Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 20176 Bílvelta við Akrafjallsveg HVALFJ.SV: Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð við Akrafjallsveg laust fyrir klukkan 17 síðdegis á sunnu- dag. Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi. Öku- maður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af, yfir troðning sem liggur þar meðfram veg- inum og hafnaði á hvolfi úti í skurði. Vegfarandi sem varð vitni að slysinu braut hliðar- rúðu bílsins að aftan og að- stoðaði ökumann og farþega við að komast út. Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi sluppu ökumaður og farþegi með minniháttar meiðsli en voru fluttir til læknisskoðun- ar á HVE á Akranesi. -kgk Samþykktu ljósleiðara sam- hliða rafstreng REYKHOLTSD: Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram minnisblað og kort frá Guðmundi Daníelssyni verkefnisstjóra um lagningu ljósleiðararöra í Reykholts- dal í samvinnu við RARIK sem nú vinnur að þriggja fasa rafvæðingu á svæðinu. Um er að ræða 15 km. langa leið. Kostnaður við verkið er áætlaður 5,2 milljónir króna. Byggðarráð samþykkti að ráðast í þessa framkvæmd og lýsti jafnframt ánægju sinni með að hægt væri að sam- nýta framkvæmdir sem RA- RIK vinnur að og ná þannig niður kostnaði við lagningu ljósleiðara á þessu svæði og hraða þannig framkvæmd verksins. Í umsögn Guð- mundar segir m.a.: „Fyrir- huguð lagnaleið RARIK er í meginatriðum í samræmi við fyrirliggjandi hönnun á ljós- leiðarakerfi og hagkvæmt að laga hönnun ljósleiðarakerf- isins að framkvæmdum RA- RIK.“ -mm Sauðfé tekið úr vörslu eiganda SUÐURLAND: Nýverið svipti Matvælastofnun um- ráðamann sauðfjár á Suður- landi öllum kindum sínum. „Ástæða vörslusviptingar er sinnuleysi án þess að kröfur stofnunarinnar væru virtar. Í lögum um velferð dýra segir að umráðamönnum dýra beri að tryggja dýrum góða um- önnun, þ.m.t. að sjá til þess að þörfum dýranna sé sinnt að jafnaði einu sinni á dag,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Fram kemur að búið sé að fá aðila til að ann- ast dýrin fram yfir sauðburð. „Matvælastofnun er heim- ilt að krefja umráðamann/ eiganda dýra um kostnað af þvingunaraðgerðum. Um er að ræða á annan tug áa og verða þær áfram á staðnum í umönnun umsjónarmanns. Ástand dýranna er viðun- andi í dag og gefur ekki til- efni til frekari aðgerða að svo stöddu.“ -mm Leigja Lyng- brekku áfram BORGARBYGGÐ: Leik- deild Umf. Skallagríms hef- ur farið þess á leit við Borgar- byggð að samningur um leigu á félagsheimilinu Lyngbrekku verði framlengdur. Jafnframt verði veitt leyfi til að fara í ákveðna tiltekt og hreins- un til að nýta húspláss betur. Einnig var bent á að nauðsyn- legar viðhaldsframkvæmdir þyrftu að fara fram á húsinu. Á fundi byggðarráðs í síðustu viku var lýst vilja til að fram- lengja samning við leikdeild- ina um áframhaldandi notkun á húsinu. Sveitarstjóra var fal- ið að ganga frá framlengingu leigusamnings og umsjónar- manni eignasjóðs falið að fara yfir viðhaldsmál hússins með hliðsjón af undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár. -mm Þrír sóttu um starf skólastjóra REYKHÓLAHR: Þrjár um- sóknir bárust um starf skóla- stjóra Reykhólaskóla sem aug- lýst var laust til umsóknar fyrr í vor. Umsækjendur eru Valgeir Jens Guðmundsson kennari og Jón Einar Hauks- son kennari. Einn umsækjandi vill ekki láta nafns síns getið að svo stöddu, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Skólastjóri verður ráðinn af sveitarstjórn að fenginni um- sögn mennta- og menningar- málanefndar Reykhólahrepps. -kgk 22. maí árið 1987 var merkisdagur í Stykkishólmi. Þá tók Sverrir Her- mannsson, þáverandi menntamála- ráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýrri íþróttamiðstöð í bænum. Sama dag staðfesti svo Alexander Stefánsson þáverandi félagsmála- ráðherra tilskipun um bæjarréttindi Stykkishólmshrepps sem varð upp frá þeim degi Stykkishólmsbær. Í raun var tilviljun sem réði því að þessir atburðir gerðust sama dag- inn. Bæjarstjórn Stykkishólms hélt svo fyrsta bæjarstjórnarfundinn tæpum mánuði síðar. Í fyrstu bæj- arstjórn Stykkishólms sátu Kristín Björnsdóttir, Magndís Alexanders- dóttir, Gunnar Svanlaugsson, Guð- mundur Lárusson, Einar Karls- son, Pétur Ágústsson og loks Ein- ar Kristinsson sem jafnframt var forseti bæjarstjórnar. Fyrsti bæjar- stjóri Stykkishólms var sá sami og er í dag; Sturla Böðvarsson en hann sat til ársins 1991 þegar hann tók sæti á Alþingi. Sturla tók svo aftur við sem bæjarstjóri árið 2014. „Þetta er ánægjulegur dagur í dag ekki síður en fyrir 30 árum síð- an. Íþróttamiðstöðin sem tekin var skóflustungu að fyrir þrjátíu árum hefur sannarlega sett svip sinn á bæinn. Stykkishólmur hóf svo sam- starf við önnur sveitarfélög á öðr- um forsendum með bæjarréttind- unum. Bæjarfélagið er nú farið að vaxa og dafna aftur eftir lægð þeg- ar hörpudiskurinn hætti að veiðast. Nú eru bjartir tímar framundan í Stykkishólmi. Hér fjölgar fólki og bæjarfélagið er að eflast. Við lítum á þennan dag fyrir þrjátíu árum sem hvatningu til þess að halda áfram að efla og bæta samfélagið,“ sagði Sturla Böðvarsson þegar Skessu- horn sló á þráðinn til hans á afmæl- isdaginn síðasta mánudag. Bæjarstjórn Stykkishólms ákvað í vetur að efna til ljósmyndasýningar í nýja Amtsbókasafninu í Stykkis- hólmi í haust. „Á sýningunni getur fólk séð myndir úr leik og starfi í Stykkishólmi í gegnum árin. Ljós- myndasafnið býr yfir töluverðum fjölda mynda sem verða til sýnis en einnig hafa margir bæjarbúar tekið myndir af lífinu hér í gegnum árin og þar með skráð sögu bæjarins,“ segir Sturla. bþb Stykkishólmur fagnar þrjátíu ára bæjarafmæli Sturla Böðvarsson bæjarstjóri með gamla bæinn í baksýn. Ljósm. þþ. Seðlabanki Íslands tilkynnti í síð- ustu viku um lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig. Megin- vextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða nú 4,75% í stað 5% áður. Athygli vekur hversu lítil lækkun verður á stýrivöxtum nú enda standa ís- lenskir lántakendur undir hærri vöxtum en gerist og gengur í öll- um helstu viðskiptalöndum okk- ar. Í rökstuðningi peningastefnu- nefndar SÍ segir að horfur séu „á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra og bæði árin umfram það sem spáð var í febrúar. Frávik- ið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjónustu en áður var búist við en að auki er útlit fyrir meiri slök- un í aðhaldi opinberra fjármála í ár.“ Þá segir að spenna á vinnu- markaði og í þjóðarbúskapnum í heild hafi aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftug- an framleiðnivöxt. „Á móti auk- inni spennu vegur hækkun gengis krónunnar. Hún hefur gegnt lyk- ilhlutverki í aðlögun þjóðarbús- ins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.“ Loks segir orðrétt: „Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert pen- ingastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöð- ugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og ann- arri hagstjórn.“ mm Seðlabankinn lækkaði stýrivexti lítilsháttar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.