Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.05.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 19 LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Færni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvattir til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 11. júní 2017. Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is. Um er að ræða 100% starf. Leikskólinn Hnoðraból Lífið er yndislegt með sól í hjarta SK ES SU H O R N 2 01 7 Námskeiðið hentar öllum og verður sniðið að þörfum og getu þátt- takenda. Líkamlegur styrkur er ekki höfuðatriði á þessu námskeiði heldur forvitni og áhugi. Námskeiðið hefst á Arnarstapa kl. 10. laugardaginn 27. maí, með stuttum fræðilegum inngangi í Samkomuhúsinu. Þátttakendur finna sér hentugan stein í Stapagili og hefjast handa við steinhöggið með hamri og meitli undir handleiðslu Gerhards König myndhöggvara. Öll verkfæri verða á staðnum. Unnið verður til kl.16 með matar- og kaffipásum. Sunnudaginn 28. maí verður byrjað kl.10 og endað á fyrirlestri í Samkomuhúsinu kl.14. Aðal viðfangsefnið verður steinhögg en auk þess fá þátttakendur að vinna með rekavið og annan efnivið. Námskeiðið er haldið í samvinnu Svæðisgarðsins Snæfellsness, Vitbrigða Vesturlands og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands með styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands. Verð: 20.000 kr og innifalið er fæði og allt efni. Skráning í síma: 437 2390 og á vef Símenntunar: www.simenntun.is. Vinnum með anda Snæfellsness Námskeið í steinhöggi Arnarstapa, helgina 27.-28. maí 2017 SK ES SU H O R N 2 01 7 Síðastliðinn föstudag fóru nemend- ur í 5.-7. bekk Grunnskóla Snæ- fellsbæjar í fjöruferð inn að Fróðár- ósnum. Ferðin tengdist verkefninu „Hreinsun strandlengjunnar“ sem Svæðisgarðurinn hefur umsjón með. Nemendur voru mjög áhuga- samir og duglegir við að tína rusl og þar var ýmislegt sem ekki átti heima í fjörunni. Starfsmenn áhaldahúss- ins sáu svo um að ná í ruslið og var afraksturinn um 470 kg. Greinilegt var að nemendur nutu sín vel í fjör- unni. hma Nemendur hreinsuðu rusl úr fjörunni Starfsmenn Áhaldahúss Stykkis- hólmsbæjar voru önnum kafnir við að steypa nýja gangstétt í mið- bænum þegar ljósmyndara Skessu- horns bar að garði í gærmorg- un. Að sögn Högna Högnasonar bæjarverkstjóra markar vinna við gangstéttirnar upphaf sumarverk- efna áhaldahússins. „Það stend- ur til að taka slatta af gangstétt- um úti um allan bæ í gegn í sum- ar. Við mokum gömlu gangstétt- unum í burtu og steypum nýjar í staðinn,“ segir Högni. Vinnan við gangstéttirnar er tímafrek og ekki útséð hvenær lokið verður við að taka gangstéttir bæjarins í gegn. Hins vegar segir hann steypuvinnu dagsins hafa gengið afar vel fyrir sig. „Þetta var alveg brillíant,“ eins og hann orðar það. Högni segir að sér til halds og trausts hafi starfsmenn áhalda- húss dyggan aðstoðarmann, öll- um hnútum kunnugan, sem komi meðal annars í verkefni á borð við endurnýjun gangstétta. Að öðrum kosti verða starfsmenn Áhalda- húss Stykkishólmsbæjar sjö til átta talsins í sumar, enda næg verkefni framundan. „Næst á dagskrá er sláttur, hann fer að hefjast á fullu innan tíðar og svo auðvitað áfram- haldandi vinna við gangstéttirnar. Þetta eru stærstu verkefni sumars- ins og svo verður vonandi farið í einhverjar gatnaframkvæmdir,“ segir Högni að lokum. kgk Gangstéttir steyptar í Stykkishólmi Starfsmenn Áhaldahúss Stykkishólmsbæjar voru að steypa gangstétt í mið- bænum í gær. Ljósm. sá. Erfitt hefur reynst að ráða fólk í sumarafleysingar á Dvalarheimilið í Stykkishólmi. Að sögn Kristínar Sig- ríðar Hannesdóttur forstöðumanns vantar bæði fólk í aðhlynningu, félagsstarf og eldhúsið. „Það hefur ekki gengið nógu vel að manna fyrir sumarið. Staðan er verri en í fyrra en ástæðan er líka að það hafa verið af- föll, vegna barneigna og svoleiðis. En það gekk betur í fyrra að manna þess- ar stöður,“ segir Kristín. Hún segir stöðuna vera svona víðar en á dvalarheimilinu. „Mað- ur heyrir þetta víðar en hér, það er enn verið að auglýsa eftir fólki víð- ast hvar í sumarafleysingar. Auðvi- tað má segja að það sé jákvætt að það sé ekki atvinnuleysi hérna í Stykkis- hólmi, þó staðan sé ekki jákvæð fyrir okkur hérna.“ Kristín segir að aðal- lega vanti starfsfólk í aðhlynningu, sérstaklega þegar líða fer á sumar- ið. „Frá og með miðjum júlí vantar mig alveg tvo til þrjá starfsmenn. Ef það gengur ekki, þá er reynt að reka þetta á aukavöktum sem gengur ekki til lengdar. Fólk verður þreytt og það er mun meiri kostnaður fólginn í því. Svo vantar í félagsstarfið, sem eru um þrír tímar á dag, fjóra daga vikunn- ar.“ Ef ekki fæst sumarafleysing við félagsstarfið mun starfið falla niður í þrjá mánuði í sumar. Til að bregðast við því ákvað starfsfólk dvalarheimil- isins að leita til ættingja, vina og íbúa Stykkishólms á öllum aldri í gegnum Facebook. Þar er leitað til fólks sem er tilbúið að koma og lesa, spjalla, syngja, spila á hljóðfæri eða spila á spil, svo eitthvað sé nefnt. „Við höf- um fengið einhver viðbrögð við aug- Félagsstarf fellur niður á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi lýsingunni. Ásbyrgi mun koma eitt- hvað inn til okkar, eftir hádegi dag og dag. Svo var ein ömmustelpa sem ætlar að koma eitthvað til okkar í sumar líka,“ segir Kristín. Hægt er að hafa samband við Kristínu á Dvalarheimilinu í síma 433-8165, bæði vegna sumarheim- sókna og sumarafleysingastarfanna. „Þetta er ótrúlega skemmtilegur og lifandi vinnustaður,“ segir Kristín að endingu. grþ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.