Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Side 8

Skessuhorn - 24.05.2017, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 20178 Lífland innkallar áburð LANDIÐ: Lífland hefur inn- kallað áburðartegundina LÍF 21-6-9,5+Se, vegna of hás kad- míuminnihalds. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að kadmíum mældist 71 mg/kg fosfórs samkvæmt niðurstöð- um efnagreininga, en kadmíum má mest vera 50 mg/kg fosfórs. Einungis eru komnar niður- stöður úr efnamælinum tveggja áburðartegunda og reyndist hin tegundin LÍF 20,6-11-9+Se í lagi. Um óleyfilega vöru er að ræða og er kaupendum ráð- lagt að skila henni til seljanda áburðarins. Nánari upplýs- ingar veitir Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi. -mm Nýliðunar-stuðn- ingur í landbúnaði LANDIÐ: Matvælastofnun hefur framlengt umsóknarfrest vegna umsókna um nýliðunar- stuðning í samræmi við ákvæði IV. kafla reglugerðar um al- mennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Umsóknarfrestur er til 20. júni 2017 og er stefnt að opna fyrir rafrænar umsókn- ir á Bændatorginu 7. júní 2017. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 13. - 19. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 35.596 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 11.711 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 22 bátar. Heildarlöndun: 92.608 kg. Mestur afli: Bárður SH: 52.966 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 29 bátar. Heildarlöndun: 299.203 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.134 kg í einni löndun. Ólafsvík 51 bátur. Heildarlöndun: 521.665 kg. Mestur afli: Guðmundur Jens- son SH: 80.542 kg í fjórum löndunum. Rif 37 bátar. Heildarlöndun: 520.317 kg. Mestur afli: Magnús SH: 77.531 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur 15 bátar. Heildarlöndun: 47.759 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 36.900 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.134 kg. 16. maí. 2. Tjaldur SH - RIF: 65.319 kg. 17. maí. 3. Páll Jónsson GK - ÓLA: 60.978 kg. 15. maí. 4. Helgi SH - GRU: 47.077 kg. 14. maí. 5. Grundfirðingur SH - GRU: 45.078 kg. 14. maí. grþ Yfir 50 þúsund veglyklar í umferð HVALFJ: Umferð í Hval- fjarðargöngunum í apríl var 9,6% meiri en í sama mánuði í fyrra og um 9,3% meiri fyrstu fjóra mánuði ársins. Hver og einn mán- uður það sem af er þessu ári er metmánuður í umferð í Hvalfjarðargöngum frá því þau voru opnuð sum- arið 1998. Á hringveginum jókst umferð í apríl um 12% miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin var lang- mest á Austurlandi, hvorki meira né minna en 52%, en minnst á höfuðborgarsvæð- inu og í grennd við það eða um ríflega 5%, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni. Nú er hafinn undir- búningur að yfirtöku ríkis- ins á göngunum samkvæmt því sem ætíð hefur staðið til, enda er áætlað að búið verða að greiða upp öll lán vegna framkvæmdarinnar næsta sumar, þegar göngin verða 20 ára. Veglyklar í Hval- fjarðargöngin náðu í síðasta mánuði í fyrsta skipti að fara yfir 50 þúsund. Veglykl- arnir eru tengdir tæplega 19.400 samningum Spal- ar við áskrifendur. Margir áskrifendur ráða þannig yfir fleiri en einu ökutæki, hafa í þeim veglykla og tengja sama samningi. -mm Atvinnuleysi var 2,9% LANDIÐ: Á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs voru að jafn- aði 197.100 manns á aldrin- um 16–74 ára á vinnumark- aði. Af þeim voru 191.500 starfandi og 5.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnu- þátttaka mældist 82,7%, hlutfall starfandi mældist 80,4% og atvinnuleysi var 2,9%. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. -mm Sjómanna- dagsblað í vinnslu SKESSUHORN: Árlegt sjómannadagsblað Skessu- horns verður gefið út mið- vikudaginn 7. júní næst- komandi. Þar verður að vanda fjallað um ýmislegt sem viðkemur sjómönn- um, störfum þeirra og ann- arra í sjávarútvegi. Eins og undanfarin ár verður þessu tölublaði, auk hefðbund- innar dreifingar til áskrif- enda, frídreift á Snæfells- nesi. Auglýsendum er bent á að nýta kjörið tækifæri til að koma sér á fram- færi. Sími markaðdeildar er 433-5500 og netfang- ið auglysingar@skessu- horn.is Blaðið fer í umbrot fimmtudaginn 1. júní nk. og verða pantanir að hafa borist fyrir þann tíma. -mm Samkeppniseftirlitið úrskurðaði 8. maí síðastliðinn vegna væntan- legrar yfirtöku lagmetisfyrirtæk- isins Akraborgar ehf. á Akranesi á Ægi sjávarfangi hf. í Ólafsvík. Fyr- irtækin eru láréttir samkeppnisað- ilar, eins og segir í úrskurði stofn- unarinnar, og starfa bæði við það sama, þ.e. að kaupa þorsklifur, sjóða hana niður og selja, aðallega erlendis, til manneldis. Með sam- runa þessum tekur Akraborg yfir rekstur Ægis sjávarfangs í Ólafsvík, en eftir stendur rekstur Ægis sjáv- arfangs í Grindavík. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlits segir: „Ljóst er af gögnum málsins að samrunaað- ilar fara með stóran hluta markað- arins sem um ræðir. Með hliðsjón af því að skilyrði fyrir því að beita undantekningarreglunni um fyr- irtæki á fallanda fæti eru uppfyllt í málinu eru þó ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.“ mm Akraborg heimilað að taka yfir Ægir sjávarfang í Ólafsvík Svipmynd frá fyrstu starfsdögum Ægis sjávarfangs í Ólafsvík, en þar var þá verið að hefja niðursuðu á þorsklifur. Ljósm. úr safni; af. Skemmtiferðaskipið Ocean Dia- mond lá við bryggju í Stykkishólmi þegar blaðamann bar þar að garði á miðvikudaginn í liðinni viku. Mark- aði vera þess í Hólminum upphaf skemmtiferðaskipavertíðarinnar í bænum þetta sumarið. Einfaldast væri að þýða nafn skipsins yfir á ís- lensku sem „Demantur hafsins,“ en þar sem demantar eru steintegund dýrmætust allra leggur blaðamaður einnig til þýðinguna „Hafsteinn“. Skipið lagði af stað frá Reykjavík kvöldið áður með um 200 farþega og var Stykkishólmur fyrsti við- komustaður þess á tíu daga siglingu hringinn í kringum landið. Það er fyrirtækið Iceland Pro Cruises sem gerir skipið út. Áætlað er að Dem- antur hafsins, eða Hafsteinn, fari sjö hringsiglingar um Ísland í sumar. kgk Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond, eða Hafsteinn eins og kalla mætti skipið upp á íslensku. Hafsteinn í Hólminum Á föstudag var tekin fyrsta skóflu- stungan að nýbyggingu við Akra- lund 2 á Akranesi. Um er að ræða fjölbýlishús á tveimur hæðum. Þar verða átta íbúðir; fjórar fjögurra herbergja og fjórar þriggja her- bergja. Allar íbúðir verða með sér- inngangi. Fyrirtækið Akralundur ehf. byggir, en það stofnuðu bræð- urnir Jón Bjarni og Þráinn Gísla- synir í lok síðasta árs. Fyrirtækið er að helmingi í eigu Eðallagna, fyr- irtækis Jóns Bjarna og að helmingi í eigu GS Import ehf., sem Þráinn stendur að. Guðmundi Kristinssyni, starfs- manni Skóflunnar, hlotnaðist sá heiður að taka fyrstu skóflustung- una. Skóflan hf. annast jarðvinnuna og smíði hússins verður í höndum iðnaðarmanna af Akranesi. Fast- eignasalan Valfell mun annast sölu eignanna. Verklok snemma á næsta ári Byrjað var að grafa fyrir grunnin- um á mánudaginn. Einingarnar í húsið verða steyptar í júní og seg- ir Jón Bjarni stefnt að því að húsinu verði lokað í haust. Áætluð verklok segir hann vera snemma á næsta ári. Hann vill ekki fullyrða að svo stöddu hvenær íbúðirnar fara í sölu og hvenær verður hægt að afhenda þær. Það muni skýrast þegar fram- kvæmdir verða komnar af stað. Að sögn Hákonar Svavarssonar hjá Valfelli stendur áhugasömum kaupendum til boða að láta taka íbúðir frá fyrir sig þar til þær verða settar í sölu. Þegar hafa tvær íbúðir verið teknar frá. kgk Fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi á Akranesi Eftir að skóflu var stungið í jörð við Akralund 2. F.v. Hákon Svavarsson hjá fasteignasölunni Valfelli, Guðmundur Kristinsson, starfsmaður Skóflunnar og Jón Bjarni Gíslason verktaki. Guðmundur mætti á gröfunni og tók fyrstu skóflustunguna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.