Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 28. tbl. 20. árg. 12. júlí 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin 40% afsláttur á útsöluvörum ÚTSALA Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 „Að spila fyrir Ísland og Íslend- inga er það skemmtilegasta sem ég geri og ég tala nú ekki um þeg- ar vel gengur, þá er það besta til- finning í heimi,“ segir Skagakon- an Hallbera Guðný Gísladóttir sem nú er á leið á sitt annað stór- mót í knattspyrnu, EM 2017. Í við- tali í Skessuhorni í dag segist Hall- bera vera keppnismanneskja og meðan hún er að spila í góðum lið- um og standa sig, þá vilji hún halda áfram. „Ég veit samt sem áður ekki hvort ég verði að spila erlendis eða heima á næsta ári. Ég kvíði því ekki að hætta í fótboltanum þar sem ég er einnig spennt fyrir því að fara að vinna og skapa mér feril á því sviði,“ segir Hallbera. Hún segir að hún muni sakna félaganna í lands- liðinu einna mest þegar hún hætt- ir. „Það eru auðvitað forréttindi að fá að spila fótbolta og upplifa svona hluti eins og EM með tuttugu vin- konum. Við erum þéttur og góður hópur og eyðum miklu tíma sam- an.“ Sjá bls. 16-17. bþb Þórður Sævarsson, þjálfari Klif- urfélags ÍA á Akranesi, hefur nú í sumar fengist við nokkuð óvenju- legt verkefni. „Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í sumar með nokkrum bandarískum félögum mínum undir merkjum Slackl- ine Iceland. Það kallast Highlin- ing og felst í að gengið er á línu sem strengd er milli tveggja punkta hátt yfir jörðinni.“ Stundum er lína strengd milli háhýsa en einnig úti í náttúrunni, yfir gljúfur eða milli fjallstinda, eins og gert er á með- fylgjandi mynd sem tekin er upp í Akrafjalli um helgina. Þó það kunni að hljóma undarlega er mikið lagt upp úr öryggi í þessari íþrótt, áhersla lögð á vel gerðar tryggingar sem göngulínan er fest við og einn- ig er öryggislína sem menn festa við göngulínuna sem tekur af fall. „Því er ekki um neinn glannaskap að ræða,“ fullyrðir Þórður. Sjá nánar bls. 30. mmForréttindi að fá að upplifa svona mót Ofurhugar ganga yfir gljúfur Sumarmót SamVest í frjálsum íþrótum var haldið í Borgarnesi á sunnudaginn. Metþátttaka var á mótinu, en alls voru skráðir til leiks 89 keppendur frá aðildarfélögum SamVest og víðar. Gerir það sumarmótið að fjölmennasta viðburði á fimm ára starfstíma SamVest samstarfsins. Á meðfylgjandi mynd eru þátttakendur að taka við verðlaunum sínum. Ljósm. bá. Sjá nánar á bls. 18.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.