Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 9 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 7 Starf yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar er laust til umsóknar Stykkishólmsbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirmanns tæknideildar Stykkishólmsbæjar sem jafnframt er byggingar- og skipulagsfulltrúi. Undir tæknideild fellur rekstur áhaldahúss, rekstur fasteigna Stykkishólmsbæjar og mannvirkja Stykkishólmshafnar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Ráðið verður í starfið frá og með 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 31. júlí nk. Samkvæmt auglýsingunni er starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi: Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.• Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og byggingaefndar.• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum á sviði byggingar-• mála. Umsjón framkvæmda og eignaumsýslu í sveitarfélaginu.• Önnur verkefni.• Menntunar- og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi menntun og löggildingu samkvæmt ákvæðum 8. og • 25. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og uppfylli kröfur 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda mikilvæg.• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.• Góð almenn tölvukunnátta.• Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið sturla@stykkisholmur.is eigi síðar en 31. júlí nk. Umsókn- inni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starf- ans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmi, í síma 433-8100/863-8888 eða tölvupósti: sturla@stykkisholmur.is. Stykkishólmi, 7. júlí 2017 Sturla Böðvarsson Hjónin Brynjar Sigurðarson og Hekla Gunnarsdóttir festu nýver- ið kaup á ferðaþjónustunni að lax- árbakka í Hvalfjarðarsveit. „Samn- ingarnir voru undirritaðir 20. júní og þá tókum við formlega við rekstri staðarins,“ sagði Brynj- ar þegar Skessuhorn hitti hann að máli á laxárbakka síðastliðinn mið- vikudag. „Ég hef verið bankastarfs- maður meira og minna síðan árið 2000. Mig langaði að breyta til og var farinn að líta í kringum mig eft- ir spennandi verkefni í nágrenni Akraness. „Ferðaþjónustan hefur alltaf togað aðeins í mig, ég er al- inn upp við hana. Foreldrar mínir fóru með mig viku gamlan á Bifröst þar sem þau unnu við sumarhótel- ið og svo í mötuneyti skólans á vet- urna. Þau ráku síðan Hótel Fram- tíð á Djúpavogi í nokkur ár áður en leiðin lá til Egilsstaða þar sem ég fór snemma að vinna ýmis störf hjá Hótel Valaskjálf. Þannig að þetta er eitthvað í blóðinu.“ Spennandi tækifæri „Ég lít á laxárbakka sem mjög spennandi tækifæri og það eru miklir möguleikar hér á þessum stað. Hér er töluvert gistipláss, fyr- ir um fimmtíu manns, og stór veit- ingastaður þar sem hæglega er hægt að taka á móti hundrað manns í veislu,“ segir hann. „Staðsetning- in er líka mjög góð og héðan hent- ar vel að fara í dagsferðir til dæm- is á langjökul, í Húsafell og jafnvel út á Snæfellsnes. Einnig er mikið af frábærum gönguleiðum í næsta ná- grenni, til dæmis inni í Svínadal og í Botni. Síðan eru innan við hundr- að kílómetrar á Keflavíkurflugvöll og við lítum á okkur sem álitlegan kost fyrir fólk sem er á leið í flug og vill ódýrari gistingu en það fengi í Reykjavík.“ Gistingin að laxárbakka skiptist í 12 íbúðir með þvottavél og elda- vél. Í þremur stærstu íbúðunum geta fjórir til fimm gist í einu en tveir til þrír í þeim minni. Þá eru átta herbergi á gistiheimilinu, frá eins manns herbergjum og upp í fjögurra manna herbergi. Baðher- bergi, eldhús og setustofa er sam- eiginlegt á gistiheimilinu. „Það er þægilegt að geta boðið upp á ódýr- ari gistingu einnig til að ná lausa- traffíkinni og þeim sem ferðast á eigin vegum. En hópar og þeir sem fara í skipulagðar ferðir sækja meira í íbúðirnar,“ Fíniseringar á áherslum Aðspurður segir Brynjar að nýir eigendur hyggi ekki á stórar breyt- ingar á rekstrinum eða framkvæmd- ir að sinni. „Það er kominn tími á eðlilegt viðhald hússins en við ætl- um ekki í neinar stórar framkvæmd- ir. Ætlunin er að sigla í gegnum þetta sumar og nýta síðan veturinn til að koma okkar áherslum betur að í rekstrinum, fyrir næsta sumar,“ segir hann. „Þó ætlum við strax að fara að bjóða fyrirtækjum upp á að koma hingað til að halda fundi og/ eða starfsmannaferðir með gistingu, við erum með góða aðstöðu til þess. Síðan þegar fram í sækir þá sjáum við að hægt væri að stíla meira inn á vetrarferðir, til dæmis fyrir göngu- hópa sem vilja ganga að vetrinum og síðan auðvitað Norðurljósaferð- ir. Þá eru bara ljósin slökkt og hér verður alveg kolniðamyrkur,“ segir Brynjar að endingu. kgk Brynjar Sigurðarson er annar af tveimur nýjum eigendum Laxárbakka: „Ferðaþjónustan hefur alltaf togað aðeins í mig“ Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit. Brynjar Sigurðarson, eigandi ferðaþjónustunnar að Laxárbakka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.