Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 23 Starfsmanns hjá Speli Dag ur í lífi... Nafn: Hekla Haraldsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý enn í foreldrahúsum, barn- laus en í sambandi. Starfsheiti/fyrirtæki: Spöl- ur ehf. Áhugamál: Allt tengt elda- mennsku og bakstri, hreyfing og að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Dagsetning: Föstudagurinn 7. júlí. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði um 6 leytið og fór út að skokka. Hvað borðaðirðu í morgun­ mat? Ab-mjólk með múslí og jarðarberjum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég mætti í vinnuna kl. 8 og ég fór á bíl. Fyrstu verk í vinnunni: Ég byrjaði á að svara tölvupóstum. Hvað varstu að gera klukk­ an 10? Þá var ég að fara yfir myndir í eftirlitskerfi Spalar. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu var ég komin upp í gjaldskýli við Hvalfjarðargöng að vinna. Hvað varstu að gera klukkan 14: Ætli ég hafi ekki verið að afgreiða eða annað vinnutengt. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Vinnudagurinn var búinn um kl. 21, síðasta sem ég gerði var að ganga frá. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu fór ég í pottinn. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Í kvöldmatinn var nesti sem ég hafði útbúið deginum áður. Hvernig var kvöldið? Það var bara ljómandi fínt. Hvenær fórstu að sofa? Fór að sofa um ellefu leytið. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Horfði á einn þátt af Orange is the new black. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Ætli það sé ekki bara allt skemmtilega fólkið sem ég hitti þennan dag. Snemma morguns sunnudag- inn 25. júní hófst maraþonhlaup- ið Marathon Du Mont Blanc. Um er að ræða 42,2 km fjallahlaup með 2.730 metra hækkun þar sem hlaupið er um fjallgarð Mont Blanc en það er hæsta fjall Vestur- Evrópu. Tvö þúsund manns hófu keppni og af þeim voru sex Íslend- ingar. Einn þeirra var Sigurjón Ernir Sturluson frá Hnúki í Hval- fjarðarsveit. „Það er í raun algjört happdrætti að fá að taka þátt í þessu móti. Maður sendir inn umsókn og svo er valið hverjir fá að taka þátt. Ég held reyndar að maður græði á því að koma frá Íslandi, mér þykir trúlegt að skipuleggjendur hlaups- ins vilji hafa fólk frá sem flestum löndum,“ segir Sigurjón en hann varð í 67. sæti í hlaupinu á tíman- um 5 klukkustundum og 16 mín- útum. Sigurjón er mikill íþrótta- maður og vann titilinn Hraustasti maður Íslands árið 2015 og er sem stendur í efsta sæti í sömu keppni þegar eitt mót er eftir. Hann hefur einnig hlaupið nokkur utanvega- hlaup m.a. þriggja landa hlaupið í fyrra þar sem hann hljóp á landa- mærum Þýskalands, Austurríkis og Sviss. Kærastan dró hann í keppnina Sigurjón flaug ásamt kærustu sinni, Simonu Vareikaité, til Frakklands til að taka þátt í hlaupinu. Sim- ona er einnig mikill íþróttagarp- ur og hljóp einnig fjallamaraþon- ið. „Það var í raun Simona sem dró mig í þetta hlaup. Hún er dug- lega að draga mig í svona ævintýri, veit að mér finnst þetta svakalega skemmtilegt,“ segir Sigurjón en parið kynntist í boot camp þjálf- un í Reykjavík. „Við hreyfum okk- ur bæði mjög mikið og það er frá- bært að eiga maka sem hefur sömu áhugamál og maður sjálfur, þar sem mikill tími fer í þetta.“ Fyrst eftir að Simona og Sigur- jón lentu í Frakklandi var hitabylgja yfir landinu og hitinn um 34 gráð- ur. „Maður varð frekar stressaður að koma út í þennan hita sem mað- ur er ekki vanur og að vera að fara hlaupa svona erfitt hlaup. Við tók- um létt skokk eftir að við lentum til að venjast því að hlaupa í hitanum. Sem betur var þessi hiti farinn á keppnisdag. Þá voru 15 gráður og úði sem eru kjöraðstæður í svona hlaup,“ segir Sigurjón. 60 km hjólatúr þremur dögum eftir hlaupið Í víðavangshlaupum eins og fjalla- maraþoninu, sem Sigurjón hljóp, geta aðstæður verið erfiðar og haft veruleg áhrif á hlaupið. Sigurjón segist hafa sloppið vel frá hlaupinu og það gengið vel. „Ég var með smá hnút í maganum fyrir hlaup- ið enda um langstærstu og erfið- ustu keppni sem ég hef tekið þátt í að ræða. Ég hafði ekki gert neitt í líkingu við þetta áður. Ég kveið mest kílómetra hækkun í brautinni sem var eftir 17 km hlaup. Um leið og ég hóf að klífa þá hækkun byrj- aði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Ég varð gegnblautur rétt á meðan ég var að sækja regnjakka í töskuna mína. Þegar upp var komið var þoka yfir öllu og mér leið einkennilega, var með ein- hvers konar sjóriðu,“ segir Sigur- jón sem segist aldrei hafa hugsað að gefast upp í hlaupinu. „Ég hljóp framhjá nokkrum sem lágu utan vegar á leiðinni sem höfðu annað- hvort sprungið á því eða dottið illa. Fólk í mjög góðu formi sem hef- ur bara farið of geyst af stað. Ég hins vegar, þó það hljómi skringi- lega, kann vel við sársaukann sem fylgir seinni hluta hlaupsins. Þegar hlaupið fer að verða virkilega erf- itt þá er eins og það kvikni á mér og ég verð ennþá einbeittari og nýti sársaukann,“ segir Sigurjón en hann segist ekki hafa fundið fyrir hlaupinu daginn eftir. „Eftir svona hlaup finnur maður lítið fyrir því að hafa verið að hlaupa ef líkaminn er rétt undirbúinn. Það er nokkru síðar sem þreytan leggst yfir mann og fyrstu strengirnir og verkirn- ir gera vart við sig. Ég finn mikið fyrir þreytu í líkamanum núna en sem betur fer alveg laus við verki. Maður verður að passa sig að of- reyna ekki þolmörk líkamans eft- ir hlaupin þó maður finni ekki til því líkaminn er mjög þreyttur. Við ætluðum í hjólatúr þremur dögum eftir keppnina sem endaði óvart í 60 km og 1.200 metra hækkun. Ég segi ekki að það sé gáfulegt en það var gaman.“ Hleypur Laugavegs­ hlaupið í vikunni En hvers vegna ákveður hann að fara í svo erfiða þrekraun? „Það er ekkert betra en að reyna eins og maður getur á þolmörkin. Ég kynntist því fyrst upp á Skaga í boot camp þjálfun hjá jóa Pétri Hljóp fjallamaraþon á Mont Blanc sem unglingur. Það er einhver víma sem maður fær út úr því að reyna á þolmörkin. Eftir svona hlaup upp- lifir maður sig eins og maður geti allt, það er þessi sigurvíma. Síð- an er líka gaman að hafa eitthvað af að stefna á að ljúka við verkefni sem maður leggur fyrir sig. Það er ánægja í því að ná markmiðum sín- um. Í þessu tilfelli fær maður líka að kynnast Frakklandi og menn- ingu þess á annan hátt en flest- ir, það er líka mjög gaman,“ segir Sigurjón. Sigurjón hefur reynt fyrir sér í ýmsum óvenjulegum þrekraunum. „Ég er mikið í víðavangshlaupum. Það hentar líkama mínum nokkuð vel. Ég hef hlaupið götumaraþon en það tel ég ekki henta mér eins vel þar sem best er að vera léttur á sér þegar maður hleypur götu- hlaup og telst ég seint léttur hlaup- ari. Ég er mikið í boot camp og öðrum styrktar- og úthaldsæfing- um og það hjálpar mér í víðavangs- hlaupum. Styrkur skiptir meira máli þar og næ ég því betri árangri í slíkum hlaupum,“ segir Sigurjón sem slær ekki slöku við og stefnir á að keppa í laugavegshlaupinu í vikunni en hlaupið er 55 km utan- vegahlaup. „Ég reyni að taka þrjú til fjögur löng hlaup á ári. Þá er best að hlaupa þau með reglulegu millibili, ég þarf ekki frekari æf- ingar fyrir laugavegshlaupið eftir fjallamaraþonið. Þetta snýst um að ná upp kílómetrafjöldanum í svona keppnum. Ég hlakka mikið til að taka þátt í því hlaupi,“ segir Sigur- jón að endingu en hægt er fylgj- ast með honum á Snapchat undir nafninu sigurjon1352 og á Fjar- þjálfun Sigurjóns Ernis á Facebo- ok. bþb Sigurjón Ernir Sturluson er mikill íþróttamaður. Hann eyðir drjúgum hluta dagsins í hreyfingu og hefur komið upp lítilli líkamsrækt í bílskúrnum hjá sér þar sem þessi mynd er tekin. Ljósm. bþb Sigurjón Ernir og kærasta hans Simona Vareikaité hlupum bæði fjallamaraþonið. Ljósm. ses Mynd sem Sigurjón tók í hlaupinu þar sem aðstæður sjást ágætlega. Ljósm. ses.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.