Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201710 Bæjarstjórn Stykkishólmsbæj- ar hefur afgreitt ársreikning fyrir bæjarsjóð og B-hluta fyrirtæki bæj- arins vegna ársins 2016. Rekstur sveitarfélagsins skilaði hagnaði og er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að svo verði einnig á yfirstandandi ári. „Hefur því skilað sér það starf hag- ræðingar en um leið uppbygging- ar og framfarasóknar í bæjarfélag- inu sem sett var af stað strax í byrj- un kjörtímabilsins,“ segir í frétta- tilkynningu. „Árangur af því starfi skilar sér í ársreikningi 2016 með 53,9 millj- ón króna hagnaði af A-hluta bæjar- sjóðs og 43,7 milljón króna hagn- aði af A og B-hluta saman.“ Hækk- un tekna af útsvari og fasteigna- skatti var tæp 12% milli áranna 2015 og 2016 rekstrargjöld hækk- uðu um 5%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts er óbreytt á milli ára en útsvar var lækkað árið 2015 og í fyrra var það í 14,37% en var áður 14,52%. Skuldaviðmið lækk- aði og er 121% árið 2016 þrátt fyrir yfirtöku skulda vegna dvalar- heimilis og þjónustuíbúða. Skulda- viðmið A og B-hluta 2016 er 121 % af skatttekjum en var 128% árið 2015, 136% árið 2014 og 153% árið 2013. Rekstrarjafnvægi ár- anna 2014-2016 er jákvætt um 28,7 milljónir króna. Í árslok var 161 milljónar króna handbært fé frá rekstri og tæpar 73 milljónir í handbæru fé í sjóðum við árslok sem er mikill viðsnún- ingur frá því sem var mörg síðustu árin. „Þessi árangur næst þrátt fyr- ir að í fyrsta skipti er dvalarheimili og þjónustuíbúðir gerðar upp sem B-hlutafyrirtæki hjá bænum en þær einingar eru því miður reknar með halla. Stefnt er að því að samrekst- ur eldhússins í sjúkrahúsinu fyr- ir skólann og dvalarheimilið skili sér í betri afkomu stofnana á þessu ári og í framtíðinni verði hjúkrun- ardeildin á dvalarheimilinu færð í sjúkrahúsið og rekin á ábyrgð ríkis- ins svo sem lög gera ráð fyrir. Nú- verandi húsnæði dvalarheimilisins verði þá breytt í leiguíbúðir fyrir aldraða.“ Þá segir í frétt frá bæjarstjórn að það sem ráði úrslitum um þennan árangur í rekstri Stykkishólmsbæj- ar sé að stórum hluta fjölgun nýrra íbúa sem hafi trú á Stykkishólmi. Þá skiptir miklu máli hækkun fram- laga úr Jöfnunarsjóði, strangt að- hald í rekstri og hagnaður af rekstri Stykkishólmshafnar. Bættur rekstur hafnarinnar stafar frá aukinni um- ferð um höfnina, auknum tekjum af ferjusiglinum og þjónustu við skemmtiferðaskip. Skemmtiferðar- skipum hefur fjölgað í kjölfar þess að Stykkishólmshöfn gerðist aðili að Cruise Iceland sem eru samtök hafna sem taka á móti skemmti- ferðaskipum. mm Hagnaður var af rekstri Stykkishólmshafnar m.a. vegna aukinnar umferðar í höfninni. Bæjarsjóður Stykkishólms skilaði góðum hagnaði Í lok síðasta árs var nýuppgerður björgunarbátur Björgunarfélags Akraness, Jón Gunnlaugsson, sjó- settur. Báturinn var keyptur frá Bretlandi fyrir rúmum tveim- ur árum, en hann var upphaf- lega smíðaður af breska sjóhern- um árið 1996. Þar var hann not- aður við sjómælingar og sem hafn- sögubátur. Báturinn mun vera eins tæknilegur og fjármagn Björgun- arfélagsins leyfir og verður m.a. einn fyrsti björgunarbátur hér á landi sem útbúinn er búnaði til að tengja fjarskiptakerfin saman, en áður hefur slíkum búnaði ver- ið komið fyrir í mörgum bílum björgunarsveitanna víðs vegar um landið. Nú styttist óðum í að Björgun- arfélagið geti farið að hefja notkun á Jóni Gunnlaugssyni. Á dögun- um fékk félagið heimild frá Sam- göngustofu til að sigla honum til Reykjavíkur til að ganga frá síð- ustu atriðunum fyrir notkun. „Nú eru tæknimenn að leggja lokahönd á vinnu sína sem og hafa skoðun- armenn frá Samgöngustofu byrjað sína vinnu. Fimmtudaginn í síð- ustu viku fór fram búnaðar-, bol- og vélarskoðun sem kom mjög vel út. Það sem við eigum síðan eftir er að leggja lokahönd á rafmagns- og smíðavinnu,“ segir Anton Örn Rúnarsson hjá Björgunarfélagi Akraness í samtali við Skessuhorn. Stefnt er að því að Björgunar- félagið vígi Jón Gunnlaugsson á Sjómannadaginn 11. júní. bþb Björgunarbáturinn Jón Gunnlaugsson verður senn tekinn í notkun Jóns Gunnlaugsson í höfn í Reykjavík þar sem unnið er við skoðun og síðustu lagfæringar. Ljósm aör. Síðastliðinn fimmtudag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Kræs- inga ehf., áður Gæðakokka, gegn Matvælstofnun. Þar er viðurkennd skaðabótaskylda Matvælastofn- unar vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu stofnunarinnar 27. febrúar 2013 og varðaði fram- leiðslu fyrirtækisins í hinu þekkta kjötlokumáli. Matvælastofnun var jafnframt gert að greiða 900.000 krónur í málskostnað. Í frétt Mat- vælastofnunar á sínum tíma var þess getið að rannsókn hefði sýnt fram á að ekkert kjöt hefði fundist í nautaböku frá fyrirtækinu Gæða- kokkum í Borgarnesi en nauta- bakan átti samkvæmt innihaldslýs- ingu að innihalda 30% nautahakk í fyllingu og að lambahakksboll- ur sama framleiðenda sem sagð- ar voru hafa innihaldið lamba- og nautakjöt hefðu eingöngu inni- haldið lambakjöt. Ólögmæt frétt Í dómi Hæstaréttar segir að hvað sem líði heimildum Matvælastofn- unar til að standa að rannsóknum á umræddum vörum hafi það ver- ið á verksviði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að hafa eftirlit með framleiðslu og dreifingu á bök- unum. Það hafi verið sami aðil- inn, þ.e. Heilbrigðiseftirlit Vest- urlands, sem hafi haft heimild til að birta niðurstöður úr slíku eft- irliti. Matvælastofnun hafi því brostið heimild til að standa að birtingu fréttarinnar og hún hafi því verið ólögmæt. Afleiðingar af þessu voru meðal annars þær að viðskipti Gæðakokka hrundu, fyr- irtækið hélt áfram starfsemi undir öðru nafni en hefur átt afar erfitt uppdráttar. Í dómsorðum segir m.a.: „Þó að ekki verði fram hjá því litið að stefnandi bar ábyrgð á því að umræddar nautabökur innihéldu ekki nautakjöt í samræmi við inni- haldslýsingu verður ekki talinn leika vafi á því að umrædd tilkynn- ing stefnda hafi með beinum hætti haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir stefnanda. Í skýrslu fyrirsvars- manns stefnanda við aðalmeðferð kom fram að stefnandi hafi í fram- haldi af aðgerðum stefnda orðið að segja upp nánast öllu starfs- fólki, en hjá stefnanda hafi starf- að níu starfsmenn fastráðnir, velta stefnanda hafi hrunið og ekki verið um annað að ræða en að skipta um nafn og byrja að nýju frá grunni. Stefnandi hefur því lögvarða hags- muni af því að fá viðurkennda bótaskyldu stefnda og uppfyllt eru skilyrði fyrir skaðabótaskyldu.“ Að framansögðu má gera ráð fyrir því að skaðabætur sem fyrir- tækið sækir til Matvælastofnunar muni hlaupa á hundruðum millj- óna króna. Eitt sýni ekki nægjanlegt Þá segir í forsendum dóms Hæsta- réttar að Matvælastofnun hafi bor- ið að tryggja að rannsókn á vörum Gæðakokka yrði hagað í samræmi við meginreglur stjórnsýslurétt- arins þar sem auk annars varð að gæta að því að rannsókn málsins væri fullnægjandi og þar með úti- lokað að um einstaka mistök eða óhappatilvik hafi verið að ræða. Jafnframt bar Matvælastofnun að gæta að meginreglu um meðalhóf við meðferð málsins en stofnun- inni mátti vera ljóst hvaða afleið- ingar það myndi hafa á starfsemi Gæðakokka að birta umrædda til- kynningu. Þá segir að hefði rann- sókn á innihaldi einnar pakkning- ar af nautbökum ekki getað talist fullnægjandi grundvöllur þeirr- ar opinberu upplýsingamiðlunar um framleiðslu Gæðakokka sem átti sér stað í framhaldinu og hefði a.m.k. mátt gera þá kröfu að slík rannsókn yrði endurtekin með frekari sýnatöku áður en almenn- ingi væri kynnt um að varan væri haldin þeim ágalla sem fullyrt var. mm/ Ljósm. hg. Hæstiréttur staðfestir kröfu um skaðabætur Gæðakokka gagnvart Matvælastofnun Framkvæmdir við uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum við Grundarfjörð eru vel á veg komnar en nýlega var lokið við að slá upp fimm parhúsum á jörðinni. Það var hamagangur í öskjunni þegar að fréttaritari Skessuhorns leit við síð- asta sunnudag en þá voru smiðir á fullu við vinnu sína. Staðsetningin er góð og mun fallegt útsýni vafa- lítið gleðja væntanlega gesti. tfk Fimm parhús risin á Þórdísarstöðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.