Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 54 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. lausn- in var: „Boltaleikur.“ Vinningshafi er Þóra S Einarsdóttir, Hamravík 6, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Örn Rugl Æst Blika Málar Snifsi Á fæti Elskar 100 Varla Ryk Rekald Sk.st. Magn Ílát Sýl Lokað Örðug Frjáls Kjáni Ara Gætni Afarnir Engin Sem Lítinn bor Hlaup Réttir Hryssa Gæfur Venju- legar Þegar Bindur Tónn Eink.st. Grípa Hvíldi Land- bára Læða Muldur Elskaðir 2 6 Spann Forfað- irinn Árás Mauk Elfan Reykur Reiður Góða Flíka Grikk- ur 4 Hvar- vetna Heppni Óróa Hælar Mjúk Finna leið Klæði Sjá Væta Dvel Alandi Trufl- ar 1 Pípur Sk.st. Gæði Fisk Hópur Spil Ágæti Fæða Djarfur Svik Harð- indi Hætta Frí- stund Fugl Nabbi Mæliein Fæðir Til sölu Upphr. Sverta Fjör Tollur Ískra Tölur 3 Venda Tónn Tölur Rölt Gímald Sá Labb Seðill 5 Þaut Lok Stöng 8 Ógn Ögn Haddur Spurn Hæla Næði Maður Pers- fornafn Sam- hljóðar Stafur Temur Strax Sögn 7 1 2 3 4 5 6 7 8 T I L B Ú I N N N A R T N A U M N R E L N A R Ó L O K I I K T A E K A M R A A R R G A P I L D I A N A N A S G A R R I E Ð A U R J Á T L L Í N M J Ó Ó Ð A M Á L A P L A T Í A I Ð A L U L L A S V A R A R A R A M L A H A K Ö Ó F B L A U T Ú Ð I B A K S Á R A R R I F R A U S N O F Ó S K R A F T U R T Á K E K K U R Á R F Á K K N Ö R R Ó A R U Ú S V O A G N Á R A R Ó S K S A N R I D D A R I S A K A R L A B O L T A L E I K U R L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Það er með þetta hefð- bundna ljóðform okkar. Margir eru nú enn að reyna að halda sig við það þó mis- jafnt gangi. Sömuleiðis er það góður siður að vera árrisull og halda sig vel að verki. Ekki man ég hver orti eftirfarandi en hef þó grun um að sá hafi verið þingeyskur að kyni: Öll þig flýja örlög grimm og þér fylgir lukkan ef að þú á fætur fimm ferð þegar er klukkan. Margt hefur gengið á í pólitíkinni á Íslandi bæði fyrr og síðar og ekki trúlegt að því sé öllu lokið enn. Eitt sinn var klofningsframboð úr Framsóknar- flokknum í Þingeyjarsýslum og var Björn á Brún þar í forsvari og efstur á lista ef ég veit rétt. Mað- ur sem Helgi hét var mjög ákafur stuðningsmaður Björns og um aðdáun hans kvað Egill jónasson: Ef hann Helgi eignast börn öll þau heita lætur Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn. Bæði syni og dætur. Frekar má telja trúlegt að allir þeir Birnir hafi verið framleiddir með hefðbundnum aðferðum og væntanlega þá einhverjar verklegar æfingar stund- aðar meðfram. Einhvern tímann mun þessi staka hafa orðið til af einhverju mér óljósu tilefni: Mærin segir sorgum hrelld sveinn því muni valda. Ég held, ég held, ég held, ég held, ég held ég fari að halda. Og eitthvað líkt hefur ástandið verið hjá þeim er svo sagði frá þó sá væri annars kyns: Ég álpaðist í ógáti uppí rúm hjá kvenmanni og í mesta meinleysi manneskjuna barnaði. Ólafur Sigfússon í Forsæludal gekk á sinni tíð í skóla eins og annað ungt fólk og ekki vitað annað en það hafi allt farið vel fram. Einni námsgrein sinni, trúlega í heimavistarskóla, lýsti hann svo: Nóttin var góð og næðishlý. Nutum við hennar bæði. Nú kann ég orðið nokkuð í náttúru-landafræði. Kannske þessi grein falli undir Samfélagsfræðina nú orðið. Ísleifur Gislason heyrði á sinni tíð í út- varpinu auglýst Hamborgarlæri og þótti nokkuð til koma en þó ekki að fullu réttlátt ef engin stórborg gæti eignast neitt af skepnunni nema þessi eina og gerði sitt besta til að bæta úr því: Hamborgarlæri hef ég étið holl var sú fæða og nærandi. Leningrads-hryggi lítils metið Lundúna-bógum unnandi. Oslóarsíður met þó mest og magál kenndan við Budapest. Ef ég man rétt er þessi líka eftir Ísleif og gæti vel átt við umræður á feisbókinni stundum: Lýðskrum, rógur, last og Gróusögur, Ekkert hamlar útsölu og allt á gamla verðinu. Einhverjum kann að finnast undarlegt hvað ég birti lítið af hestavísum og hef ég raunar fengið aðfinnslur út af því. Verður að segjast að ég reyni að gera mér far um að láta ekki mín persónulegu áhugamál vera í neinum forgangi sem getur þá end- að með því að þau lendi í undandrætti. Hvað um það Dala-jói eða jóhann Kristjánsson frá Bugðu- stöðum orti eftir skemmtilegan sprett á léttfærum fola: Ekki lenti af laginu. Liggur fyrri dauður. Festist ekki í flaginu fótalipri Rauður. Töluvert var til af snjöllum vísum eftir jóa bæði um hesta og annað og lýsi ég hér með sérstaklega eftir vísum hans þar sem ég óttast að þær séu í glat- hættu. Ólafur frá Forsæludal hins vegar kvaddi fer- fættan vin sinn með þessari stöku: Eg skal glaður enda minn ævi grýtta veginn því að brúni blakkurinn bíður hinumegin. Meðan við dveljumst hér megin grafar þurfum við þó að hafa ýmsar búksorgir sem við allavega reiknum ekki með hinum megin. Guðmundur Böðvarsson sendi Andrési í Síðumúla beiðni um vá- tryggingu á nýju húsi svohljóðandi: Hérna kemur hússins lýsing handa þér minn góði vin. Þetta er meira en meðalhýsing og meira en almennt ,,húsakyn“. Og svarið kom um hæl: Öll eru tæki eldtryggð þar íbúum i haginn -En eru komnar yrkingar upp í nýja bæinn? Stundum er fólk eitthvað að ræða um hægð- ir blessaðra ferðamannanna sem færa okkur björg í bú, styrkja krónuna og bera á landið. Það var reyndar löngu fyrir tíma ferðamannastraumsins sem Halla Eyjólfsdóttir orti: Áburður sem úti fraus aftur berst að munni. Efnabreyting endalaus er í náttúrunni. Ingvar Magnússon kvað hinsvegar um einn fé- laga sinn fylgispakan á lífsgöngunni: Áður fyrr hann verk sitt vann, varð á sjaldan skyssa en nú er ei hægt að nota hann nema til að pissa. Meðan Símon í Goðdölum bjó á Keldulandi á Kjálka missti hann eitthvað af kindum úr orma- veiki. Um vorið kom Símon einhverra erinda fram að Gilsbakka og sér þá að Hjörleifur jónsson er að draga dauða kind út úr húsunum og segir: „Guði sé lof að það missa fleiri en ég.“ Þá orti Hjörleifur: Þegar fjandinn horað hræ hefur sett í stóra pottinn. Símon fyrir sunnan bæ sest og fer að lofa drottinn. Öðru hvoru verða umræður um nauðsyn þess að áfengi verði selt í matvörubúðum og sýnist sitt hverjum um þau mál sem fleiri. Reyndar var mér einhvern tímann sagt að þeir sem gætu ekki geymt áfengi heima hjá sér ættu við vandamál að stríða og þyrftu að leita sér hjálpar en ég er svosem ekki rétti maðurinn til að dæma um það. Hvað sem því líður, þegar Akurnesingar samþykktu í atkvæðagreiðslu að áfengisverslun skyldi staðsett í bænum orti Val- geir Runólfsson: Akranesbúar óskað hafa að áfengisbúð sé staðsett hér. -Örfáir reyndar voru í vafa hver velferðarauki að slíku er. En allflestir þiggja eðalvín svo alkóhól þörfin virðist brýn. Velkomnir dagar víns og rósa og velgengni hvert sem litið er. Hver skyldi meiri munað kjósa en margfaldan hvaða dag sem er. Allir fá drukkið eftir lyst, ekki finnst nokkur sála þyrst. -- -- -- - Hitt er aftur önnur saga að einhver sagði mér að víns og rósa dagar draga dilk á eftir sér. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Víns og rósa dagar draga ­ dilk á eftir sér

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.