Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201716 Samband stjórnendafélaga færði Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi um síðustu helgi gjöf úr sjúkrasjóði sambandsins. „Við fengum höfðinglega gjöf til HVE í Stykkishólmi að andvirði rúmlega ein milljón króna,“ seg- ir Brynja Reynisdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur HVE í Stykkis- hólmi, í samtali við Skessuhorn. Samband stjórnendafélaga, sem áður hét Verkstjórafélag Íslands, hélt sambandsþing sitt í Hólm- inum um liðna helgi. Hefur það verið siður sambandsins um langt skeið að láta fé af hendi rakna úr sjúkrasjóði til sjúkrastofnana þar sem þingið er haldið hverju sinni. „Þetta er okkar hlutverk og við höfum gert þetta í áratugi. Stofn- anirnar finna sjálf tækin sem þeim hentar og miðast við þessa upp- hæð og við afhendum gjöfina,“ segir Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga. Góð viðbót „Það sem okkur var fært að gjöf var heilmikið. Meðferðarljós til meðhöndlunar fólks með húð- sjúkdóma fékk heilsugæslan að gjöf. Mun það bæta mjög með- ferðarmöguleika. Ljósið verður staðsett á heilsugæslunni og fólk getur fengið meðhöndlun með því að bóka tíma að því gefnu að það hafi tilvísun frá húðsjúk- dómalækni,“ segir Brynja. Hún vill þó koma því á framfæri að þeir sem hafa sótt meðferð í eldra ljósi þurfa að útvega sér nýja til- vísun húðsjúkdómalæknis til að fá rétta meðhöndlun í nýja meðferð- arljósinu. Önnur gjöf var færð sjúkraþjálf- uninni í Stykkishólmi; meðferðar- hjól fyrir hendur og fætur, æfinga- stigi til að þjálfa fólk með skerta hreyfigetu og körfuboltaspjald til að hengja á rimla, auk körfubolta og pumpu. „Við erum alsæl með þessar gjafir. Þetta er góð viðbót við það góða starf sem við erum að reyna að vinna, við að sinna þeim sem hingað koma, bæði og skjólstæðingum göngudeildar og sjúkrahúss. Við viljum senda kær- ar þakkir til Sambands stjórn- endafélaga fyrir gjafirnar,“ segir Brynja Reynisdóttir að endingu. kgk Fulltrúar HVE í Stykkishólmi og Sambands stjórnendafélaga við afhendingu gjafarinnar. Ljósm. sá. Færðu HVE í Stykkishólmi gjöf Síðustu vortónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar voru haldnir 16. maí síðastliðinn. Bæði var spilað á píanó og harmonikku ásamt söng. Þar komu fullorðnir nemendur tónlist- arskólans fram. Hinir síungu sungu einnig nokkur lög. Stóðu fullorðn- ir nemendur sig með prýði og voru tónleikarnir hinir skemmtileg- ustu. Þeim lauk svo með fjöldasöng bæði nemenda og gesta. Nemend- ur fengu svo vitnisburð vetrarins áður en þeir ásamt tónleikagestum gæddu sér á veitingum. þa Hinir síungu sungu fyrir nemendur tónlistarskólans Félagsmenn í Skíðaráði Snæfellsness voru önnum kafnir við frágang þeg- ar að fréttaritari Skessuhorns leit við hjá þeim á dögunum í brekkunum í Grundarfirði. Þá var verið að ganga frá í skíðaskálanum, taka niður diska í lyftunni og fara yfir búnaðinn eftir veturinn. Á myndinni frá vinstri eru þau Haukur Árni Hjartarson, Guð- mundur Pálsson, Hólmfríður Hildi- mundardóttir og Rut Rúnarsdóttir önnum kafin. tfk Vorverkin hafin á skíðasvæðinu Umtalsverðar framkvæmdir standa nú yfir á Arnarstapa á Snæfells- nesi. Er það ferðaþjónustufyrir- tækið Snjófell ehf. sem stendur að uppbyggingu á svæðinu, en fyrir- tækið á og rekur Arnarbæ á Arnar- stapa sem og Hótel Arnarstapa. Á síðasta ári var lokið við gerð ellefu smáhýsa og nú er að hefjast loka- spretturinn í byggingu 36 her- bergja hótels til viðbótar, auk 300 fermetra þjónustumiðstöðvar og veitingastaðar. „Að þessari viðbót lokinni verða hér í heildina um 60 herbergi, að meðtöldum smáhýs- unum sem reist voru í fyrra,“ seg- ir Svanur Tómasson hjá TS véla- leigu ehf. í samtali við Skessuhorn, en fyrirtæki hans sér um alla jarð- vinnu við framkvæmdina fyrir Hót- el Arnarstapa. „Að uppistöðu til eru þetta hús með fjórum herbergjum hvert, en þar að auki eru fjögur 60 fermetra hús. Þau eru hugsuð til að taka á móti fleirum í einu í gistingu auk þess sem þar er aðgengi fyrir fólk í hjólastól,“ segir Svanur. „Þjónustuhúsið sjálft er á mjög fallegum stað með góðu útsýni. Núna er sól og blankalogn á Arn- arstapa og alveg dásamlegt að vera hérna,“ segir hann. „Þar eru ellefu salerni sem eiga að geta þjónustað rúturnar sem koma hér við. Það vantaði nauðsynlega orðið klósett- aðstöðu og ánægjulegt að brugðist hafi verið við þeirri þörf.“ Vinnan gengið vel Skóflustungan var tekin að þjón- ustuhúsinu í byrjun júlí síðasta sumar. Þá var vinna við smáhýsin á lokametrunum. Vinna við þjón- ustuhúsið og herbergin 36 hófst síðan um haustið og hefur að sögn Svans gengið að óskum. „Þetta hef- ur gengið mjög vel og hjálpaði okk- ur töluvert í jarðvegsframkvæmd- um hvað veturinn var góður, ef frá er talið svartasta skammdegið þeg- ar var myrkur og ótíð. En heilt yfir var tíðin góð og það flýtti fyrir allri vinnu,“ segir hann. Svanur segir að undanfarið hafi verið unnið alla daga vikunnar, enda farið að síga á seinni hluta framkvæmdanna. Hann vill þó ekki fullyrða hvenær vinnu lýk- ur. „Lokahnykkurinn er að hefj- ast þessa vikuna og síðustu daga hafa verið hátt í 20 iðnaðarmenn á svæðinu. Verið er að bera inn rúm í herbergin þessum töluðu orðum, ganga frá raf- og pípulögnum og fleira slíkt. Við erum að klára fyrir hellulögn og vinna að lóðafrágangi. Í sumar kemur síðan malbikunar- stöð á Nesið og þá verður planið malbikað,“ segir Svanur Tómasson að lokum. kgk Lokahnykkurinn að hefjast við hótelbyggingu á Stapa - 36 herbergi og 300 fermetra þjónustuhús í byggingu Húsin eru sunnan við veginn. Samtals eru þar 36 herbergi, auk 300 fermetra þjónustuhúss og veitingastaðar. Ljósm. hb. Að uppistöðu eru fjögur herbergi í hverju húsi en auk þess eru fjögur 60 fermetra hús þar sem hægt verður að taka á móti fleirum í gistingu. Þannig var umhorfs á framkvæmdasvæðinu þegar Skessuhorn var á ferðinni fyrir helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.