Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 17
Í áratugi hefur það verið fastur lið-
ur í sumarstarfsemi Ferðaþjónust-
unnar á Húsafelli að kveikja varð-
eld klukkan 21 á laugardagskvöld-
um. Þangað streymir fólk af tjald-
stæðunum og úr sumarhúsunum og
nýtur útiverunnar; hlustar á trúba-
dor og syngur með en börnin fá að
steikja sykurpúða yfir grilli. Síðast-
liðið laugardagskvöld spilaði á gítar
og söng Orri Sveinn jónsson trúba-
dor úr Borgarnesi. Varðeldur var
kveiktur og eldfimum vökva bætt
á eldinn þegar þurfa þótti undir
styrkri stjórn Guðjóns A jónsson-
ar starfsmanns í ferðaþjónustunni.
Gestir áttu mjög notalega stund.
mm
Varðeldur hluti af
skógarlífinu á Húsafelli
neitað því að tilboðið freistaði.
Þetta var samningur sem fáum kon-
um í íþróttum býðst. Það væri auð-
vitað frábært að geta spilað fótbolta
og lagt fyrir í leiðinni. Ég hafnaði
þó tilboðinu og þar skipti landslið-
ið aftur sköpum. Ég vildi ekki eiga á
hættu að missa landsliðssætið mitt.
Ég þekki ekkert til kínverska bolt-
ans og veit ekki hversu gott væri
fyrir mig að fara þangað. Það var
of margt óljóst í mínum huga; löng
ferðalög í landsliðsverkefni auk
þess sem landsliðsþjálfarinn hefði
getað fylgst mjög takmarkað með
hvernig ég væri að spila og standa
mig. Ég vildi bara ekki fórna EM.
Ef ég fengi sambærilegt tilboð eft-
ir EM gæti ég vel skoðað það betur
en þetta var ekki rétti tímapunktur-
inn,“ segir Hallbera.
Kvíðir ekki að hætta í
fótbolta
Hvað tekur við hjá Hallberu eft-
ir EM veit hún ekki. Hún er samn-
ingsbundin Djugården út árið og á
möguleika á framlengingu samn-
ingsins þá. „Það klárast ekki allt eftir
EM. landsliðið heldur áfram og við
hefjum leik strax í undankeppni fyr-
ir Heimsmeistaramótið í haust. Þar
erum við í sterkum riðli með Þýska-
landi, Tékklandi, Slóveníu og Fær-
eyjum. Það verður krefjandi verk-
efni, það komast færri lið inn á HM
og með Þýskaland í riðli þurfum við
líklega að fara Krýsuvíkurleið ef við
ætlum okkur á HM. Á meðan ég er
í landsliðinu vil ég halda áfram. Að
spila fyrir Ísland og Íslendinga er það
skemmtilegasta sem ég geri og ég
tala nú ekki um þegar vel gengur, þá
er það besta tilfinning í heimi. Ég er
keppnismanneskja og meðan ég er að
spila í góðum liðum og standa mig þá
vil ég halda áfram. Ég veit samt sem
áður ekki hvort ég verði að spila er-
lendis eða heima á næsta ári. Ég kvíði
því ekki að hætta í fótboltanum þar
sem ég er einnig spennt fyrir því að
fara að vinna og skapa mér feril á því
sviði,“ segir Hallbera. Hún segir að
hún muni sakna félaganna í lands-
liðinu einna mest þegar hún hættir.
„Það eru auðvitað forréttindi að fá að
spila fótbolta og upplifa svona hluti
eins og EM með tuttugu vinkonum.
Við erum þéttur og góður hópur og
eyðum miklu tíma saman.“
Hallbera vill ekki gefa upp hvar
landsliðið mun enda á EM. „Við
finnum fyrir miklum meðbyr og
stemningu í kringum landsliðið.
Maður hefur tilfinningu fyrir því
að eitthvað stórt sé að fara að gerast
og við höfum trú á því. Með stuðn-
ingi Íslendinga, þar sem við fáum
upp stemningu í líkingu við þá sem
karlalandsliðið fékk í fyrra, eru okk-
ur allir vegir færir. Við viljum bæta
árangur Íslands og okkur hlakkar
til að sýna hvað í okkur býr,“ segir
Hallbera að endingu. bþb
Hér er Hallbera í leik með Breiðabliki í fyrrasumar. Hér fer hún framhjá Grétu Stefánsdóttur og Bergdísi Fanneyju Einars-
dóttur í leiknum. Ljósm. gbh.