Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Síða 5

Skessuhorn - 24.05.2017, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 5 Sunnudaginn 28. maí verður af- hjúpaður á Syðra-Skógarnesi á sunnanverðu Snæfellsnesi minn- isvarði um pólska flutningaskipið SS Wigry. Afhjúpun minnisvarð- ans verður laust eftir hádegi, eða klukkan 12:30. Hinn 15. janúar árið 1942 sökk pólska fraktskipið SS Wigry ásamt fjölþjóðlegri áhöfn sinni á Faxa- flóa, skammt frá Hjörsey, í aftaka- veðri sem stundum hefur verið kallað „óveður aldarinnar“. Skip- ið var eitt margra í skipalest á leið frá Reykjavík til New York í Bandaríkjunum. Aðeins tveir af 27 manna áhöfn komust lífs af; ís- lenski skipverjinn Bragi Kristjáns- son, sem þá var aðeins 18 ára gam- all, og pólski stýrimaðurinn Lud- wik Smolski. Meirihluti skipverja komst við illan leik í björgunar- bát en honum hvolfdi og náðu að- eins nokkrir skipverjar að komast á kjöl hans. Þegar komið var undir morgun freistuðu þeir fjórir skip- verjar sem eftir lifðu þess að kom- ast til lands á sundi. Aðeins Bragi og Smolski náðu landi, hinir tveir drukknuðu í flæðarmálinu. Þegar í land var komið skreið Bragi að- framkominn 1,2 kílómetra leið að bænum Syðra-Skógarnesi í Mikla- holtshreppi. Greindi hann Krist- jáni Kristjánssyni bónda frá at- burðunum. Kristján fór tafarlaust niður í fjöru og bjargaði þar með lífi Smolski, sem þá lá meðvitund- arlaus í fjöruborðinu. Kransar og rósum fleytt Minnisvarðinn hefur verið reistur á Syðra-Skógarnesi um atburðinn og áletrun greypt á plötu verið komið fyrir á honum. Áletrunin er eftir- farandi: „Til minningar um pólskt skip, SS Wigry, sem sökk út af Hjörsey 15. janúar 1942 og áhöfn þess. 25 menn fórust og 2 björg- uðust og bar þá flesta að landi hér fyrir framan. Með þökk til Krist- jáns Kristjánssonar bónda á Syðra Skógarnesi. Samtök Pólverja á Ís- landi reistu þennan minnisvarða í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá harmleiknum. 16.01.2017.” Afjúpun minnisvarðans verð- ur kl. 12:30 sunnudaginn 28. maí. Kransar verða lagðir að minnis- varðanum og 25 rósum fleytt á haf út til minningar um skipverj- ana sem týndu lífi sínu. Sendiherra Póllands á Íslandi verður viðstadd- ur athöfnina ásamt eiginkonu sinni og öðrum gestum. „Hallgrímur N. Sigurðsson var svo góður að að- stoða okkur með steininn og erum við þakklát fyrir hans stuðning,“ segir í tilkynningu frá samtökum Pólverja á Íslandi. Laugardaginn 10. júní næstkom- andi verður síðan sýningin „Minn- ing þeirra lifir“ opnuð í Sjóminja- safninu í Reykjavík og verður hún uppi út júnímánuð. Þar verður hægt að sjá líkan af SS Wigry. kgk Childs Farm Húð & baðvörur fyrir börn H E N T A R F Y R I R V I Ð K V Æ M A & E X E M G J A R N A H Ú Ð VI ÐU RKE NNT AF BARNALÆKNUM V I Ð U R K E N N T A F H Ú Ð L Æ K N U M C h il d s Fa rm e r sk rá ð v ö ru m er k i © C h il d s Fa rm 2 0 1 6 Sól & Sund Childs Farm uppfyllir allar þínar þarfir hvað varðar húð- umhirðu barnsins þíns í sundi eða á ströndinni, með verðlaunavörunni 3-in-1 swim og NÝJU sólarlínunni. Sólarkremið okkar er með SPF 50+ vörn og er vatnshelt, þannig að það verndar unga og viðkvæma húð algerlega í sólskininu. Eftir skemmtilegan dag, þá notar þú 3-in-1 swim; sjampó, næringu og líkamssápu sem ilmar af jarðaberjum og lífrænni myntu, til þess að þvo burt restar af öllum klór og sólarkremi. Að lokum berðu after sun húðmjólkina á allan kroppinn, til þess að gefa raka, kæla og róa allar húðtýpur. Eins og allar okkar vörur, eru 3-in-1 swim og sólarlínan klínískt prófaðar og samþykktar til notkunnar á unga húð* – jafnvel þó hún sé viðkvæm eða hættir til að fá exem. Happy sk in promis e™ Fyrir eins takar húð & hárþarf ir barna prófanir Hentar ný burum & uppúr Milt & öru ggt fyrir h úðina Yfir 98% n áttúruleg i nnihaldsef ni Inniheldu r lífrænar kjarnaolí ur* Laust við paraben, S LES, stein efna- olíur & ge rvi litaref ni Klínískar rannsókn ir & neyte nda- Prófað & s amþykkt af börnun um mínum, ti l þú getir notað á þí n! Bestu k veðjur Jo anna Joanna Je nsen, mam ma og sto fnandi *Þar sem á við Fyrir viðkv æma og ex emgjarna h úð Fæst í Fríhöfninni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Heimkaup.is, völdum Krónuverslunum og öllum helstu apótekum. Minnisvarði um SS Wigry afhjúpaður á sunnudag - 75 ár síðan skipið fórst á Faxaflóa Pólska fraktskipið SS Wigry fórst á Faxaflóa í óveðri aldarinnar 15. janúar 1942.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.