Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Vesturlandsmót í
boccia
BOCCIA: Laugardaginn 27. maí fer fram
í Borgarnesi Vesturlandsmót í boccia.
Til leiks eru skráð 16 lið frá Akranesi,
Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Grundarfirði,
Stykkishólmi og Hvammstanga. Mótið
hefst kl. 11:00 í Íþróttahúsinu í Borgar-
nesi. -fj
Arnór Snær
aftur til ÍA
AKRANES: Arnór Snær Guðmundsson
var sendur í lán til Kára í upphafi sum-
ars frá ÍA. Ástæðuna fyrir því sagði Gunn-
laugur Jónsson þjálfari ÍA vera að Arnór
Snær þyrfti að komast í leikform eftir
dvöl sína í háskóla í Bandaríkjunum þar
sem hann fékk ekkert að spila í vetur
vegna reglna þar í landi. Arnór Snær lék
tvo leiki með Kára en hefur nú verið kall-
aður til baka úr láninu og mun spila með
ÍA í sumar. Hans fyrsti leikur með ÍA í
sumar var gegn Grindavík síðasta mánu-
dag. -bþb
Kári með stór-
sigur á Berserkjum
Kári hefur farið vel af stað í þriðju deild-
inni í sumar og unnið báða leiki sína. Á
laugardaginn síðasta mætti Kári liði Ber-
serkja á Víkingsvelli í Reykjavík. Kára-
menn áttu ekki í nokkrum vandræðum
með Berserkja og sigruðu leikinn 9-1.
Mörk Kára skoruðu; Kristófer Daði Garð-
arsson 2, Alexander Már Þorláksson 2,
Marinó Hilmar Ásgeirsson, Einar Logi
Einarsson, Valgeir Daði Valgeirsson og
Bakir Anwar Nassar en auk þess skoruðu
Berserkir eitt sjálfsmark. Næsti leikur
Kára er á morgun klukkan 16:00 í Akra-
neshöllinni gegn Þrótti frá Vogum.
-bþb
Skallagrímur
fær liðstyrk
fyrir sumarið
BORGARNES: Liði Skallagríms gekk vel
á undirbúningstímabilinu í knattspyrnu.
Þeir eru líklegir til alls í fjórðu deildinni í
sumar. Skallagrími barst liðsstyrkur rétt
fyrir mót þegar Goran Jovanovski gekk
til liðs við liðið. Goran hefur reynslu bæði
úr annarri og þriðju deild með liðum KFR
og Ægis. Þá fengu Skallagrímsmenn þrjá
unga leikmenn úr Kára; Arnór Jónsson
og bræðurna Aron og Ómar Loga Þor-
björnssyni. -bþb
Skallagrímur
með góðan sigur
í fyrsta leik
BORGARNES: Fyrsta umferð C-riðils
fjórðu deildar karla í knattspyrnu fór
fram um síðustu helgi. Skallagrímur
mætti liði Kónganna og lauk leiknum
með góðum 6-0 sigri Skallagríms. Mörk
Skallagríms skoruðu; Viktor Ingi Jakobs-
son 2, Guðni Albert Kristjánsson, Viktor
Már Jónasson, Arnór Jónsson auk þess
sem Kóngarnir skoruðu sjálfsmark. Í fyrri
hálfleik fékk Leifur Guðjónsson rautt
spjald og voru Skallagrímsmenn því ein-
um færri mest allan leikinn. Næsti leik-
ur Skallagríms er laugardaginn 27. maí
gegn Árborg á Skallagrímsvelli.
-bþb
Fjórða umferð Pepsideildar karla
hófst á sunnudag í Ólafsvík með
leik Víkings og Eyjamanna. Fyrir
leikinn höfðu bæði lið aðeins unnið
einn leik það sem af er móti. Leik-
urinn var bragðdaufur og fátt var
um fína drætti en baráttan þó mikil.
Leiknum lauk með nokkuð örugg-
um 3-0 sigri Eyjamanna sem með
sigrinum lyftu sér upp í efri hluta
deildarinnar.
Það bar fyrst til tíðinda á 22.
mínútu leiksins þegar hinn ungi
Eyjamaður Felix Örn Felixson átti
góðan sprett upp völlinn, lék á tvo
varnarmenn Víkings áður en hann
renndi boltanum á félaga sinn Al-
varo Montejo Calleja sem skoraði í
autt markið. Markið reyndist vera
eina mark fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleikur hófst erfiðlega
fyrir Víking en Guðmundur Steinn
Hafsteinsson var rekinn af velli
með sitt annað gula spjald þegar tíu
mínútur voru liðnar af síðari hálf-
leik eftir brot á Hauki Páli fyrir-
liða Vals. Guðmundur Steinn mátti
teljast heppinn að hafa haldist inná
í fyrri hálfleik því fyrra gula spjaldið
fékk hann fyrir glæfralega tæklingu
þar sem löppin og takkarnir voru
býsna hátt uppi.
Róður Víkinga þyngdist við
brottrekstur Guðmundar og stjórn-
uðu Eyjamenn ferðinni í síðari hálf-
leik. Tomasz Luba varð fyrir því
óláni að setja boltann í eigið mark
á 80. mínútu þegar hann reyndi að
tækla boltann í burtu inni í teig.
Það var svo Arnór Gauti Ragnars-
son sem kláraði leikinn fyrir Eyja-
menn með marki á lokamínútu
leiksins en aftur var það Felix Örn
sem var arkitektinn af því marki.
Lokatölur 3-0.
Næsti leikur Víkings er næsta
sunnudag gegn Breiðabliki í Kópa-
vogi. bþb
Eyjamenn sigruðu
Víking í Ólafsvík
Arnór Gauti Ragnarsson er hér nýbúinn að koma boltanum yfir marklínu Víkinga
og þar með gulltryggja sigurinn. Ljósm. Alfons Finnsson.
ÍA sigraði ÍR með tveimur mörk-
um gegn einu þegar liðin mættust
í annarri umferð 1. deildar kvenna í
knattspyrnu á föstudag. Leikið var í
Breiðholtinu í Reykjavík.
Um mikinn baráttuleik var að
ræða. Heimaliðið mætti ákveðið til
leiks og beitti góðri hápressu. Náðu
þær á köflum að neyða Skagakon-
ur til að beita löngum spyrnum og
gerðu þeim erfitt fyrir að ná upp
góðu spili sín á milli. Þeim tókst þó
ekki að halda aftur af ÍA allan fyrri
hálfleikinn. Eftir hálftíma leik náðu
Skagakonur góðri sókn sem lauk
með því að Heiðrún Sara Guð-
mundsdóttir skoraði fyrsta mark
leiksins og kom ÍA yfir.
ÍR átti nokkrar álitlegar sóknir
það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins,
einkum sóttu þær stíft upp vinstri
kantinn. Þeim tókst þó ekki að gera
sér mat úr þeim og ÍA leiddi því í
hléinu, 0-1.
Ekki var langt liðið á síðari hálf-
leik að dró til tíðinda í leiknum.
Á 48. mínútu jafnaði ÍR metin og
þar var á ferðinni Dagmar Mýrdal
Gunnarsdóttir. Eftir markið sóttu
Skagakonur í sig veðrið og sköp-
uðu sér nokkur ákjósanleg mark-
tækifæri. Heimaliði fékk einnig sína
sénsa, en það voru Skagakonur sem
skoruðu. Á 59. mínútu átti Bergdís
Fanney Einarsdóttir skot langt utan
af velli sem rataði alla leið í markið
og ÍA komið yfir, 1-2. Reyndist það
vera sigurmark leiksins.
Skagakonur hafa sigrað báða
leiki sína í 1. deildinni það sem af
er móti og sitja í toppsætinu með
sex stig, jafn mörg og HK/Víkingur
og Keflavík í sætunum fyrir neðan
en með betri markatölu. Næst leik-
ur ÍA í deildinni laugardaginn 27.
maí þegar liðið mætir HK/Víkingi.
Sá leikur fer fram á Akranesi.
kgk
Baráttusigur ÍA
í Breiðholtinu
Svipmynd úr leik ÍA og ÍR. Ljósm. KFÍA.
Á mánudagskvöldið mættust lið ÍA
og nýliða Grindavíkur á Akranes-
velli í Pepsi deild karla í fótbolta.
Báðum liðum var spáð slæmu gengi
fyrir tímabilið og má því ætla að
þau hafi litið á leikinn sem nokk-
uð mikilvægan. Skagamenn voru
fyrir leikinn stigalausir en Grind-
víkingar höfðu sigrað einn leik og
gert jafntefli. Það voru Grindvík-
ingar sem stóðu uppi sem sigurveg-
arar, 3-2.
Nokkuð hvasst var á Akranesi
þegar liðin mættust og setti það
svip sinn á leikinn. Í fyrri hálfleik
spiluðu Skagamenn með vindinn í
bakið og Grindvíkingar í þeim síð-
ari. Það dró til tíðinda snemma í
leiknum. Á 14. mínútu slapp Andri
Rúnar Bjarnason einn inn fyrir
vörn Skagamanna og setti boltann
snyrtilega framhjá ráðalausum Ing-
vari Þór Kale í marki Skagamanna.
Skagamenn jöfnuðu svo metin á 28.
mínútu þegar Steinar Þorsteinsson
skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild
eftir snyrtilegan undirbúning Al-
berts Hafsteinssonar. Skagamenn
fengu svo frábært tækifæri til þess
að ganga til leikhlés með forystu á
lokamínútu fyrri hálfleiks. Skaga-
menn fengu þá víti eftir að Jajalo
í marki Grindavíkur var of seinn í
boltann eftir fyrirgjöf og sló Garð-
ar Gunnlaugsson í höfuðið. Garðar
tók sjálfur vítið en Jajalo varði frá
honum. Staðan 1-1 í hálfleik.
Áhorfendur höfðu vart áttað sig á
því að síðari hálfleikur væri hafinn
þegar Grindvíkingar komust í 2-1.
Þá var aftur á ferðinni Andri Rúnar
Bjarnason sem setti boltann í netið
eftir undirbúning Arons Freys Ró-
bertssonar. Skagamenn áttu margar
góðar sóknir í leiknum og óheppn-
ir að ná ekki að skora úr þeim. Það
voru svo Grindvíkingar sem skor-
uðu næsta mark og breyttu stöð-
unni í 3-1 á 88. mínútu. Enn og
aftur var það Andri Rúnar og full-
komnaði hann þar með þrennuna.
Skagamenn voru ekki á eitt sáttir
með aðstoðardómara leiksins og
kröfðust þess að hann dæmdi rang-
stöðu á mark Andra. Skagamenn
héldu áfram að berjast og náði
Garðar Gunnlaugsson að koma inn
marki á 90. mínútu en lengra kom-
ust Skagamenn ekki og lokatölur
3-2.
Grindvíkingar eru eftir leikinn í
fjórða sæti með sjö stig en Skaga-
menn sitja á botninum án stiga.
Brekkan fer að verða brött fyrir
Skagamenn ef þeir fara ekki að ná
í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu.
Næsti leikur Skagamanna er gegn
ÍBV í Vestmannaeyjum næstkom-
andi laugardag, 27. maí.
bþb/ Ljósm. Guðmundur Bjarki.
Skagamenn töpuðu á heimavelli
Steinar Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skorar hér annað mark Skagamanna.