Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 15 jóðum gesti ávallt velkomna í Snæfellsbæ. Ekki síst gula og glaða Skagamenn næstkomandi mánudag þegar Víkingur Ólafsvík tekur á móti ÍA í Pepsi deild karla í knattspyrnu klukkan 18:00 SK ES SU H O R N 2 01 7 milli sérfræðinga, í myndrannsókn- ir, blóðrannsóknir o.s.fv., án þess að brýn þörf sé á því, vegna þess að það gefur í kassann. Því mun fylgja óþarfa kostnaður fyrir sjúklinginn og að lokum þjóðina.“ Skortir skilning á starf­ seminni Heilbrigðisstofnun Vesturlands varð til 1. janúar 2010 með sam- einingu átta heilbrigðisstofnana í landshlutanum, þar á meðal heilsu- gæslunnar og St. Fransiscusspítala í Stykkishólmi. jósep telur að spít- alinn, í það minnsta háls- og bak- deildin, hefði átt að vera undanskil- in sameiningunni. „Þetta er eina stofnunin undir HVE sem þjónar öllu landinu. Með réttu ætti hún því að vera sjálfstæð stofnun með sjálf- stæðan fjárhag. Það er mín skoðun og ósk að svo verði í framtíðinni.“ jósep segist hafa staðið í stappi við stjórnendur HVE meira og minna frá því stofnunin varð til og kveðst orðinn langþreyttur á því. Hann tekur þó skýrt fram að hann hafi svo sem ekkert upp á jóhönnu Fjólu jóhannesdóttur, settan for- stjóra HVE, að klaga. „En alla tíð hefur mér fundist sem stjórnend- ur HVE, einkum Guðjón Brjáns- son, fyrrverandi forstjóri og Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar, hafi fyrst og fremst hugsað um spítalann á Akra- nesi en að hinar starfsstöðvarn- ar hafi mætt afgangi, þar á meðal sjúkrahúsið hér í Stykkishólmi, og jafnvel verið reynt að draga sem mest úr starfseminni þar,“ segir jósep og er ómyrkur í máli. „Það er sorglegt, því allt bendir til þess að starfsemin hér sé mjög góð. Ég fullyrði að ef við fengjum aðeins að bæta við okkur þá væri þessi háls- og bakdeild á heimsmælikvarða, sé hún það ekki nú þegar. Það eru allir fagaðilar, bæði hér og erlendis sem ég hef rætt við, á þeirri skoð- un, að undanskilinni stjórn HVE, og þrátt fyrir að við höfum ítrek- að bent stjórninni á að 700 manns séu á biðlista, hafa viðbrögðin eng- in verið. Ég er því ekki tilbúinn að láta neinar breytingar yfir deildina ganga nema rökin séu fagleg,“ bæt- ir hann við. Hægt að stytta langa biðlista Sem dæmi kveðst hann lengi hafa barist fyrir fjölgun sjúkraþjálfara og í tengslum við það endurkomu sjúklinga þremur mánuðum eft- ir útskrift. „Ég vildi gjarnan hafa endurkomuna með þeim hætti en við getum það ekki. Við fáum ekki peninga til þess. Sem er skrýtið því nú leikur enginn vafi á því að þessi deild er þjóðhagslega afar hag- kvæm. Ég reiknaði mér það til árið 2009 að þá kostuðu bak- og háls- vandamál þjóðfélagið um það bil tíu milljarða króna, en þar var mið- að við kostnaðinn í Danmörku. Tíu milljarðar. Beinn kostnaður í gegn- um heilbrigðis- og örorkubótakerf- ið. Síðast þegar ég vissi voru 13% öryrkja á örorku vegna bakverkja. Inni í þeirri tölu eru auðvitað líka þeir sem glíma við bakvandamál af völdum slysa, en þeir eru þónokk- ur hluti bak- og hálsveikra,“ segir jósep. Hann segir jafnframt að lítið sem ekkert hafi verið gert til að fækka sjúklingum á biðlista háls- og bak- deildarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. „Það er lykilatriði að ná fólki í meðferð sem fyrst. Þess vegna er sárgrætilegt að við þurf- um að búa við jafn langa biðlista og raunin er. Ef læknir vísar sjúk- lingi til okkar og það er enginn sér- stakur forgangur þá má hann búast við því að tvö ár líði áður en hann kemst til meðferðar,“ segir jósep. „Ráðuneytið og stjórn HVE hafa alla burði til að stytta biðlistana. Það þarf ekki einu sinni að stækka deildina hérna mikið, aðeins bæta við starfskröftum, en við höfum um árabil ekki getað rekið deildina á fullum afköstum vegna þess að við fáum ekki að bæta við í sjúkra- þjálfun. Bara með því að bæta við tveimur rúmum og einum sjúkra- þjálfara væri hægt að stytta biðina verulega. Auk þess þarf að bæta við a.m.k. hálfri læknisstöðu, en ég hef í raun unnið tveggja manna starf undanfarin ár. Ég skil ekki af hverju ekkert er gert. Þjóðhagslega væri þetta mjög hagstætt og rekstur þessarar deildar er mjög ódýr,“ seg- ir hann. „Mér hefur reyndar aldrei tekist að fá stjórn HVE til að gefa mér upp nákvæmlega hvað kostar að reka deildina, eins undarlegt og það hljómar.“ Framtíð stofnunarinnar verði tryggð Hann segir samskiptin við stjórn- endur HVE síst hafa batnað nú þegar stefnir í starfslok hans sem sjúkrahússlæknis í Stykkishólmi. „Það er slítandi að standa endalaust í stappi við fólk sem hefur eng- an skilning á starfseminni og virð- ist ekki vilja neitt með hana hafa. Nú síðast strikaði Þórir Bergumds- son með einu pennastriki yfir vaktir mínar og lækkaði þar með laun mín um þriðjung. Stjórn HVE vill að ég haldi áfram í sömu vinnu þangað til búið er að ráða eftirmann minn, en á þriðjungi lægri launum,“ seg- ir jósep. „Ég get ekki dregið aðra ályktun af þessum gjörningi en að stjórnin vilji mig burtu sem allra, allra fyrst,“ segir hann. jósep kveðst hins vegar ekki vilja hætta alveg fyrr en eftirmaður hans hefur verið ráðinn. „Ég vil og ætla að vinna áfram við þessa stofnun þar til framtíð hennar hefur ver- ið tryggð. Hún er hins vegar ekki tryggð í höndunum á stjórn HVE,“ segir jósep. „Þegar framtíð sjúkra- hússins í Stykkishólmi hefur ver- ið tryggð og framtíð háls- og bak- deildarinnar þar með, þá vil ég gjarnan draga úr og hætta að lokum að vinna. Ég er búinn að vinna eins og sleggja alla tíð. En ég fer ekki frá þessu öðruvísi en framtíðin sé tryggð,“ segir hann. „Framundan er því að berjast fyrir að halda þeim háa standard sem komið hefur ver- ið á hérna. Innan veggja þessarar stofnunar er gríðarlega reynslu- mikið og gott starfsfólk. Ég fullyrði að hér starfi landsliðið í sjúkraþjálf- un. Sjúkraþjálfararnir eru hryggj- arstykkið í þeirri starfsemi, ef svo má að orði komast,“ segir jósep; „og það kemur ekki til greina að láta HVE ráða bara einhverja til að taka við rekstrinum! Þess vegna er ég búinn að auglýsa stöðu læknis meðal annars erlendis,“ bætir hann við. jósep upplýsir þó að um þessar mundir standi yfir viðræður við ís- lenska aðila um að taka við af hon- um. Hann vill þó ekkert upplýsa nánar um hugsanlegan eftirmann. „Ég á von á því að þetta komi í ljós fljótlega,“ segir hann. Ætlar að spila meira á hljóðfæri Þegar búið verður að ráða eftir- mann jóseps ætlar hann að draga úr vinnu. Hann kveðst eiga von á að starfa um nokkurra mánaða skeið á meðan nýr sjúkrahússlæknir er að koma sér inn í starfið. Að því búnu ætlar hann að fara að sinna fjölskyldunni og áhugamálunum. „Þegar ég loksins get hætt að vinna ætla ég að spila meira á hljóðfærin. Tónlistin hefur alla tíð verið mín stóra ástríða. Ég er að læra ennþá, byrjaði nýverið að læra á alt-saxó- fón og mun halda áfram í tónlist- inni svo lengi sem ég lifi,“ segir dr. jósep Blöndal að lokum. kgk Jósep og Lucia de Korte sjúkraþjálfari. Þau hófu bæði störf á St. Fransiscusspítal- anum í Stykkishólmi árið 1990 og tveimur árum síðar höfðu þau frumkvæðið að opnun hinnar rómuðu háls- og bakdeildar spítalans. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.