Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Page 24

Skessuhorn - 12.07.2017, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201724 Í Borgfirðingabók 2017 er birt frá- sögn Helgu laufeyjar Hannesdótt- ur fyrrum húsfreyju í Brekkukoti í Reykholtsdal um Gest Ingvar Ólafs- son. Gestur þessi var fæddur að Vil- mundarstöðum í sömu sveit í októ- ber 1877. Hann var af sumum tal- inn vanheill andlega og líkamlega og alinn upp á kostnað sveitarinnar. Hann bjó fyrst að Vilmundarstöð- um, þá í Reykholti í skjóli séra Ein- ars Pálssonar en síðustu 31 árin á Hurðarbaki eftir að séra Einar lét af prestskap og flutti árið 1930. Helga laufey var ung að árum þegar hún kynntist þessum hægláta manni sem Gestur var, en hann hafði fyr- ir dægrastyttingu að heimsækja fólk á næstu bæjum. En gefum Helgu laufeyju orðið þar sem hún minnist Gests með fallegum orðum: Ég hef varla verið nema fimm ára gömul þegar ég fékk fyrst að fara til Reykholtskirkju með foreldrum mín- um. lítið man ég nú frá þeirri för en þó er ein minning sem ég man und- urvel enn í dag. Ég stóð hjá móður minni á hellulögðu gólfinu í gang- inum á prestssetrinu, hún beygði sig niður og klæddi mig í nýgerða ís- lenska sauðskinnsskó með rósalepp- um í þegar hurð beint inn af ganginum opn- aðist. út gekk maður, meðal- maður á hæð, s a m s v a r a n d i þrekinn í gráum fötum með gráa prjónahúfu á höfði, í gráum sokkum, girtum utanyfir buxna- skálmarnar. Sitt á hvorum hand- legg bar hann stóra vatnsskjólu með stórum trékilp. Mamma rétti sig upp, rétti manninum höndina og mælti: „Sæll Gestur minn“. „Sæl,“ svaraði hann, en svo lágt að varla heyrðist, svo rétti hann mér höndina til heilsu. Hún bar þess greinilega vott að hafa oft komist í kynni við kulda og kulda- bólgu. Gestur hvarf fram úr göngun- um en ég stóð við hlið mömmu hálf smeyk. „Hver er þetta?“ spurði ég. „Ég skal segja þér það seinna,“ svar- aði mamma. Seinna heyrði ég svo að Gest- ur hefði átt heima að Vilmundar- stöðum og hefði verið á sveitinni og hefði verið í hjásetu þegar prestur- inn sr. Einar Pálsson, sem þá þjón- aði Reykholti hefði komið til hans. Eitthvað líkaði presti ekki aðbúnað- ur Gests, tók hann heim með sér og hafði hann á sínu heimili þar til hann hætti að búa. Ekki tók prestur með- lag frá sveitinni fyrir Gest á meðan hann dvaldi hjá honum en sagði að hann ynni fyrir sér. Ég heyrði þess getið að vel hefði farið um Gest í Reykholti. Tvær aldr- aðar konur voru á prestssetrinu og var því viðbrugðið hve vel þær höfðu þjónað Gesti. Börn sr. Einars og jó- hönnu voru sjö: Eggert, síðar læknir í Borgarnesi, Ingibjörg, kaupkona í Reykjavík, Gunnlaugur Briem, guð- fræðingur, Svanbjört, gift í Reykja- vík, Valgerður, hjúkrunarkona og frú í Kalmanstungu, Páll, framkvæmda- stjóri í Reykjavík og Vilhjálmur, síðar bóndi á laugarbökkum í Ölfusi. Árin liðu. Næstu ár kom Gestur stöku sinn- um á heimili foreldra minna, var hon- um jafnan vel tekið og veittur beini eins og öðrum er að garði bar. Þótt mamma vildi láta Gest sitja til borðs með heimilisfólkinu baðst Gestur undan því, vildi heldur sitja einn í einhverju horni og vera skammtað sér á disk. Ávallt spurði Gestur frétta, og sagði fréttir ef einhverjar voru. Einnig gáði Gestur alltaf inn í öll úti- hús, ýmist þegar hann fór eða kom. Eitt sinn er Gestur kom brá pabbi á glens við hann og mælti: „Er Gunn- laugur ekki stundum að taka utan um kaupakonurnar og kitla þær?“ Gest- ur reyndi að dylja bros er færðist yfir andlitið, svo mælti hann: „jú og Palli líka“. Gunnlaugur Briem útskrifað- ist sem guðfræðingur, hugðist hann gerast aðstoðarmaður föður síns og taka síðar við af honum. Um vorið var messa í Reykholtskirkju. Gunn- laugur steig í stólinn og hélt ágæta ræðu. Ein var sú setning sem festist mér sérstaklega í minni og finnst hún ennþá geta náð til okkar allra. Gunn- laugur kvaðst hafa mætt konu á götu og spurt hana: „Hvort heldur þú að heimurinn sé að batna eða versna?“ Konan svaraði: „Ég geri mitt besta til að hann batni, en hvað gerir þú?“ Þetta var Gunnlaugs fyrsta og síð- asta messa í Reykholti. Skömmu síð- ar skrapp hann til Reykjavíkur en lést í þeirri för. Það var föður hans, sem og öllum öðrum mikið áfall og ákvað Einar þá að hætta prestskap og flytja til Reykjavíkur. Um vorið 1930, var það einn morgun að faðir minn bjó sig að heiman, ætlaði á fund. Þó ég væri ekki nema tíu ára sá ég að bæði pabbi og mamma voru óvenju döp- ur í bragði. Það væri sem þungar áhyggjur hvíldu á þeim, ég fór að spyrja hverju þetta sætti. „Það á að bjóða hann Gest upp,“ var svarið. „Bjóða hann Gest upp, það gat ekki átt sér stað,“ hugsaði ég. Ég hafði aðeins heyrt talað um uppboð þegar einhver hætti að búa og flestar eign- ir þeirra voru þá seldar þeim sem hæst buðu. Það gat ekki átt sér stað að það ætti að selja hann Gest. Ég hljóp til mömmu, hjá henni fékk ég ávallt skýr og greinargóð svör. „Eins og þú veist væna mín,“ svaraði hún, „er sr. Einar að hætta að búa og flytja til Reykjavíkur, ekki getur hann farið með Gest þangað, hann var áður á sveitinni og nú verður hann að fara þangað aftur. Á fundinum sem pabbi þinn er að fara á, á að gera út um það hver tekur Gest.“ Venjan er sú að sá sem vill taka heimilislausan ein- stakling að sér fyrir lægsta verð, fær hann. Komu pabba var beðið með óþreyju. Þegar hann kom heim sagði hann að Gestur færi að Hurðarbaki, Þorsteinn ætlar að taka hann gegn því að hann verði þá skattfrír. Mér virtist allir vera ánægðir með þessi málalok, töldu Guðrúnu konu Þor- steins góða konu sem líkleg væri til þess að reynast Gesti vel. Guðrún var hin mesta þrifnaðar- og mynd- armanneskja, hún var mjög góð saumakona, saumaði meðal annars karlmannsföt sem fóru mjög vel. Nokkru síðar sást til mannaferða á þjóðveginum, það var verið að flytja Gest á sitt nýja heimili. Nú var Gest- ur orðinn einn af okkar næstu ná- grönnum og var það til æviloka. Nú kom Gestur oftar en áður, stundum bara til okkar, stundum í leiðinni er hann var að fara eitthvað lengra. Ég held að það hafi verið föst venja hans að fara í nokkuð langa göngu- túra á sunnudögum, kom hann þá í heimsókn á nokkra bæi. Ávallt gekk hann þá beina línu, jafnvel þó sú væri blautari en önnur skammt frá. Alls staðar sem ég þekkti til var Gesti vel tekið og honum veittur beini sem öðrum er að garði bar. Ein var sú för sem ég man að Gestur fór ríðandi, það var í Rauðsgilsrétt á haustin og rak hann þá féð heim með heima- mönnum. Um þessar mundir var ég og mitt fólk tíðir gestir við Hurðarbaks- hver, þvoðum þar þvott og bökuðum brauð. Þegar ég var tíu ára féll það í minn hlut að þvo sokkaplögg og fara með brauð í hverinn ríðandi á hesti. Voru þau þvegin á þann hátt að þau voru klöppuð með spýtu á stórum steini við hverinn og síðan skoluð á milli þar til hreint vatn rann úr þeim. Brauðin voru bökuð í pottpotti er rúmaði um það bil níu lítra. Fyrst voru sokkarnir settir í strigapoka og þar ofan á potturinn með brauðinu og síðan bundið fyrir. Erfiðast var að komast á hestbak með pokann, að vísu voru þar góðar bakþúfur og ég á þægum hesti. Stundum var bróðir minn, sem var fimm árum yngri en ég, látinn fara með mér. Kom ég þá pokanum upp á hnakkkúluna og gat hann þá stutt við pokann meðan ég klifraði á bak fyrir aftan hann. Þetta vandamál var þó úr sögunni ef ein- hversstaðar sást til Gests. Hann kom alltaf og rétti mér pokann á bak. Sömuleiðis þegar mamma var að þvo þvottinn, var oft erfitt að spenna hestinn fyrir vagninn, sem þá var orðinn fullur af rennblautum þvotti. Ávallt kom Gestur ef hann var ein- hversstaðar í nánd, hinkraði þar til hún var búin og hjálpaði henni svo að spenna vagninn fyrir. Ávallt er maður sá til Gests á Hurðarbaki var hann eitthvað að starfa. Hann rakaði með heimafólki á túnum og engjum, mokaði hest- hús og margt fleira. Oftast man ég þó eftir Gesti er hann var að þvo sokkaplögg við hveralækinn. Ekki gerði hann það eins og við, að klappa þau á steini, heldur lá hann á hnján- um á steini út í læknum og nuddaði þau svo á milli handanna og skolaði þau svo á milli í læknum. Gestur var ávallt hægur og prúður, talaði mjög lágt og aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Ég hygg að mjög vel hafi farið um Gest á Hurðarbaki. Allan fatnað á Gest saumaði Guðrún sjálf úr nýju efni, ekki fóru föt Gests síður vel en önnur er Guðrún saumaði og allt- af eftir þeirra tíma tísku, utan þess, að jakkinn var hnepptur upp í háls. Þess óskaði Gestur sjálfur, fannst það hlýrra. Ég man hvað það var gaman á jóla- dagsmorgni að sjá Gest koma fram á brekkubrúnina fyrir ofan bæinn í Brekkukoti í nýsaumuðum og press- uðum fötum eftir Guðrúnu, með nýja húfu sem hann sagði að hún hefði gefið sér í jólagjöf. Einnig var hann nýklipptur og rakaður. Bjarni sonur Þorsteins stundaði klipping- ar í sveitinni um langt skeið og naut Gestur þess ekki síður en aðrir. Gestur lagaði á sér nýju húfuna, dustaði rykið af nýju fötunum eft- ir gönguferðina áður en hann gekk heim að bænum og bauð gleðileg jól. Einn var sá vinur er Gestur átti, heimilishundurinn Skuggi. Ávallt kvaðst Guðrún þurfa að skammta þeim samtímis, sinn á hvorn diskinn, annars gaf Gestur Skugga af mat sín- um meira en góðu hófi gegndi. Eitt sinn kom Gestur og var mjög dauf- ur í bragði, loks stundi hann upp: „Skuggi er dauður, hann varð undir bíl.“ Næst er Gestur kom var hann hress og glaðlegur á svipinn. „Það er kominn nýr hvolpur,“ sagði hann. Mamma spyr: „Hvernig er hann á litinn og hvað heitir hann?“ „Hann er svartur og heitir Skuggi,“ svarar Gestur og andlitið ljómaði af gleði. Ekki var þessi Skuggi síður fylgi- spakur en sá fyrri, helst vildi hann sitja við fætur Gests ef hann kom einhversstaðar, þá laumaði Gestur til hans bita og bita eða að hann laum- aði bita í vasa sinn og gaf honum þegar þeir komu út. Þegar bræður mínir eignuðust bíl fannst þeim gaman að bjóða Gesti í bíltúr. Ef þeir keyrðu eftir dalnum og sáu Gest á gangi í hlíðunum milli bæja, stoppuðu þeir þegar þeir voru komnir á móts við hann, flautuðu og buðu honum í bíltúr. Hraðaði hann sér þá til þeirra en aldrei vildi hann að þeir keyrðu hann lengra en að af- leggjaranum heim að Hurðarbaki. Þegar Þorsteinn og Guðrún hættu búskap á Hurðarbaki tók Bjarni son- ur þeirra og tengdadóttirin Sigríð- ur Sigurjónsdóttir við búi. Þau Þor- steinn og Guðrún dvöldu áfram á Hurðarbaki og einnig Gestur. Ávallt virtist mér Bjarni víkja vel að Gesti. Eitt sinn spurði pabbi Gest glettn- islega: „Hvor er nú betri nýja eða gamla frúin?“ Hann svaraði: „Sig- ríður er góð en Guðrún er betri“. Eitt sinn kom Gestur í heim- sókn og var þá svo niðurdreginn að við höfðum aldrei séð hann eins. Mamma gekk til hans og mælti: „Er þér að verða illt Gestur minn?“ Gestur draup höfði og seildist eftir vettlingi í vasa sinn og þurrkaði með honum tárin sem runnu niður vang- ana, svo leit hann upp, bláu augun hans voru svo full af hryggð að ég gleymi því aldrei. Svo stundi hann upp: „Hún Guðrún er dáin“. lengi fóru Bjarni og Sigríður með Gest á jólatrésskemmtun sem kvenfélagið gekkst fyrir að haldið var í Reykholti eða logalandi. Ég man hversu barnslega glaður Gest- ur var er hann gekk í kringum jóla- tréð sem prýtt var marglitum jóla- kertum og skrauti. Þarna skemmti hann sér með börnunum og fólkinu úr byggðinni. Svo var það dag einn að Gestur kom heim og við vorum eitthvað að vinna við fjárhúsin, það var létt yfir mannskapnum og eitt- hvað verið að gera að gamni sínu. Gestur tók því vel, virtist óvenju léttur í skapi. Þremur dögum síðar var Gestur að keyra drasl í hjólbörum frá bæn- um eins og vani hans var, en skilaði sér ekki heim, var þá farið að svipast um eftir honum, hann fannst þá lát- inn við hjólbörurnar, en Skuggi stóð hjá og ýlfraði sáran. Gestur, sem aldrei hafði unnið fyr- ir kaupi, var svo ríkur að geta tekið á sig stóran krók til að rétta þreyttri nágrannakonu eða lítilli telpu hjálp- arhönd þegar þær þurftu á að halda. Hann sem aldrei hafði átt nema föt- in sín og matinn sem hann fékk, var svo ríkur að hann gat gefið svarta ferfætta vini sínum jafnvel meira af mat sínum en góðu hófi gegndi. Hann var nú sofnaður í hinsta sinn við barm ættjarðarinnar á jörðinni sem hann hafði dvalið svo lengi á. útför Gests var gerð frá Reyk- holtskirkju í góðu veðri á kostnað hreppsins. Hreppsnefndarmennirn- ir sjálfir báru hann til grafar. Sveit- ungarnir margmenntu með Gesti þessa hinstu för, hann var jarðsettur norðan við kirkjuna. Nóttina áður en Gestur lést, dreymdi Svein bróður minn að Gestur kæmi til sín og segði: „Viltu nú ekki lofa mér að vera hjá þér því nú get ég ekki verið lengur á Hurð- arbaki.“ Daginn eftir frétti hann af láti Gests. Næsta vetur dreymdi hann Gest oft og ávallt var hann að biðja hann um að fá að vera en það væri nú orðið lítið sem hann gæti gert, en það sem hann gæti, skildi ekki vera ógert. Þann 22. apríl 1963 fæddist þeim Geirlaugu og Sveini í Ásgarði dótt- ir á sjúkrahúsinu á Akranesi. Ég fór með bróður mínum að sækja þær mæðgur. Á leiðinni spurði ég Svein hvort hann myndi láta hana heita eftir Gesti? „Það er nú það,“ svar- aði Sveinn „það er bara svo vont að breyta Gestsnafninu í kvenmanns- nafn.“ „Ekki nema það væri Gest- rós eða Gestrún,“ svaraði ég. Nótt- ina eftir dreymdi mig að ég stæði á kirkjutröppunum í Reykholtskirkju, á norðvesturhorni þeirra fannst mér Gestur standa. Mér fannst hann vera í skyrtu einni fata, hún var grárönd- ótt, með lista að framan saumað nið- ur að miðju en fall fyrir neðan, í háls- málinu var líning, mér fannst skyrt- an síð og náði honum niður undir hné. Bogi var á hliðunum bæði á aft- ur og framstykki. Mér fannst Gest- ur vera glaður og brosandi og segja við mig: „Nú gerði ég það gott, ég fór út á Akranes og fékk mér rimlar- úm til að sofa í því ég get ekki sofið í kistunni minni lengur.“ litla stúlka bróður míns var skírð Gestrún. Helga Laufey Hannesdóttir Minningar um Gest Greinarhöfundur; Helga Laufey Hannesdóttir í Brekkukoti. Hópmynd frá Reykholti 1925. Gestur fyrir miðri mynd. Aftasta röð: Sr. Einar Pálsson, Jóhanna Eggertsdóttir kona hans, Páll sonur þeirra, Guðrún Jónsdóttir frá Seljavöllum, Guðrún Tómasdóttir frá Gegnishólum, Vilhjálmur prestssonur, Svava Þor- kelsdóttir frá Hraundal, Sumarliði Sigmundsson frá Gróf og Ásmundur Ólason úr Reykjavík. Miðröð: Valgerður prestsdóttir, Gestur Ólafsson, Guðrún Þorgeirsdóttir úr Reykjavík, Helga Rósinkarsdóttir af Vestfjörðum og Gunnlaugur prestssonur. Fremsta röð: Eyjólfur Eyfells listmálari, situr með Jóhann son sinn, Ingibjörg prestsdóttir kona Eyjólfs, situr með Einar son sinn, Svanbjörg prestsdóttir, situr með Harald son sinn, Helga Pálsdóttir systir prests, Sigríður Guðmundsdóttir úr Reykjavík. Mynd fengin úr bókinni Reykholtssystkinin sem gefin var út í tilefni ættarmóts 7.–8. júní 2008.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.