Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 15 Hrossabændur - hestamenn! Vantar hross til slátrunar á næstu vikum. Forðist biðlista í haust. Bjóðum tímabundið hækkað verð! Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Senn hefjast framkvæmdir við virkj- un á Urðarfelli í Borgarfirði. Eru það landeigendur á Húsafelli sem standa að virkjuninni. „Framkvæmdirnar eru ekki hafnar. Komið er leyfi fyrir vegagerð og hefst hún vonandi sem fyrst. Gamlir slóðar verða notað- ir sem grunnur að vegi upp að Urð- arfelli, þar sem inntaksmannvirk- ið verður, en það er í um 370 metra hæð yfir sjávarmáli,“ segir Bergþór Kristleifsson á Húsafelli í samtali við Skessuhorn fyrr í þessum mán- uði. „Vegirnir þurfa að vera góðir því þá þarf að nota bæði við byggingu inntaksmannvirkisins og síðan til að þjónusta það í framtíðinni,“ bætir hann við. Gengið hefur verið frá kaupum á vélbúnaði virkjunarinnar og rörum. „Ég fæ rörin afhent í lok maí eða byrjun júní. Það er heill skipsfarm- ur, samtals 3,1 kílómetri af rörum,“ segir Bergþór. „Á næstunni hefst síð- an vinna við vegagerð og pípulögn- ina. Henni verður vonandi lokið í endann september. Á meðan ver- ið er að leggja pípurnar hefst vinna við að steypa inntaksmannvirkið og síðan stöðvarhúsið, sem verður í Reyðarfellsskógi. Í framhaldi af því verður virkjunin tengd flutnings- kerfi Landsnets. Ætlunin er síðan að ræsa Urðarfellsvirkjun og hefja fram- leiðslu inn á kerfið í desembermán- uði,“ segir hann. Þegar Skessuhorn kemur út í dag var vegagerð upp að Urðarfelli haf- in. Allt að 1100 kW Virkjunin verður fallvatnsvirkjun þar sem lindarvatni verður veitt í gegn- um rör niður fjallshlíðina að stöðvar- húsinu sem staðsett verður í Reyðar- fellsskógi. Í stöðvarhúsinu verður ein Pelton vél sem framleiðir orkuna. „Fallið er 275 metrar og virkjunin á að geta skilað um 1100 kW,“ seg- ir Bergþór. „Uppsett afl núverandi virkjana í Húsafelli er 530 kW en þær gætu afkastað 600 kW. Það ger- um við til að hafa smá svigrúm svo við getum alltaf afhent þau 530 kW sem samið er um, líka þegar minna vatn er í ánum en venjulega,“ útskýr- ir hann en bætir því við að lítið sé um sveiflur í rafmagnsframleiðslunni á Húsafelli. „Við fáum mikið kredit fyrir það frá raforkukaupendum að hér er einhver stöðugasta framleiðsla rafmagns á landsvísu. Það er eins og hraunið og landið upp að jökli virki sem nokkurs konar uppistöðulón. Því er nokkuð jafnt rennsli allt árið og meira að segja meira vatn á vet- urna en á sumrin. Slíkt er óvenjulegt en alls ekki slæmt því hærra verð fæst fyrir orkuna að vetrinum.“ Fjórða kynslóðin virkjar Fyrir eru á Húsafelli þrjár virkjan- ir og rafmagnsframleiðsla þar á sér nokkuð langa sögu. „Elstu virkj- unina byggði afi minn árið 1948 og svo reisti pabbi aðra 1978. Ég byggði síðan virkjun 2003 og nú má segja að fjórða kynslóðin sé að virkja á Húsafelli, því Arnar son- ur minn er í þessu með mér. Hann er verkfræðingur að mennt og sá um alla forhönnun virkjunarinnar, útboð vélbúnaðar og fleira,“ segir Bergþór og brosir. „Í dag framleið- um við alla orku niður að Deildar- tungu. Það er gert í sátt og sam- lyndi við ferðaþjónustuna. Flestir þeir gestir sem hingað koma vita ekki einu sinni af þessu og þeir sem ég hef sagt frá þessu eru him- inlifandi, þykir áhugavert að hér sé búið til rafmagn og eru áhugasam- ir um þessa sögu staðarins,“ segir hann. Vandaður og snyrtilegur frágangur Meirihluti vatnsins í Urðarfells- virkjun kemur úr lindum sem síð- an bætist í vatn úr Deildargili. Bergþór segir horft til þess að eins lítið rask verði af virkjuninni og kostur er. „Þar verður steypt inn- tak uppfrá þar sem verða ristar og sigti. Fyrir framan inntakið verð- ur smá lón, en það verður einungis á stærð við sundlaug,“ segir hann. „Þannig að þetta er eins grænt og vænt og virkjanir geta orðið,“ segir Bergþór. Hvað varðar stöðvarhúsið sem reist verður í Reyðarfellsskógi segir hann að lítið eigi að bera á því. „Verið er að forvinna drög að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Reyðarfellsskógi og því gæti risið þar sumarhúsabyggð í framtíðinni. Ómar Pétursson í Nýhönnun er að hanna stöðvarhúsið og meiningin er að það geti fallið inn í hugsan- legt sumarhúsahverfi. Það á ekki að stinga í stúf, bara líta út eins og hvert annað hús sem risið gæti þar nálægt,“ segir Bergþór. „Eitt- hvað rask verður af þessum fram- kvæmdum á meðan þær standa yfir en vonandi fyrirgefst okkur það þegar þetta verður búið. Áhersla verður lögð á vandaðan og snyrti- legan frágang.“ Húsafell í National Geographic Bergþór segir að í framtíðinni muni jafnvel koma til greina að bjóða gestum Húsafells upp á heimsóknir í stöðvarhúsið, jafn- vel með leiðsögn þar sem þeim væri kynnt virkjanasaga Húsafells. „Hótelið er að fara í samstarfi við National Geographic. Þeir eru með umfjöllun í sínum tímarit- um og miðlum um umhverfisvæna nýtingu á vatni og ferðamennsku. „Eins grænt og vænt og virkjanir geta orðið“ - segir Bergþór Kristleifsson um Urðarfellsvirkjun í Húsafelli Umfjöllun þeirra nær til nýtingar á heitu vatni til upphitunar og baða, köldu vatni og vatni til rafmagns- framleiðslu. Þetta er hluti af ferða- tengdu afþreyingarefni sem þeir munu fronta í sínum blöðum,“ segir Bergþór og bætir því við að fulltrúum National Geographic hafi litist vel á Húsafell. „Við feng- um stórt prik í kladdann frá þeim fyrir rafmagnsframleiðslu í sátt við umhverfið og aðra starfsemi hér á svæðinu. Enn sem komið er hafa bara 50 staðir í heiminum ver- ið teknir til umfjöllunar hjá þeim. Þeir eru reyndar aðeins að stækka þessa umfjöllun sína en engu að síður er gaman að fá að vera með,“ segir hann. „En til að geta tekið þátt í þessari umfjöllun verðum við að kynna gestum á þeirra vegum svæðið og hvernig við framleiðum hér rafmagn. Þá reynslu og þær ferðir sem við förum með þeirra gesti í mætti vel nota í framtíðinni sem grunn að afþreyingarferðum, jafnvel með leiðsögn, stöðvarhúsið og virkjanirnar á Húsafelli skoðað- ar, þar sem áhugasamir gætu kynnt sér þá sögu,“ segir hann. „Allt sem styður við ferðaþjónustuna og fær fólk til að dvelja lengur hjá okkur í einu er af hinu góða,“ segir Berg- þór Kristleifsson að lokum. kgk Bergþór Kristleifsson á Húsafelli. Horft að Reyðarfellsskógi, en þar verður stöðvarhúsið byggt. Stöðvarhús elstu virkjunarinnar á Húsafelli, sem reist var árið 1948 af Þorsteini Þor- steinssyni, afa Bergþórs. Næst virkjaði faðir hans, Kristleifur Þorsteinsson árið 1978 og síðan Bergþór sjálfur árið 2003. Nú virkjar fjórða kynslóðin í Húsafelli, því Arnar sonur Bergþórs vinnur með honum að Urðarfellsvirkjun. Ljósm. úr safni. Skjáskot af Urðarfelli úr kortasjá Landmælinga Íslands. Fyrir ofan má sjá móta fyrir byggðinni á Húsafelli og neðar í mynd er Okið. Til hægri sést í Langjökul.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.