Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201724
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR
GARÐAÚÐUN REYNIS SIG
SÍMI: 899-0304
Pennagrein
Þakka þér fyrir að svara grein minni,
Jónína Erna Arnarsdóttir. Ég ætla að
bregðast við svari þínu.
Í fyrsta lagi
Á fundi í Hjálmakletti var okkur sagt
að öllum athugasemdum yrði svarað
von bráðar. Nú eru komin rúm tvö
ár og þitt svar er það fyrsta sem við
fáum. Rétt að þakka fyrir það.
Í öðru lagi
Ég leitaði á heimasíðu Borgar-
byggðar og fann ekki skýrsluna.
Sneri mér þá til starfsmanns Borg-
arbyggðar sem sendi mér hana í
pósti. Ég dró þá ályktun að skýrsl-
an væri ekki á netinu en hún er á
netinu – vinnubrögð til fyrirmyndar
hjá Borgarbyggð, rétt að þakka og
hrósa fyrir það.
Skýrslan er góð en ekki eru öll
mæligildin marktæk sökum slæmra
veðurskilyrða þegar mælingar fóru
fram og ekki var mælt við fólkvangs-
mörkin í 150 m fjarlægð, þar sem
fyrirhugað er að fara í gróðursetn-
ingar, né við vinsælan reið-, göngu-
og akveg sem er í 800 m fjarlægð.
Í þriðja lagi
Það hefur ekki verið fundað með
Skógræktarfélaginu, skátum né um-
sjónarnefndinni, hagsmunaaðilum
sem hafa nýtt svæði í áratugi. Nið-
urstaða fundarins með ábúendum í
Lækjarkoti var að þetta væri slæm
staðsetning fyrir skotæfingasvæðið
og það yrði ekki staðsett þarna. Það
er góð stjórnsýsla að taka upplýsta
og málefnalega ákvörðun. Til að
svo megi verða þarf að hlusta á öll
sjónarmið og eiga í góðum málefna-
legum umræðum við alla sem mál-
ið varðar. Finna bestu lausn með
hag þeirra sem eru að nýta svæðið
í huga.
Þú vitnar til vettvangsferðar USL
nefndarinnar. Var rætt við íbúa í ná-
grenninu? Reynsla þeirra í Kolla-
firði af skotæfingasvæðinu í Álfsnesi
er ekki góð. Reykjavíkurborg keypti
upp bæ í Kollafirði á tugi millj-
óna og það er óánægja meðal íbúa
í Kollafirði og á Kjalarnesi vegna
staðsetningar skotæfingasvæðisins.
Þegar þú fullyrðir að leyfilegt sé
að nota hljóðdeyfa á skotæfinga-
svæðum, ertu þá að vísa í reglu-
gerðabreytingu B nr. 832 2016?
Reglugerðabreytingin er stutt og
skýr. Í útskýringum með henni
kemur fram að:
„Stærri rifflar verða ekki hljóð-
lausir þó að hljóðdempari sé notaður
og ekki fer á milli mála að verið sé að
skjóta úr riffli. Skot úr stórum veiði-
riffli getur verið um 150-160 decibel
án hljóðdeyfis en farið niður í 130
dB með hljóðdeyfi. Þannig fer há-
vaðinn niður fyrir sársaukamörk sem
eru um 140 dB og dregur þannig úr
hættu á heyrnarskemmdum en skot-
veiðimaður þarf engu að síður að
nota heyrnarhlífar til að verja sig.“
Rétt er að geta þess að hljóð demp-
ast eftir því sem fjær dregur skotstað.
Í reglugerðinni er veitt undan-
þága frá banni til að nota hljóðdeyfi
á skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo
sem við eyðingu vargs eða meindýra
í þéttbýli. Undanþágan snýr að þeim
sem þurfa að nota riffla í atvinnu-
skyni. Hvergi minnst undanþágur
vegna æfinga eða íþróttaiðkunar. Það
er stór munur þar á. Kjarni reglu-
gerðabreytingarinnar er að:
„Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á
skotvopn nema með leyfi lögreglu-
stjóra. Eingöngu er heimilt að veita
leyfi fyrir hljóðdeyfi á stóran riffil sem
notar miðkveikt skot. Þó er óheimilt
að nota hljóðdeyfi ef skot hefur ver-
ið hlaðið niður þannig að hraði skots
fari undir hljóðhraða. Að því leyti sem
það samrýmist friðunar- og veiðilög-
gjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn
ber til, veitt undanþágu frá banni til
að nota hljóðdeyfi á öll vopn til þeirra
sem nota skotvopn vegna atvinnu
sinnar, svo sem við
eyðingu vargs eða
meindýra í þétt-
býli.“
Við Jónína erum sammála um að
upplýst umræða er af hinu góða og
við hvetjum alla til að kynna sér mál-
ið sem best.
Að lokum skora ég á bæjaryfirvöld
að velja nýtt svæði fyrir skotæfingar,
hið fyrsta. Það verður aldrei sátt um
þessa staðsetningu hjá þeim sem fyr-
ir eru á svæðinu, hvorki félagasam-
tökum né ábúanda sem næst er. Við
vitum að ef svo ólíklega fer að þessi
staðsetning verði valin þá verða kær-
ur og skaðabótakröfur á hendur sveit-
arfélaginu, með tilheyrandi seinkun-
um og kostnaði fyrir alla.
Hilmar Már Arason
Höf. er formaður umsjónarnefndar
Einkunna, útivistarperlu
við Borgarnes.
Vegna umræðu um skotæfingasvæði
Í Skessuhorni 17. maí fjalla tveir
menn um íslensku lífeyrissjóð-
ina, þeir Hafsteinn Sigurbjörnsson
(HS) og ritstjórinn (MM). Finna
þeir kerfinu flest til foráttu og eru
býsna stórorðir. Hjá HS gætir þess
misskilnings að atvinnuleysisbætur
séu greiddar úr ríkissjóði, en þær
eru reyndar fjármagnaðar með
tryggingagjaldi sem launagreið-
endur greiða. Báðir liggja þeir
sjóðunum á hálsi fyrir að beita ekki
áhrifum sínum sem hluthafar í HB
Granda til að hindra uppsagnir í
fiskvinnslunni á Akranesi. Í lokin
segir HS: „Þetta plott lífeyrissjóð-
anna með lífeyri landsmanna er
viðbjóður og verra en harðsvírað-
ir vogunarsjóðir leika sem einskis
svífast í starfsemi sinni.“
MM gefur í skyn að kostnaður
vegna umsjónar með íslenska líf-
eyrissjóðakerfinu þurfi: „ekki að
vera meiri en sem nemur launum
einnar þýskrar, miðaldra konu“.
Vitnar hann þar í mann sem hann
þekkir sem hitti þýskan ferðamann,
konu sem kvaðst ein og óstudd
annast lífeyrismál 250 þúsund
starfsmanna nokkurra fyrirtækja.
Óneitanlega væri fróðlegt að fá dá-
lítið fyllri og meira traustvekjandi
upplýsingar um þetta mál.
Síðan segir MM: „Það er fyrir
margt löngu sem flestir landsmenn
gerðu sér ljóst að íslenskir lífeyris-
sjóðir eru ekki að gera neitt fyrir
íslenskan almenning“ og „Hegðun
íslenskra lífeyrissjóða á markaði
með fyrirtæki er auk þess þannig að
í mínum huga eru lífeyrissjóðirnir
í núverandi mynd orðnir helstu
andstæðingar eigenda sinna“.
Hér þykir mér heldur betur
stungin tólgin og stóryrðin ekki
spöruð. En hvað segja aðrar og
traustari heimildir? Í mars sl. kom
út skýrsla á vegum Landssambands
lífeyrissjóða sem er að mestu byggð
á úttekt OECD 2015. Þar er þessa
töflu að finna:
Þarna spila saman tvö kerfi, þ.e.
lífeyrissjóðirnir og almannatrygg-
ingarnar og koma sem sagt Íslandi í
fremstu röð eða með bestan árangur.
Nú er rétt að hafa þann fyrirvara að
þetta kann að vera að einhverju leyti
valinn samanburður en hann hlýtur
þó að vera marktækur svo langt sem
hann nær.
Það hefur lengi verið mikið rætt
álitamál hvort lífeyrissjóðir eigi að
taka virkan þátt í stjórnum þeirra
fyrirtækja sem þeir hafa fjárfest í.
Flestir hafa hallast að því að mjög
varlega eigi að fara í þeim efnum
og er sú stefna almennt ríkjandi.
Fremur eigi að hafa áhrif með því að
minnka hlutdeild í þeim fyrirtækj-
um sem fara fram með óæskilegum
hætti. Er ég því sammála. Að þessu
víkur Þórður Snær Júlíusson í ágætri
grein á www.kjarninn.is: „Baráttan
um tryggingafélögin og milljarðana
þeirra“.
Oft er deilt á kostnað við rekstur
lífeyrissjóðanna og er það auðvitað
eilíft viðfangsefni að halda honum
sem lægstum en augljóst er að um-
sýsla með 3,5 milljarða eignasafn er
ekki einfalt mál. Í því efni eru tvær
leiðir færar eða blanda beggja, þ.e.:
1. Að fela fjármálafyrirtækjum að
annast ávöxtun eignasafnsins eða: 2.
Að starfsfólk sjóðsins sjái um hana.
Fyrri leiðin útheimtir greiðslur
þóknana til umsjónaraðila, en hin
síðari að starfrækja deild til grein-
ingar á fjárfestingakostum, sem
kostar þá auknar launagreiðslur.
Skv. upplýsingum Fjármálaeftir-
litsins hefur árlegur rekstrarkostn-
aður lífeyrissjóðanna verið um
0,26% af eignum þeirra síðasta ára-
tug eða svo.
MM minnir á að lífeyrissjóð-
irnir töpuðu verulegum upphæð-
um við hrunið 2008 og að „eng-
inn axlaði ábyrgð.“ Í því sambandi
gleymist gjarna að hrein raunávöxt-
un sjóðanna (þ.e. heildarávöxtun
mínus rekstrarkostnaður og vísi-
töluhækkun) árin
2004-2007 var
gríðarleg og fór
upp í 9% 2007
(FME) og var rúmlega 3% að með-
altali árin 2003-2012 þrátt fyrir tap-
ið í hruninu.
Í baksýnisspeglinum má auðvitað
sjá að farsælla hefði verið að byggja
eignasöfnin upp með ríkisskulda-
bréfum og erlendum fjarfestingum
en þá hefðu sjóðirnir líka misst af
uppsveiflunni 2004-2007 og eflaust
verið skammaðir fyrir að styðja ekki
við íslenskt atvinnulíf.
Það er semsagt auðvelt að finna
efni til aðfinnslna á starfrækslu líf-
eyrissjóðanna enda óspart notað
og löngum af hvorki þekkingu né
sanngirni.
Þótt ýmislegt megi betur fara í
rekstri og uppbyggingu lífeyris-
sjóðanna má hiklaust fullyrða að
við Íslendingar erum afar lánsam-
ir að búa nú við eitt besta lífeyris-
sjóðakerfi sem þekkist og er enda
öfundarefni annarra þjóða. Það
er ámælisvert óþurftarverk að tala
þetta kerfi niður með þeim hætti
sem hér er gert að umtalsefni og
ekki sæmandi mönnum sem vilja
taka þátt í umræðu um þjóðfélags-
mál af einhverri alvöru.
Guðmundur Þorsteinsson.
Um lífeyrismál
Pennagrein