim er lokið og ég get því tekið góðan skurk næstu daga. Það verð- ur nóg að gera en ég reikna með að geta opnað nálægt mánaðamótum,“ segir Baddi. Bíður opnunar með eftirvæntingu Aðspurður kveðst hann ætla að verða einn við viðgerðir fyrst eft- ir opnun verkstæðisins. „Ég vil sjá hvernig reksturinn fer af stað og reyni að fara ekki of geyst í upphafi. Ég þarf aðeins að átta mig á þörf- inni og verð því einn hér í viðgerð- um fyrst um sinn. Ef það verður síðan nóg að gera þá ræð ég menn í vinnu,“ segir Baddi. „En ég vona auðvitað að ég komi til með að hafa nóg að gera og reikna alveg með að svo verði. Bílar og tæki bila alltaf og þá þarf að gera við,“ seg- ir hann. Hjá hinum verkstæðunum sem eru í rekstri eru langir biðlist- ar svo ég reikna ekki með öðru en að fá næg verkefni.“ Hann kveðst nú þegar vera farinn að fá fyrirspurnir. „Þessi áform mín hafa aðeins verið að spyrjast út og fólk er forvitið, ég hef aðeins verið spurður út í þetta á förnum vegi síðustu daga. Allir sem hafa komið að máli við mig hafa líst ánægju sinni með að ég sé að standa í þessu og hvetja mig til dáða. Það þykir mér mjög ánægjulegt og fyll- ir mig eftirvæntingu fyrir opnuninni um mánaðarmótin,“ segir Baddi að endingu. Áhugasamir geta haft samband við Bílaverkstæði Badda í síma 431-3440/ 898-3440 eða á bila- baddi@simnet.is. Verkstæðið opnar sem fyrr segir í byrjun júní. kgk Bílaverkstæði Badda verður opnað á Akranesi Bjarni Rúnar Jónsson í Bifreiðaverkstæði Badda.Baddi mun meðal annars taka að sér viðgerðir á hvers kyns ferðatækjum. Hér stendur hann við húsbílinn sinn, sem hann smíðaði einmitt sjálfur á aðeins fjórtán mánuðum. Húsbíllinn í smíðum. Það er komið vor þegar að pylsu- lyktin fer að ilma á horni Grund- argötu og Hrannarstígs í Grund- arfirði. Þá er Meistarinn kominn á stjá og búinn að opna. Þannig var einmitt staðan í blíðviðrinu síðasta laugardag þegar Baldur Orri Rafns- son mætti með vagninn í stæðið sitt og hóf að selja pylsur og báta til vegfarenda. Viðskiptavinirnir á myndinni virtust að minnsta kosti vera sáttir við gang mála þó að starfsfólkið hafi tekið sér örlítið hlé til að stilla sér upp fyrir fréttaritara Skessuhornsins. tfk Vorboðinn ljúfi þegar Meistarinn mætir Hérna eru þau Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir og Baldur Orri Rafnsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.