Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 23 Nú standa yfir framkvæmdir við sparkvöllinn í Grundarfirði þar sem að verið er að skipta um gervigras á vellinum. Nýjasta kynslóð gervi- grass verður sett á völlinn og verða foreldrar í bænum eflaust fegnir að losna við svarta gúmmíkurlið sem hefur gert þeim lífið leitt undanfar- in ár. tfk Skipt um gervigras á sparkvellinum Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði var að vinna við að fjarlægja gamla gervigrasið þegar myndin var tekin í síðustu viku, en til stendur að endurnýta það í göngustíga á golfvellinum. Starfsmenn Altis eru hér að setja nýja grasið á sparkvöllinn í blíðviðrinu fyrir helgina. Síðastliðinn sunnudag fór fram á Hvolsvelli mót í ringói. Sex lið; tvö frá Borgarbyggð, tvö úr Mos- fellsbæ, eitt úr Kópavogi og eitt frá HSK mættu til leiks. Eftir skemmtilega og oft fjör- uga keppni fór svo að HSK sigr- aði með tíu stig, í öðru sæti hafn- aði FAMOS með sex stig og í þriðja sæti UMSB-A með 6 stig. Næsta mót í ringói verður í Hveragerði á Landsmóti UMFÍ 50+. Mótið verður haldið dagana 23.-25. júní næstkomandi. fj/ Ljósm. Sigríður Bjarnadóttir. Kepptu í ringói ÍA klifrarar nýttu sér veðurblíðuna um helgina og fjölmenntu í Akra- fjallið ásamt stórum hópi höfuð- borgarbúa sem skoðuðu nýju leið- irnar sem Klifurfélag ÍA býður upp á. Nokkur klifurafrek voru unnin og margir sem klifruðu sína fyrstu leið utandyra. Gyða Alexanders- dóttir klifraði „Sæta álfinn“ í of- anvaði, Sylvía Þórðardóttir leiddi „Varðmenn spýjunnar,“ Brimrún Eir Óðinsdóttir leiddi nýja leið; „Mulning“ í fyrstu tilraun, Kol- beinn Brynjólfsson klifraði „Varð- menn spýjunnar“ í ofanvaði og Est- er Guðrún Sigurðardóttir, sem er einugis sjö ára ÍA klifrari, fór hálfa leið upp „Sæta álfinn“ og „Varð- menn spýjunnar“ í fyrstu tilraun í ofanvaði. Daginn eftir gerði Brimrún Eir sér ferð í Valshamar í Hvalfirði ásamt þjálfara sínum og setti þar tvær nýjar leiðir í bókina hjá sér, „Náttgagnið“ og hina klassísku „Eilífur er ekki hér,“ sem er með skemmtilegri klifurleiðum á suð- vesturhorninu. Sumarið byrjar vel og það hefur verið góð þátttaka og mikill áhugi hjá ÍA klifrurum fyrir útiklifri enda klifuraðstaða félagsins í Akrafjalli hin besta og stutt í önnur svæði. Lengri æfingaferðir eru á döfinni með sumrinu. þs Klifurfólk nýtti góða veðrið í þaula Hér fer Sylvía Þórðardóttir „Varðmenn spýjunnar“ í Akrafjalli. Á miðvikudagskvöldi í liðinni viku kom ungt fólk úr Borgarbyggð saman og hélt svokallaða ungmennaveislu í Hjálmakletti. Það var Ungmenn- aráð Borgarbyggðar sem boðaði til samkomunnar fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára. Í boði var fræðsla frá völv- unni, bingó, umræður um hvernig er að vera ungmenni í sveitarfélaginu og þá gæddu gestir sér á pizzum. Ungmennaráðið samanstendur af blönduðum hópi ungmenna allsstað- ar úr Borgarbyggð. Markmið þess er að búa til vettvang fyrir fólk á þess- um aldri og koma skoðunum sínum á framfæri. Um kvöldið voru sex spjöld uppi með ýmsum spurningum þar sem ungmenni gátu tjáð sig um hvað mætti betur fara og hvað væri gott fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Fram kom að næsta skref væri að taka hugmyndirnar sem komu eftir kvöld- ið, hitta fræðslunefnd Borgarbyggðar en áætlað er að halda sérstakan fund tileinkaðan Ungmennaráði. Fram kom í ungmennaveislunni að efla á virkt félagsstarf þessa aldurshóps og var veislan fyrsta skref í þá átt. mm/glh. Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdóttir. Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og Inga Björk Bjarnadóttir fluttu erindi á vegum völvunnar með umræðu um píku. Héldu ungmennaveislu í Hjálmakletti Ungmenni fylgjast með dagskrá. Menn lögðu misjafnlega mikið á sig til að verða viðstaddir þegar Víking- ur í Ólafsvík tók á móti ÍBV síðast- liðinn sunnudag í leik í Pepsideild- inni. Af þeim 480 sem sóttu leikinn kom í það minnsta einn áhorfandi alla leið frá Skotlandi en hann heit- ir Marc Boal. Boal er mikill áhuga- maður um íslenska knattspyrnu og gefur reglulega út tímarit ytra sem fjallar um íslenska knattspyrnu. Mikil stemning var fyrir leikinn í Ólafsvík og söfnuðust stuðnings- menn beggja liða saman á kaffihús- inu Kaldalæk þar sem vel var tekið á móti Boal. bþb Erlendur gestur á leik Víkings Ólafsvík Kátt var á hjalla fyrir leik hjá stuðningsmönnum beggja liða. Ljósm. Alfons Finnsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.