Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 25 Sumarlesari vikunnar Á Bókasafni Akraness stendur í sumar yfir átak til að efla lest- ur barna. Í samráði við starfsfólk bókasafnsins birtum við hér spjall við Sumarlesara vikunnar. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Dagbjört Birna Magnús- ardóttir. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Brekkubæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa? Ég var að lesa bókina láki. Hvernig var hún? Mér fannst hún vera skemmtileg. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér finnst bækurnar um Bjarna- staðarbangsana skemmtilegastar. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Uppáhalds bókin mín er Hótel Ráðgátan. Af hverju tekur þú þátt í sumar­ lestrinum? Því að mér finnst gaman að lesa. Kemurðu oft á bókasafnið og hvað gerir þú á bókasafninu? Ég kem einu sinni til tvisvar í viku og kem til þess að fá bækur lánað- ar. Árbók Sögufélags Borgarfjarð- ar fyrir árið 2017, 18. árgangur Borgfirðingabókar, er komin út og hafa áskrifendur fengið hana í hendur. Bókin er 288 blaðsíður og trúlega finna margir eitthvað við sitt hæfi þar sem efni er eftir 29 höfunda og víða leitað fanga í efnisöflun. Mynd á bókarkápu er eftir Önnu Baldvinsdóttur frá lambastöðum en hún mynd- aði löngu fyrir daga stafrænnar ljósmyndatækni, þrátt fyrir ann- asama daga á stóru búi og fjöl- mennu heimili á lambastöðum. Í bókinni er stutt kynning á Önnu ásamt nokkrum myndum eftir hana. Í formála bókar ritar stjórn Sögufélagsins m.a. að markmið útgáfunnar sé af tvennum toga. Annars vegar að forða frá glötun og koma á framfæri ýmsum fróð- leik frá fyrri tímum og hins veg- ar að bregða upp mynd af lífi og starfi Borgfirðinga dagsins í dag. Óhætt er að segja að ritnefnd Sögufélags Borgarfjarðar hafi náð að fanga ætlunarverk sitt vel því í þessari nýjustu Borgfirðingabók kennir ýmissa grasa. Meðal efn- is má nefna að jóhannes Gests- son frá Giljum segir frá smala- mennsku í snjó haustið 1969. Guðlaugur Óskarsson segir frá ljóðum sínum og ljósmyndun og einnig eru birt nokkur ljóð eftir Ásmund K Örnólfsson frá Sigmundarstöðum. Árni Guð- mundsson frá Beigalda bregð- ur upp minningarleiftri frá lið- inni tíð, Bjarni Guðmunds- son á Hvanneyri minnist jakobs jónssonar á Varmalæk og sagt er frá starfi Menntaskóla Borgar- fjarðar sem nú er tíu ára. Farið er yfir sögu Sauðamessu í máli og myndum, Theódór Þórðar- son minnist Umf. Skallagríms á hundrað ára afmæli og Guðrún Bjarnadóttir skrifar um grasnytj- ar. Þá eru greinar um kvenfélagið Akurrós og Bændafélag Innri- Akraneshrepps. Davíð Pétursson á Grund rekur sögu sveitasímans og Eyjólfur Andrésson bætir um betur og segir frá símstöðvum og símhringingum á bæjum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hjörtur Þórarinsson fv. skólastjóri rifjar upp félagslíf og samstarf í Borg- arfirði og jakob Guðmunds- son frá Kolsstöðum í Hvítársíðu rifjar upp minningar frá barna- skólaárunum sínum og ferming- arbróður hans Torfa í Hvammi, þegar þeir voru á Varmalandi. Birt er minning Helgu laufeyj- ar Hannesdóttur frá Brekkukoti um Gest Ingvar Ólafsson og jón bróðir laufeyjar minnist Gests einnig. jónína Eiríksdóttir rekur fimmtíu ára sögu Tónlistarfélags Borgarfjarðar og sagt er frá far- sælu samstarfi landbúnaðarhá- skóla Íslands og Hvanneyrar- deildar Grunnskóla Borgarfjarð- ar. Helgi Bjarnason blaðamaður frá laugalandi segir frá íþrótta- mótum Borgfirðinga á bökkum Hvítár í rúma fimm áratugi. Þór- ólfur Sveinsson fjallar um sælu- hús á Holtavörðuheiði. Þá held- ur Ómar Arason áfram að rifja upp bifreiðar á MB og M númer- um. Að endingu segir Ingibjörg Daníelsdóttir frá bókum borg- firskra höfunda árið 2016. Hægt er að panta Borgfirðinga- bók m.a. með því að senda skila- boð í gegnum Facebook, með tölvupósti á frodastadir@gmail. com eða hringja í Ingibjörgu í síma „löng - löng - stutt“ (eða í takkasíma 894-8108). mm Borgfirðingabók 2017 er komin út Summer opening hours June 1st – September 1st Mon-Fri from 07:30 - 21:00 Sat-Sun from 08:00 - 21:00 Opnunartími í sumar 1. júní – 1. september Mán.-föst. frá 07:30 - 21:00 Lau.-sun. frá 08:00 - 21:00 Nesvegur 1 • Stykkishólmur Tel. 438 1830 • Nesbrauð ehf Nýbakað brauð og bakkelsi, súpa, salat og smurðar samlokur. Milli klukkan 17:00-20:30 bökum við pizzur. We bake everything daily, a variety of bread and baked goods. Here you can start your day with a breakfast or sit down with a beverage and pastry. For lunch you could have a bowl of hot soup, salat or sandwich and for dinner we offer Italian pizzas. Welcome / Velkomin Heilbrigðisstofun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga Starfsstöðvar: Starfsmannaheilsuvernd Norðuráli Sjúkrahúsið Akranesi Heilsugæslustöð Akarnesi (skólahjúkrun, heimahjúkrun) Heilsugæslustöð Borgarnesi Um er að ræða bæði vaktavinnu og dagvinnu. Hugsanlega hægt að starfa á fleiri en einni starfsstöð. Starfshlutfall er samkomulag. Hæfnikröfur Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Íslenskt hjúkrunarleyfi Góða tölvukunnáttu, góða íslenskukunnátta, ökuleyfi Laun greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og fjármálaráðherra og stofnanasamningi HVE. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til að skoða. Umsóknarfrestur er til 17. Júlí 2017 Nánari upplýsingar gefur Rósa Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, netfang: rosa.marinosdottir@hve.is Umsóknir sendist á netfangið rosa.marinosdottir@hve.is Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá auk afrits af hjúkrunarleyfi og prófskírteinum. Umsóknareyðublöð er að finna á http://www.hve.is/islenska/hve/laus-storf/ Öllum umsóknum verður svarað. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.