Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201726 „Hvað er það besta við vorið?“ Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Svanfríður Þórðardóttir: „Þegar verður bjart og fallegt og allt fer að taka við sér, bæði gróðurinn og ég.“ Olga Heiðarsdóttir: „Krían, það er gaman þegar hún kemur.“ Björn Hilmarsson: „Sumarið er að nálgast, veðrið að batna og birtan eykst.“ Jóhannes Ólafsson: „Þegar allt lifnar við, bæði gróð- urinn og ekki síst dýralífið.“ Ruth til liðs við ÍA Rétt fyrir lok f é l a g a s k i p t a - gluggans hér- lendis náðu Fylkir og ÍA samkomu- lagi um að Ruth Þórðar Þórðar- dóttir myndi spila með ÍA á láns- samningi í sumar. Þetta eru nokkuð stór tíðindi fyrir ÍA því Ruth er reynslumikill leikmaður í efstu deild kvenna. Ruth hefur spilað allan sinn feril með Fylki ef frá er talað stutt stopp hjá Þrótti árið 2010. Leikir Ruthar eru 206 talsins með Fylki og í þeim hefur hún skorað 63 mörk. Ruth á án efa eftir að hjálpa Skagakonum mikið sem ætla sér aftur upp í deild þeirra bestu eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. Skagakon- ur hafa farið vel af stað í sumar og hafa unnið báða leiki sína í deildinni. -bþb Þrjár í landsliðs- hópnum VESTURLAND: Búið er að velja þá tólf leikmenn sem munu skipa landslið Ís- lands, hjá konum og körlum, á Smá- þjóðaleikunum sem fara fram í San Mar- ínó dagana 30. maí til 3. júní. Þetta eru 17. leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði lið Íslands höfnuðu í öðru sæti. Landslið kvenna er skipað öllum þeim bestu leikmönnum sem leikfærir eru. Af Vesturlandi koma þrjár orkumiklar kon- ur. Þar sem Gunnhildur Gunnardóttir er nú barnshafandi verður hún fjarri góðu gamni. Systir hennar Berglind Gunnars- dóttir er í hópnum sem og Hildur Björg Kjartansdóttir sem einnig kemur úr Snæfelli. Þá er Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir úr Skallagrími einnig í hópnum. Enginn af vestlensku körlunum skipa landsliðshópinn að þessu sinni. -mm ÍA mætir Gróttu í bikarnum KNATTSPYRNA: Dregið var í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knatt- spyrnu á föstudaginn. ÍA var eitt vest- lenskra liða í pottinum, en Skagamenn báru sigurorð af Fram í ótrúlegum leik á Akranesi á miðvikudagskvöld, 4-3. Skagamenn drógust á móti 1. deildar liði Gróttu og mætast liðin á Akranesvelli þriðjudaginn 30. maí næstkomandi. Bik- armeistarar Vals taka á móti Stjörnunni, en viðureignir 16 liða úrslita má nálgast í heild sinni á heimasíðu KSÍ. -kgk Kári féll úr bikarnum KNATTSPYRNA: Káramenn hafa lokið keppni í Borgunarbikar karla í knatt- spyrnu að þessu sinni. Þeir mættu 1. deildar liði Selfoss í 32. liða úrslitum þriðjudaginn 16. maí og máttu sætta sig við 3-2 tap. Alfi Conteh Lacalle kom Selfyssingum yfir á 13. mínútu og tveim- ur mínútum síðar bæti James Mack við öðru marki heimamanna. Andri Júlíus- son minnkaði muninn fyrir Kára á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Á 61. mínútu jafnaði Kári með marki Arn- órs Snæs Guðmundssonar. Það var síðan Elvar Ingi Vignisson sem tryggði Selfyss- ingum sigur þegar tvær mínútur lifðu leiks. Lokatölur 3-2. Káramenn mega hins vegar vel við una, því þeir leika tveimur deildum neðar en Selfoss. -kgk Víkingur Ó. mætti liði Selfoss í annarri umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöld. Leikið var á Ólafsvíkurvelli og máttu heimakonur sætta sig við tap, 0-4. Gestirnir frá Selfossi áttu al- gjöra draumabyrjun í leiknum. Þær komust yfir strax á 11. mínútu með marki frá Barbáru Sól Gísla- dóttur og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Karitas Tómasdótt- ir. Selfoss komið tveimur mörkum yfir og aðeins korter liðið af leikn- um. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í fyrri hálfleik. Staðan í hléinu því 0-2, Selfossi í vil. Þegar 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kom þriðja mark leiksins. Kristrún Rut Ant- onsdóttir skoraði og kom Selfossi í 3-0. Gestirnir létu síðan kné fylgja kviði og bættu fjórða og síðasta marki leiksins við aðeins þremur mínútum síðar, á 65. mínútu og þar var Barbára aftur á ferðinni. Lokatölur á Ólafsvíkurvelli urðu því 0-4 fyrir Selfoss. Úrslit leiksins þýða að Víkingur situr í 7. sæti deildarinnar með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Næst leika Víkingskonur sunnudag- inn 28. maí þegar liðið heimsækir Þrótt R. kgk/ Ljósm. Víkingur Ó. Víkingskonur lágu fyrir Selfossi Í síðustu viku fóru fram 32ja liða úrslit í Borgunarbikar karla í knatt- spyrnu. Aðeins ein viðureign var milli liða í efstu deild, en Víking- ur Ólafsvík fékk heimaleik gegn Valsmönnum og fór sá leikur fram á fimmtudagskvöld. Það var ljóst fyrir leikinn að Víkingum beið erf- itt verkefni í ljósi þess að Valsmenn hafa verið það lið sem leikið hafa hvað best í upphafi knattspyrnu- sumarsins. Þrátt fyrir mikla baráttu Víkinga lauk leiknum 1-0 Val í vil. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og lítið um færi. Víking- ar voru þéttir og gáfu Valsmönnum fáa möguleika. Allt virtist stefna í markalausan fyrri hálfleik en undir lok hálfleiksins náði Andri Adolp- hsson að koma boltanum í net- ið eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Ei- ríkssonar. Þetta reyndist vera eina markið sem skorað var í leiknum. bþb Víkingar luku leik í bikarnum Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Ljósm. af. Seinni hluti Íslandsmótsins í hóp- fimleikum fór fram á Akureyri um liðna helgi. Fimleikafélag Akra- ness sendi sjö lið til keppni undir merkjum ÍA. Allt tóku því um 80 ungar og efnilegar fimleikastúlkur frá Akranesi þátt í mótinu. Kepptu þær í 3., 4. og 5. flokki og stóðu sig með stakri prýði. Félagið sendi eitt lið til keppni í 3. flokki C og hafnaði ÍA þar í 6. sæti með 28.333 stig. Tvö lið tóku þátt í 4. flokki C. Þar bar ÍA-1 sigur úr býtum með 31.999 stig, en ÍA-2 hafnaði í 4. sæti með 25.699 stig. ÍA-3 stóð sömuleiðis uppi sem sigurvegari í 4. flokki D með 25.765 stig. Í 5. flokki sendi ÍA þrjú lið til keppni. Lið ÍA-1 hafnaði í 7. sæti með 21.316 stig, ÍA-2 í 8. sæti með 19.683 stig og ÍA-3 fékk 18.583 stig og endaði í 9. sæti. kgk/ Ljósm. FIMA. Gerðu gott mót á Íslandsmóti í hópfimleikum Lið ÍA 1 sigraði í 4. flokki C. Lið ÍA 3 stóð uppi sem sigurvegari í 4. flokki D.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.