Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 17 VÉLAMAÐUR HÓLMAVÍK Tímabundið starf vélamanns hjá þjónustustöðinni á Hólmavík er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða og ráðningu fram á sumar 2018. Starfssvið Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði • Vegagerðarinnar á Hólmavík Ýmis vinna í starfsstöð á Hólmavík• Menntunar- og hæfniskröfur Almennt grunnnám• Almenn ökuréttindi• Meirapróf bifreiðastjóra er æskilegt• Vinnuvélaréttindi• Reynsla af vegheflun er æskileg• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Góðir samstarfshæfileikar• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2017. Umsóknir berist Vegagerðinni, netfang: starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón H. Elíasson rekstrarstjóri í síma 522-1681 eða 892-1403. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SK ES SU H O R N 2 01 7 Stórsveit Snæfellsness blés til salsa- tónleika í Tónlistarskóla Stykk- ishólms síðastliðinn sunnudag. Á dagskrá voru lög af ýmsum meiði. Allt frá framandi og frískandi tón- list en einnig gömul og kunnugleg lög. Leikin voru lög af fjölmörgum tónlistarstefnum, þar á meðal bæði salsa og jazz. Stjórnandi Stórsveitar Snæfell- sness er Andreas Fossum en sér- stakir gestir á tónleikunum voru þeir Símon Karl Sigurðsson, Sölvi Rögnvaldsson og Þorgrímur Þorsteinsson. kgk/ Ljósm. sá. Salsatónleikar í Stykkishólmi Bræðurnir Gunnar Smári og Jó- hann Örn Jónbjörnssynir ásamt Sunnefu Burgess stefna að því að opna CrossFit stöð á Akranesi í ágúst. Þau hafa að undanförnu verið að leita eftir húsnæði fyr- ir stöðina og hafa nú fundið það. Vesturgata 119, þar sem HM pípu- lagnir voru til húsa, varð fyrir val- inu. „Húsið hentar okkur ágæt- lega, það er um 200 fermetrar að stærð og nú vinnum við í því að gera það klárt svo hægt verði að opna stöðina. Mesta vinnan núna er að koma upp búningsklefum fyrir bæði karla og konur en auk þess þurfum við að gera eitt og annað við húsið fyrir opnun. Stað- setningin á húsinu er góð og eig- um við klárlega eftir að nýta okk- ur hlaupaleiðir þar í kring í þjálfun okkar,“ segir Gunnar Smári í sam- tali við Skessuhorn. „Við stefnum að því að opna í ágúst, sem hentar vel fyrir Cross- Fit. Sumrin eru róleg í CrossFit og því flott að geta opnað í ágúst og búið til lið fyrir þá sem gætu keppt á fyrstu CrossFit-mótunum í haust,“ segir Gunnar Smári en hann segist finna vel fyrir áhuga í bæjarfélaginu fyrir opnun stöðvar- innar. „Fólk hefur mikið gefið sig á tal við mig og lýst yfir ánægju með fyrirætlanir okkar um að opna stöð- ina. Þetta verður góð innspýting í bæjarfélagið og bætir flóruna sem fyrir er í hreyfingu á Akranesi. Ég hef einnig verið mikið spurður um hvort ég ætli einnig að bjóða upp á sjúkraþjálfun; það er alveg í spil- unum en ekki í ágúst. Vonandi get ég samt boðið upp á sjúkraþjálfun á þessu ári eða á því næsta.“ Gunnar segir að þau vonist eftir að geta boðið upp á hreyfingu fyrir fleiri en þá sem vilja fara alla leið í CrossFit. „Fyrst um sinn ætlum við að einbeita okkur að CrossFit- inu en vonandi getum við fljót- lega farið að bjóða upp á hreyfi- tíma fyrir fólk sem er eldra en 60 ára og fleira í þeim dúr. Það yrðu þá tímar sem yrðu ekki beinlínis CrossFit tímar. Við hlökkum til að opna stöðina og bjóða Akurnes- inga velkomna.“ bþb Stefna á að opna CrossFit stöð á Akranesi í ágúst Svipmynd úr CrossFit stöð erlendis. Gunnar Smári Jónbjörnsson, Sunnefa Burgess og Jóhann Örn Jónbjörnsson stefna að því að opna CrossFit stöð á Akranesi í ágúst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.