Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 11 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni og hefur oft verið kallað hið gleymda næringarefni. geoSilica framleiðir 100% náttúrulegan íslenskan jarðhitakísil, steinefni úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. geoSilica Iceland ehf. Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbær - geosilica@geosilica.com - www.geosilica.com Kísill stuðlar að: • Styrkingu bandvefs • Styrkingu hárs og nagla • Þéttleika í beinum • Betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð Apótek Hafnarfjarðar Apótek Vesturlands Apótekarinn Apótekið Austurbæjar Apótek Fjarðarkaup Hagkaup Heilsuhúsið Hraunbergsapótek Lyf og heilsa Lyfja Lyfsalinn Glæsibæ Nettó Siglufjarðar Apótek Urðar Apótek 20% afsláttur af Kísilsteinefni geoSilica í júlí á eftirfarandi sölustöðum afsláttur SK ES SU H O R N 2 01 7 Starfsmaður í áhaldahús Borgarbyggðar Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfið felst í vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverk- efni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur. Bílpróf og vinnuvélaréttindi eru kostur svo og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mann- legum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2017. Umsóknir skulu sendar rafrænt á borgarbyggd@ borgarbyggd.is merktar áhaldahús. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar í síma 892 5678 eða í tölvupósti, ahaldahus@borgarbyggd.is. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Hvað gera sjómenn þegar þeir eiga sumarfrí? jú, þeir fara á sjóinn. Það á að minnsta kosti við um Alex Pál Ólafsson, skipverja á Örvari SH. Skessuhorns hitti Alex fyrir í Stykk- ishólmi síðastliðinn fimmtudag. Hann hefur verið við grásleppu- veiðar á yfirstandandi vertíð og var að ganga frá netum í báti sín- um, Denna SH, þegar blaðamann bar að garði. „Þetta er minnsti grásleppubátur á Íslandi. Ég veit allavega ekki um neinn minni og ekki einu sinni um bát sem er jafn lítill,“ segir Alex léttur í bragði, en báturinn er rétt rúmir sex metrar að lengd og aðeins tveggja metra breiður. Og hvernig eru aflabrögð- in á minnsta grásleppubáti lands- ins? „Ég hef verið að fá upp í tæpt eitt og hálft tonn yfir daginn þeg- ar best lætur. Ég er alveg sáttur við það,“ segir Alex. Hann segir veiðarnar hafia geng- ið allt í lagi það sem af er vertíðinni. „Þetta hefur verið svona la la hjá mér en aftur á móti hefur gengið mjög vel hjá þeim sem byrjuðu fyrr. Ég lagði ekki fyrr en 17. júní og þá voru öll svæði upptekin þar sem ég ætlaði að vera,“ segir hann, en hefja mátti veiðar á Breiðafirði svæði tvö hinn 20. maí síðastliðinn. Netin hefur Alex lagt á tveim- ur stöðum; annars vegar norður í Melavík við Klofning og hins veg- ar í Kolgrafafirði. „Nú er ég að fara að bæta við netum norður frá, við Klofning,“ segir hann. Alex hefur ýmist róið einn eða með syni sín- um. „Sonur minn hefur komið með mér þegar hann hefur komist vegna sinnar vinnu,“ segir hann. „Sjálfur er ég nú bara í sumarfríi. Ég er á sjó allt árið á Örvari og grásleppu- veiðarnar áttu bara að vera hobbý. Konan minnti mig á það um dag- inn, fannst ég eitthvað lítið hafa verið heima í fríinu,“ segir Alex léttur í bragði að endingu. kgk Alex Páll Ólafsson, skipverji á Örvari SH, veiðir grásleppu í sumarfríinu. „Grásleppuveiðarnar áttu bara að vera hobbý“ - Alex Páll rær á minnsta grásleppubáti landsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.