Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 9 Eðalfiskur ehf • Vallarási 7-9, 310 Borgarnesi • S: 437-1680 sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Hraust, stundvíst hresst fólk óskast til starfa Eigum við samleið? Óskum eftir fólki til sumarafleysinga og framtíðarstarfa við laxvinnslu. Við erum að hausa, flaka, snyrta, beinhreinsa og pakka fullt af laxi aðallega til útflutnings á ferskum og unnum íslenskum laxi. Önnur tilfallandi störf við framleiðslu. Hafðu samband með því að senda tölvupóst á edalfiskur@edalfiskur.is og tölum saman. S K E S S U H O R N 2 01 7 Breyttur afgreiðslutími í sumar Vegna sumarleyfa starfsmanna verður afgreiðslutími á skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi, á Akranesi, í Borgarnesi og í Stykkishólmi styttur þannig að þær verða opnar milli kl. 11:00 og 15:00 frá 12. júní til 18. ágúst 2017. Skrifstofan í Búðardal verður af sömu ástæðu lokuð þrjá daga í sumar þ.e. 29. og 30. júní og 14. júlí. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 19. maí 2017 Ólafur K. Ólafsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Í lok síðasta árs hófust fram- kvæmdir á sundlaugarsvæði á Jað- arsbökkum. Þeim framkvæmdum mun ljúka innan tíðar, en að sögn Harðar Kára Jóhannessonar um- sjónarmanns íþróttamannvirkja hjá Akraneskaupstað er stefnt að því að ljúka framkvæmdum fyrir Akranesleikana í sundi sem hefjast 2. júní næstkomandi. „Það er lítið eftir en mósaíkflísalögnin í pottana er tímafrekari en búist var við. Það er aðallega frágangur eftir í kring- um laugina, klára steypuvinnu, leggja gúmmíflísar og þess háttar. Það er búið að leggja nýjar lagn- ir í sundlaugina og nýir miðlunar- tankar hafa verið teknir í notkun; öll sú vinna er búin.“ sagði Hörð- ur Kári þegar Skessuhorn leit við í vikulokin. Jaðarsbakkalaug hefur að mestu verið óbreytt allt frá því hún var tekin í notkun sumarið 1988. Þetta eru því fyrstu stóru framkvæmd- irnar á svæðinu eftir vígslu hennar. Skipt hefur verið um heitu pott- ana sem og vaðlaugina og munu pottarnir og vaðlaugin verða sam- tengd núna. Breytingarnar á Jað- arsbökkum svipa til breytinganna á Vesturbæjarlauginni árið 2014. Tveir stórir heitir pottar verða í boði. Annar hefðbundinn en hinn nuddpottur. Þá verður rauði skjól- veggurinn rifinn og nýtt grindverk sett í staðinn sem mun bæta útsýni sundlaugargesta. Til stendur að næsta framkvæmd við sundlaugina verði að setja nýja rennibraut. „Það verður ekki skipt um rennibraut í þessari atrennu. Það stendur þó til að skipta um hana í náinni framtíð. Þá verður stefnt að því að koma upp einhvers konar þriggja rennibrautakerfi,“ segir Hörður Kári. bþb Vonast eftir að ljúka framkvæmdum fyrir Akranesleikana Þegar Skessuhorn bar að garði var verið að ljúka við steypuvinnu í kringum sundlaugina. Tölvuteikning af því hvernig svæðið mun líta út eftir breytingar. Von bráðar verður hafist handa við að mósaík-flísaleggja pottana tvo en nú þegar er búið að mósaík-flísaleggja vaðlaugina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.