Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201712
Umhverfis-, skipulags- og land-
búnaðarnefnd Borgarbyggð-
ar samþykkti á síðasta fundi sín-
um fyrir sitt leyti tillögu að breyt-
ingu á aðalskipulagi Borgarbyggð-
ar 2010-2022 sem snýr að skotæf-
ingasvæði í landi Hamars. Breyt-
ingin á aðalskipulaginu felst í því að
breyta landnotkun 16,7 hektara úr
landbúnaði í íþróttasvæði þar sem
skotæfingasvæðið er hugsað. Einn-
ig þarf að skilgreina nýja reið- og
gönguleið um 400 metra sunnan
við svæðið auk þess sem nýr að-
komuvegur verður lagður að svæð-
inu frá Bjarnhólum sunnan efnis-
tökusvæðis og mun samnýtt núver-
andi reið- og göngustíg.
Í bókun sem Björk jóhannsdóttir
gerði við afgreiðsluna kemur fram
að hún leggst gegn tillögunni. Rök-
in sem hún nefnir eru svohljóðandi;
„Ég leggst gegn þeirri breytingu á
aðalskipulagi sem hér er gerð til-
laga um. Fyrirhuguð staðsetning
skotæfingasvæðis hefur ekki fengið
faglega umfjöllun þar sem bornir
eru saman ólíkir valkostir. Umrædd
staðsetning er líkleg til að hafa
áhrif á aðra aðila sem þegar hafa
starfsemi á svæðinu og í grennd við
það. Sé talið nauðsynlegt að breyta
landnotkun á umræddum reit ætti
frekar að gera hann að opnu svæði
(sbr. grein 6.2 í skipulagsreglugerð
nr. 90/2013), enda ljóst að svæðið
hefur mikið gildi sem útivistarsvæði
nú og til framtíðar.
Mál skotæfingasvæðisins hef-
ur verið á borði sveitarstjórnar og
nefnda um nokkra hríð og hefur
vissulega verið umdeilt. Ákveð-
ið var að boða til íbúakosningar
um skotsvæðið, en frá því horfið í
vor. Andstaða hefur verið við málið
m.a. frá umsjónarfólki fólkvangsins
Einkunna. Málið fer senn að skýr-
ast en eftir samþykkt umhverfis-,
skipulags- og landbúnaðarnefnd-
ar fer málið nú fyrir sveitarstjórn
sem væntanlega tekur endanlegan
ákvörðun í því.
bþb
Gera tillögu um að aðalskipulagi
verði breytt vegna skotæfingasvæðis
Sverrir Karlsson golfspilari í
Grundarfirði var á föstudaginn að
spila á Bárarvelli. Á fjórðu holu
gerði hann sér lítið fyrir og fór
holu í höggi. „Það var sælutilfinn-
ing að sjá kúluna í holunni. Braut-
in er 106 metrar. Ég notaði 7-tré,“
sagði Sverrir hinn ánægðasti. mm
Sverrir fór holu í höggi
Valdís Þóra fyrst íslenskra kylfinga
á Opna bandaríska
Valdís Þóra jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur í Golfklúbbnum leyni
á Akranesi, er komin inn á Opna
bandaríska mótið sem er eitt
fimm risamóta í kvennagolfinu
og það golfmót þar sem verð-
launafé er hæst, eða hálfur millj-
arður króna. Valdís Þóra var
stödd á móti í Tælandi í síðustu
viku þegar henni bárust tíðindin
og reyndist það lán í óláni að þar
datt hún úr keppni fyrir lokaum-
ferðina. Því gat hún hraðað för
til Bandaríkjanna og hafið und-
irbúning fyrir US Open. Tíma-
munur milli þessara staða er tólf
klukkustundir.
Opna bandaríska mótið fer
fram á Bedminster í New jer-
sey á velli sem er í eigu Donald
Trump Bandaríkjaforseta. Sam-
kvæmt heimildum golfchannes.
com er talið líklegt að Donald
Trump forseti mæti sjálfur á mót-
ið um helgina og er þar vitnað í
ferðaáætlun forsetans. US Open
hefst á morgun fimmtudag og
lýkur næstkomandi sunnudag.
Þar munu allir fremstu kvenkylf-
ingar heims verða meðal þátttak-
enda. Valdís var fyrsti varamaður
Evrópu inn á mótið og átti því
möguleika á að verða fyrst Ís-
lendinga til að keppa á risamóti.
Ekki munaði miklu að svo yrði
en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
atvinnukylfingur úr GR varð þó
fyrri til þegar hún fyrst íslenskra
kylfinga lék á KPMG risamót-
inu í síðustu viku sem er hluti af
lPGA-mótaröðinni. leikið var í
Illinos í Bandaríkjunum. bþb
Skömmu fyrir jól hélt Golfklúbburinn Leynir, Golfsamband Íslands og Forskot
afrekssjóður móttöku á Akranesi þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur var
boðin velkomin heim eftir frækilega ferð til Marokkó. Tilefnið var að hún hafði þá
tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi 2017.
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur verður fyrst Íslendinga til að keppa á US
Open.
Valdís Þóra mun leika á golfvelli í eigu Trump bandaríkjaforseta, en völlurinn heitir Trump National Golf Club, Bedminster.
Völlurinn hefur verið valinn í hóp 100 bestu valla í Bandaríkjunum fjórum sinnum af Golf Magazine og hefur fengið fleiri
viðurkenningar.