Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Page 13

Skessuhorn - 12.07.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 13 Hvanneyrarhátíð var haldin með pompi og prakt síðastliðinn laug- ardag. Fjölmenni lagði leið sína á samkomuna og fagnaði með Hvanneyringum, en áætlað er að um eitt þúsund manns hafi lagt leið sína á Hvanneyri. Dálitlar skúrir settu svip sinn á upphaf hátíðar- innar og setningu hennar á kirkju- tröppunum. Ræðumenn brugðust við því með því að stytta ávörp sín til að hlífa gestum við rigningunni. Fyrst var ávarp Sigurðar Guð- mundssonar en síðan setti Gunn- laugur A júlíusson sveitarstjóri há- tíðina formlega. Skömmu síðar stytti upp og var veður með besta móti, skýjað og hlýtt. Við upphaf hátíðarinnar var Bjarni Guðmundsson á Hvann- eyri, fyrrverandi safnstjóri land- búnaðarsafns Íslands, heiðraður fyrir störf sín í þágu safnsins. Har- aldur Benediktsson flutti stutta tölu fyrir hönd stjórnar safnsins áður en hann kallaði Bjarna upp á svið ásamt stjórninni og Ragn- hildur Helga jónsdóttir safnstjóri færði Bjarna blómvönd. Því næst var haldið á land- búnaðarsafnið þar sem Sigurð- ur Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins, færði safninu formlega að gjöf þrítengibeisli og vökvalyftu úr Ferguson árgerð 1949. Ragnhildur safnstjóri veitti gjöfinni viðtöku en gaf Bjarna síð- an orðið. Hann þakkaði félaginu stuðninginn við safnið og fjallaði síðan aðeins um beislið og kerf- ið sem Harry Ferguson hannaði á dráttarvélarnar. Sagði Bjarni að þar færi ein mesta tæknibylting í sögu dráttarvélanna. Sigurður fékk orðið að nýju og færði safninu aðra gjöf og óvænta. Safnið á sem kunnugt er margar dráttarvélar, þar á meðal Ferguson TEF20 sem gengur undir nafninu Dísil-Gráni. Vitað var að engin gangsetnings- sveif væri til á þá vél. Afhenti Sig- urður því safninu eina slíka sem hann hafði látið smíða og skoraði á menn að prófa að snúa dráttar- vélina í gang, næst þegar menn fyndu löngun til að reyna afl sitt. Gestir héldu því næst út í góða veðrið sem þá var skollið á, skoð- uðu fornbíla í eigu félaga í Fornbí- lafjelagi Borgarfjarðar, fylgdust með Ullarselskonum spinna band upp á gamla mátann, skoðuðu landnámshænur í Halldórsfjósi eða kíktu á bókamarkaðinn á Fjós- loftinu. leiðsögn var um gömlu torfuna á Hvanneyri með Sveini Hallgrímssyni. Séra Flóki Krist- insson sagði frá sögu Hvanneyr- arkirkju og börnin virtu fyrir sér húsdýrin, brugðu sér í leiktækin eða fjölskylduratleik og fengu for- eldra til að kaupa handa sér ís frá ísbúðinni Valdísi. Hátíðarmatseð- ill var í kaffihúsinu Skemmunni þar sem vöffluspjótin vöktu mikla lukku gesta. Kvenfélagið 19. júní var með kaffisölu í Gamla Bút. Þá er aðeins fátt talið af því sem um var að vera á Hvanneyrarhátíð þetta árið. kgk Fjölmenni á Hvanneyrarhátíð síðastliðinn laugardag - Bjarni Guðmundsson heiðraður og Landbúnaðarsafninu færð gjöf Bjarni Guðmundsson ásamt stjórn Landbúnaðarsafns Íslands við upphaf Hvanneyrarhátíðar. Bjarni var heiðraður fyrir starf sitt í þágu safnsins. Fyrir aftan standa f.v. Ragnar Frank Kristjánsson, Lilja Árnadóttir og Björn Þorsteinsson. Fyrir framan eru Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri, Haraldur Benediktsson og Bjarni Guðmundsson með blómvöndinn. Í Ullarselinu mátti sjá hvernig band var spunnið með gamla laginu. Hér er Kristín Gunnarsdóttir á Lundi að sýna réttu handtökin. Sigurður Skarphéðinsson, formaður Fergusonfélagsins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri Landbúnaðarsafns, svipta hulunni af gjöf Fergusonfélagsins til safnsins; Þrítengibeisli og vökvalyfta úr Ferguson árgerð 1949. Fararskjótar fornir vekja ætíð mikla athygli og forvitni gesta og gangandi. Börnin virða fyrir sér húsdýrin. Leiðsögn var um gömlu torfuna með Sveini Hallgrímssyni. Hópurinn lagði af stað frá kirkjunni. Málin rædd á samsýningu listamanna. Michelle Bird og Soffía Eyrún Egilsdóttir ræðast við. Börn að leik við leiktæki á vegum Ungmennafélagsins Ís- lendings.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.