Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 21 Landsþing Slysavarnafélagins Landsbjargar fór fram á Akureyri um helgina. Alls voru um sex hundr- uð félagar Landsbjargar staddir á Akureyri um helgina en auk hefð- bundinna þingstarfa fóru fram björgunarleikar félagsins þar sem att er kappi í gamni og alvöru í ýmsum björgunarstörfum. Má nefna fjalla- björgun, skyndihjálp og að bakka gamalli dráttarvél með kerru. Á þinginu var kosin ný stjórn félagsins. Sjálfkjörinn formaður var Smári Sigurðsson sem gegnt hefur formennskunni síðastliðin tvö ár. Með honum í stjórn voru kjörin: Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði, Hall- grímur Óli Guðmundsson, Auður Yngvadóttir, Guðjón Guðmunds- son, Otti Rafn Sigmarsson, Val- ur S. Valgeirsson, Svanfríður Anna Lárusdóttir og Gísli V. Sigurðsson. Stjórn félagsins er kjörin til tveggja ára af fulltrúum björgunarsveita og slysavarnadeilda af öll landinu. mm Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 77 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Vangaveltur.“ Vinningshafi er Benóný K Hall- dórsson, Daggarvöllum 5, 221 Hafnarfirði. Máls- háttur Sér- hljóðar Sk.st. Á fiski Fágar Nánd Sverta Eyðsla Ásýnd Hellir Fræg Daman Kisa Heiður 5 Eins Á fæti Taut Keyrði Mar Heiður Dögg Fylli- tæki Maður Ögn Upp- heimur Tímatal Temur Halur Gæði Gleðst Hljóta Leðja Veisla Planta Nemur Mær 10 Næði Hár Snuður Leifar 9 Gelt Glaum- gosinn 7 Áflog Spurn Skel Rugg Nam Viðmót Lið Alltaf Ofna 3 1 Tölur 6 Skýr Bardagi Átt Karp Sérhlj. Mauk Órói Korn Óska Bor Utan Eld- stæði Spann Sögnin Sk.st. Ekkert Veinar Rómur Bokkan Óvild Fákur Stillir Iðka Kerald Hönd Flýtir Form Fugl Röst Lestir 8 Sífellt Ætla Tónn Flan Tölur 150 Veisla Tíndi Tölur Hylur Dægur Egg Tvíhlj. Ekki Duft Gamall Glöð Yrkja Egg 4 Málm- ur 2 Klípa Hellti Leit Hlotn- ast Men Bók Rölt 5 Þrot Þeysir Samtök 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S B S P É K O P P U R Ó F Æ R A P Á R E K L A R F R Æ A S Y L U R L A T A R A Æ U I T R O G Ö G U R Á M Æ L I F L A G G N A T N I A Ð S P A U G Á D R E P A S N Á I G T U R N Ú L P A L Ó A F O R V I Ð A Á Ð I E T M A R R K N I P P I Ð R A U N A Ð A G A L L A R A S R A U P L I D E F I I L M U R Á L K A V K U Ð L A U R P U T T A K R E L U R A F A R R S I Ð A I E S E L L U T I L A U K I K A U S T Æ Ð I V M A Ð U R U G L A R I T E I T A T A S A R P U R A V A N G A V E L T U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Hestamannafélögin Skuggi og Faxi standa fyrir Líflandsgæðingamóti næstkomandi laugardag á vallar- svæði Skugga í Borgarnesi. Mót- ið verður jafnframt úrtökumót fyr- ir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Á laugardaginn verður boðið uppá A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk. Skráningargjald í A- flokk, B-flokk og ungmennaflokk er 3000 krónur og í unglingaflokk og barnaflokk 1500 krónur. „Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hesta- mannafélögunum Faxa og Skugga í barna-, unglinga- og ungmenna- flokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B- flokki þarf eigandi hestsins (kepp- andans) að vera í Faxa eða Skugga. Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 9:00 á laugardagsmorgun- inn. Nánari dagskrá kemur síðar um leið og ráslistar verða birtir. Opið er fyrir skráningar frá og með 18. maí og lokað verður fyrir skráningar að miðnætti miðvikudaginn 24. maí. Skráningin fer fram inná Sport- feng og heitir mótið Líflandsgæð- ingamót og úrtaka fyrir fjórðungs- mót og velja þarf hestamannafélagið Skugga sem mótshaldara. Ef að ein- hver vandamál skapast vegna skrán- ingar inná Sportfeng er hægt að senda tölvupóst á netfangið mota- nefndsf@gmail.com og þar þarf að koma fram nafn og kennitala knapa, nafn og IS númer hests uppá hvaða hönd er riðið,“ segir í tilkynningu frá mótsnefnd. mm Gæðingamót Skugga og Faxa og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Ljósm. úr safni þar sem Jakob S. Sigurðsson sýnir Loga frá Oddsstöðum. Landsbjörg kaus sér nýja stjórn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti óvænt þingið og ávarpaði gesti. Ræddi hann um mikilvægi sjálf- boðaliða Slysavarnafélagsins Lands- bjargar í störfum sínum og kraftinn þegar til þeirra væri leitað. Ný stjórn Landsbjargar. Á björgunarleikunum var meðal annars keppt í að bakka gamalli Ferguson dráttarvél með kerru. Veðrið var með besta móti norðan heiða þegar landsþingið fór fram.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.