Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201712 Útlit er fyrir að stórtjón hafi orðið á lífríki Andakílsár í Borgarfirði í síð- ustu viku þegar hleypt var þúsund- um rúmmetra af aur og uppsöfnuð- um setlögum úr uppistöðulóni ofan virkjunarinnar og niður í ána. Ekki er kunnugt um að hleypt hafi verið úr lóninu áður í 70 ára sögu Anda- kílsvirkjunar. Leirinn og setlög- in sem safnast hefur fyrir í lóninu á upptök sín á vatnasvæði Skorra- dalsvatns, meðal annars framburð- ur úr Skarðsheiði. Orka náttúrunn- ar er eigandi og rekstraraðili Anda- kílsvirkjunar. Fyrirtækið hafði í vet- ur sótt um framkvæmdaleyfi til að hefja mokstur úr botni lónsins, en ekki fengið því úthlutað m.a. þar sem veiðiréttareigendur við ána töldu það varhugavert að moka upp úr lóninu svo skömmu fyrir upp- haf veiðitímabils. Því var einhverra hluta vegna ákveðið í byrjun síðustu viku að hleypa öllu vatni úr lóninu en með þessum ófyrirsjáanlegu af- leiðingum. Við þetta mikla aurflóð er talið að seiði í ánni hafi drepist og flestir af bestu veiðistöðum árinnar eru einfaldlega ekki til lengur. Þeir eru fullir af leir. Í stað þess að áður sást ekki til botns á þekktum veiði- stöðum er nú hægt að ganga þurrum fótum yfir þá endilanga á leirhryggj- um. Þetta umhverfisslys af manna- völdum gæti þýtt að seiðabúskapur árinnar sé hruninn og taki mörg ár að koma honum á rétt ról að nýju. Í versta falli gæti glatast náttúrulegur laxastofn árinnar. Talið er að Orka náttúrunnar kunni að hafa skapað sér skaðabótaskyldu vegna þessa. Sérfræðingar kallaðir til „Staðan var sú að lítið inntakslón ofan virkjunarinnar var að fyllast af leir. Við höfum hleypt úr því reglu- bundið en nú þurfti að tæma það. Meira set barst því niður í farveg- inn en alla jafna. Við erum að meta stöðuna með veiðimálasérfræð- ingum og leita leiða til að flýta því að þetta skolist fram,“ sagði Eirík- ur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orku náttúrunnar í fjölmiðlum um helgina, eftir að málið komst í há- mæli. Hann segir fyrirtækið hafi kallað til sérfræðinga Hafrann- sóknarstofnunar til að meta ástand- ið í ánni og mögulegt tjón. Nið- urstaðna úr þeim skoðunum er að vænta í þessari viku. Stofn árinnar í raunverulegri hættu Ragnhildur Helga Jónsdóttir, um- hverfisfræðingur og bóndi í Ausu, er í stjórn veiðifélags Andakílsár. Hún segir að Orka náttúrunnar hafi ætl- að að fara í framkvæmdir við stíflu- garð lónsins í vetur og hugðist láta moka upp úr lóninu. Það verk hafi hins vegar dregist og að lokum ver- ið ákveðið að tæma lónið til að meta ástandið. Menn hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum. Þegar vatnið hafi farið að grafa sig niður í botn uppistöðulónsins hafi áin borið með sér þúsundir rúm- metra af seti og aur sem brotnuðu úr bökkunum. Á augabragði hafi áin orðið dökkmórauð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá því á fimmtudaginn af fossinum og út- hlaupi neðan við stíflu uppistöðu- lónsins. Niðurhleyping vatnsins hafi að líkindum staðið frá mánu- degi og a.m.k. fram á fimmtudags- kvöld í liðinni viku. Ragnhildur Helga segir að veru- leg hætta sé á að náttúruleg seiði í uppeldi hafi drepist og þá eru næstu fjögur ár ónýt í uppeldi laxfiska í ánni. „Hins vegar ef við náum ekki erfðaefni sem kemur úr sjó í sum- ar er raunverulega hætta á að hinn gamli stofn árinnar sé einfaldlega hruninn. Það tjón væri óbætanlegt. Við erum ekki með seiði í uppeldi nú. Eina erfðaefnið sem eftir er úr stofninum er sá fiskur sem kemur úr hafi í sumar, ef hann kemur,“ segir Ragnhildur Helga. Hún bæti við að þegar skýrsla fiskifræðinga liggi fyrir muni veiðifélagið fá lög- fræðing til að gæta hagsmuna veiði- réttarhafa gagnvart Orku náttúr- unnar. Bíða átekta líkt og aðrir Einungis mánuður er í að laxveiði- tímabilið hefjist í Andakílsá. Það er Stangveiðifélag Reykjavíkur sem hefur ána á leigu og samkvæmt upplýsingum Ragnhildar Helgu var búið að selja öll veiðileyfi sumars- ins. Forsvarsmenn SVFR, líkt og Orka náttúrunnar og landeigendur, bíða nú niðurstöðu rannsókna fiski- fræðinga á umfangi tjónsins áður en næstu skref verða ákveðin. mm Líkur taldar á að meiriháttar tjón hafi verið unnið á lífríki Andakílsár Hér má sjá hvernig áin gróf sig niður í botn lónsins og leirinn var að falla úr bakk- anum. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir. Áin náði að grafa sig niður á botn uppistöðulónsins og ruddi með sér þúsundum rúmmetra af aur. Myndin er tekin síðastliðið fimmtudagskvöld. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir. Dökkbrúnn fossinn þegar mikill aur rann úr uppistöðulóninu. Aurinn safnaðist svo fyrir í veiðistöðum neðar í ánni og annað fór út í Borgarfjörð. Ljósm. Guðrún Bjarnadóttir. Þykkt lag af límkenndum leir er hvarvetna í botni árinnar. Við árbakkann sést að vatn hefur hækkað um rúmlega hálfan metra þegar leirnum var hleypt niður. Affallið neðan stíflu meðan enn var hleypt úr lóninu. Myndin var tekin sl. fimmtudag. Ljósm. Guðrún Guðmundsdóttir. Veiðimaður sem þekkir vel til árinnar skoðaði hana frá virkjun og niður um helgina. „Allt var fullt af aur og hægt að ganga í miðri ánni alla leið. Þessi mynd er tekin af veiðistað fjögur. Hann er besti veiðistaður í ánni og var svo djúpur að ekki var hægt að sjá til botns. Nú er hægt að ganga eftir honum til enda.“ Ljósm. vr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.