Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 11 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Sorphirða og rekstur á móttökustöð Gámu á Akranesi 2017-2022 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í sorphirðu fyrir heimili, rekstur á móttökustöð Gámu, og flutning sorps. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Helstu magntölur: Sorpílát 4.000 stk Sorp frá heimilum 1.400 tonn/ári Sorp frá móttökustöð 2.800 tonn/ári Verktími er frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2022. Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvu- póst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, með ósk þar um, þar sem fram kemur nafn, netfang og símanúmer bjóðanda. Tilboð verða opnuð í ráðhúsi Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 300 Akranes, fimmtudaginn 6.júlí 2017 kl. 11.00. Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Annan og fjórða þriðjudag í hverj- um mánuði hittast nokkrar fjör- ugar konur, sem kalla sig Dúll- urnar, á Bókasafni Akraness og hekla saman. Þetta hafa þær gert síðustu þrjú ár og hafa verið dug- legar að sýna afraksturinn en m.a. er listaverk eftir þær af Akra- fjalli að finna á bókasafninu. Nýj- asta uppátæki hópsins er það sem þær kalla heklgjörning. „Það ligg- ur svo sem engin alvara að baki þessu uppátæki, við höfum bara svo gaman að þessu. Við höfum verið að hekla í kringum steina í vetur og höfum nú stillt þeim upp víðs vegar um bæinn. Steinarn- ir eru við torgið á leiðinni inn í bæinn, á Akratorgi og við Höfða. Steinarnir verða síðan bara á þeim stöðum sem við lögðum þá, fólki er frjálst að gera það sem það vill við þá; bæði má skoða þá og taka,“ segir Ásta Salbjörg Alfreðsdótt- ir, ein af Dúllunum, í samtali við Skessuhorn. bþb Heklgjörningur Dúllanna á Akranesi Dúllurnar fóru árla morguns í upphafi vikunnar og komu afrakstri vetrarins fyrir víðs vegar um bæinn. Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2007) - 14 ára að taka þátt í ritsmiðju dagana 12.-15. júní. Leiðbeinandi verður Þorgrím- ur Þráinsson rithöfundur og til að- stoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00. Skráning og upplýsing- ar eru á Bókasafni Akraness, Dal- braut 1, netfang: bokasafn@akra- nes.is eða síma 433 1200. Ekkert þátttökugjald. Finndu okkur á Fa- cebook! Barnamenningarhátíð Akraness og Hvalfjarðarsveit- ar er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Einu sinni var... Sumarlestur 2017 Sumarlestur Bókasafns Akraness er lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 11. ágúst. Þema í ár eru himingeimurinn, geimver- ur og vísindi. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sum- ar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og „geimverumiða” til að festa í bókanetið. Bókasafnið verður í samstarfi við Skessuhorn, sem birtir vikulega stutt viðtal við Lesara vikunnar, meðan á lestri stendur. Lestrinum lýkur formlega 16. ágúst kl. 14:00 með „Húllum-hæ“ hátíð í Bóka- safni Akraness. Ævar vísindamað- ur kemur í heimsókn, happdrætti og léttar veitingar. Sumarlestur er ókeypis, skráning er nauðsynleg og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með að bókum sé skilað á réttum tíma, svo koma megi í veg fyrir van- skilasektir. Þetta er í tólfta sinn sem Bóka- safn Akraness stendur fyrir Sumar- lestri. -fréttatilkynning Skapandi skrif - ritsmiðja og Sumarlestur á Akranesi Þær tóku þátt í sumarlestri í fyrra. Ritsmiðja um skapandi skrif verður í sumar. Myndin er frá því í fyrra. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.