Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201710 Ólafur Arnarson formaður Neyt- endasamtakanna hefur sagt af sér. Það gerir hann í kjölfar harðra á s a k a n a sem á hann hafa ver- ið born- ar af öðru s t j ó r n - a r f ó l k i . „ E n g u m sem fylgst hefur með á g r e i n - ingi inn- an stjórnar Neytenda- samkanna getur dul- ist að hann hefur lask- að ímynd þ e i r r a . E n g u m sem til samtakanna þekkir getur heldur dulist að um margra ára skeið hafa þau visnað og veikst með margvíslegum hætti og í raun flotið hægt og bítandi að feigðar- ósi,“ segir Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla á mánu- dag. „Stjórn Neytendasamtakanna hefur borðið mig þungum sökum. Allar eru þær á skjön við raunveru- leikann og sumar beinlínis upp- lognar. Ég hef hrakið þessar ávirð- ingar lið fyrir lið með þeim af- leiðingum að í síðustu yfirlýsingu sinni lætur stjórnin sér nægja að halda því fram í almennum orðum og án nokkurs rökstuðnings að al- varleg fjárhagsstaða sé „að mestu leyti tilkomin vegna óhóflega út- gjalda“ sem ég hafi „efnt til án að- komu stjórnar“. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. Enginn fótur er heldur fyrir því að fjár- hagslegur vandi samtakanna sé vegna útgjalda. Samtökin glíma við alvarlegan tekjuvanda og um það er stjórnin fullkomlega með- vituð enda þótt hún kjósi að skrifa margra ára uppsafnaðan vanda sinn á minn reikning,“ skrifar Ólafur Arnarson. mm Snorrastofa býður til afmælishátíð- ar næstkomandi laugardag 15. júlí í Reykholti. Tilefnið er 70 ára afmæli Snorrastyttunnar sem Norðmenn gáfu Íslendingum. „Fullyrða má að einhver merkasti viðburður í sögu héraðsins á seinni tímum hafi ver- ið afhending Snorrastyttunnar í júlí- mánuði 1947, en þá var haldin fjöl- mennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins. Hátíðarhöldin 1947 voru í undirbún- ingi í áratugi og var ótrúlega mikið við haft, þjóðhöfðingjar og ríkisstjór- nir Íslands og Noregs tóku þátt í há- tíðarhöldunum og talið er að á milli 10 og 14 þúsund manns hafi komið í Reykholt til að taka þátt í hátíðinni sem markaði djúp spor í menningar- vitund þjóðarinnar. Nú þegar 70 ár eru liðin frá því að styttan af Snorra Sturlusyni eftir norska myndhöggv- arann Gustav Vigeland var afhjúpuð við fjölmenna og virðulega athöfn, í júlímánuði 1947, er því verðugt til- efni til afmælishátíðar – og sögusýn- ingar,“ segir í tilkynningu. Viðburðirnir 1947 fóru fram und- ir styrkri stjórn Snorranefnda, þeirri i Noregi þar sem Ólafur krónprins var heiðursforseti og íslensku Snorra- nefndinni með formönnum flestra stjórnmálaflokkanna. Stór hópur Norðmanna kom til landsins af þessu tilefni; herskip og farþegaskip, leið- togar úr norsku þjóðlífi og ástríðu- fullir aðdáendur Snorra Sturlusonar. „Á 70 árum hefur íslenskt þjóðfélag gjörbreyst og er það einkar fróðlegt að kynna nútímafólki aðstæður og málafylgju frá þeim tíma sem styttan af Snorra Sturlusyni lagði af stað útí heiminn og þar til henni var komið á stöpul. En sjálf hátíðin var ekki síður eftirminnileg og þótti ævintýri hversu vel Borgfirðingum tókst að sviðsetja hana á fögrum júlídegi árið 1947. Sjö- tíu árum síðar rifjum við upp þá sögu á sýningu, í máli og myndum, í gamla héraðsskólanum. Við styttuna er fyr- irhuguð hátíðardagskrá sem hefst stundvíslega kl. 14.“ Dagskráin á laugardaginn er ofin saman með ýmsum þáttum: Reykholtsstaður heilsar. - Sr. Geir Waage. Setning hátíðar. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrv. for- seti Íslands. Cecilie Landsverk sendiherra Noregs flytur ávarp. Foreningen Snorres venner – Kim F. lingjærde formaður. Saga Snorrastyttu – styttan í vitund tveggja þjóða – Óskar Guðmundsson. Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu. Sögusýning opnuð – Snorrahátíðin 1947 í lifandi myndum – og sjötugur hljóðheim- ur. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Dagkrárstjóri hátíðar: sr. Elínborg Sturludóttir. Lúðraþytur: Baldvin Oddsson og Oddur Björnsson. Reykholtskórinn syngur norsk og íslensk ættjarðarlög, stjórnandi Viðar Guðmundsson. Veitingar verða seldar í tjaldi frá kl. 12.30. Í Reykholti verður ýmislegt fleira gert til hátíðarbrigða 15. júlí og eru allir velkomnir til staðarins af þessu tilefni. (Fréttatilkynning frá Snorrastofu í Reykholti) Allt frá árinu 1968 hefur Guðmund- ur B Guðmundsson læknir átt hlut í jörðinni Grjóteyri, en hún nær yfir land frá Hafnarfjalli og að Borgar- firði, í austri frá jörðinni Árdal og vestur að landi Hafnar. Upphaflega keypti Guðmundur jörðina í félagi við tvo aðra, en henni var skipt fyr- ir nokkrum árum og hefur hann nú endurvakið nafnið Skógarkot sem er landið vestast í Grjóteyrarlandi, sem liggur meðfram Borgarfirði að Seleyri og Höfn. Guðmundur seg- ir sem skógarbóndi farir sínar ekki sléttar en hann vill græða land sitt upp, rækta skóg og vera með öllu laus við ágang búfjár. „Ágangur sauðfjár hefur ver- ið mikill í gegnum tíðina, en þó með hléum þessi hartnær fimmtíu ár sem ég hef átt hér land. Á fyrstu árum okkar hér óku bændur úr leirár- og Melasveit með fé sitt að vori og slepptu því hér. Þeir litu á Grjóteyrarland sem afréttinn sinn, þótt hann sé það að sjálfsögðu ekki. jafnvel voru dæmi um að menn klipptu á girðingar meðan þeirra naut við, til að féð ætti greiðari leið hér inn um allt.“ Guðmundur seg- ir að eftir að landgræðslufélag við Skarðsheiði hafi verið stofnað 1998, í þeim tilgangi að endurheimta landkosti, hafi málin um tíma færst til mun betri vegar. landið sem landgræðslufélagið hafði undir var fjalllendið milli leirár- og Mela- hrepps og þáverandi Borgarfjarðar- sveitar og láglendið næst því. Í frétt í Morgunblaðinu tveimur árum eft- ir að landgræðslufélagið var stofnað kemur fram að tekist hafi að stöðva alla jarðvegseyðingu á svæðinu milli gamla og nýja þjóðvegarins í Grjót- eyrarlandi og að þá hafi verið haf- ist handa við að endurheimta skóg á svæðinu. Nú segir Guðmundur að nýgræðingur og ungar skógar- plöntur eigi mjög í vök að verjast enda margt fé í landinu. „Þegar landgræðsluverkefnið fór af stað á sínum tíma fyrir aldamótin var unnið markvisst í að fækka því fé sem vant var að gengi hér í tún- um og heim við bæi. Túnrollunum var einfaldlega smalað, þær merkt- ar og sendar í sláturhús að hausti. Þannig var vandamálið upprætt ef svo má segja. lélegar girðingar voru í framhaldi þess teknar upp og Vegagerðin hefur séð um að smala í nálægð við þjóðveginn og fjarlægja þær kindur sem næst í. „Nú á síð- ustu fjórum til fimm árum hefur hins vegar brugðið til verri vegar að nýju því ég hef vitneskju um að fjár- bændur hafi tekið það upp hjá sér að aka með fé sitt hingað norður fyrir Hafnarfjall og sleppt því hér í okkar land, jafnt að nóttu sem degi. Það er náttúrlega óþolandi fram- koma og brýtur auk þess í bága við öll lög og reglugerðir að virða ekki eignarrétt fólks. Meðal annars eru þessir menn að brjóta fjallskilasam- þykkt Hvalfjarðarsveitar. Ég mót- mæli slíkri framkomu og biðla til hlutaðeigandi að virða lög og láta af þessari iðju sinni,“ segir Guð- mundur sem fer fram á að bændur smali þessu fé sínu og aki með það á afrétt. mm Ólafur Arnarson. Róstur innan Neytenda­ samtakanna Frá hátíðinni 1947. Ljósm. Safnahús Borgarfjarðar / Valgarður Kristjánsson. Snorrahátíð í Reykholti á laugardaginn Guðmundur B Guðmundsson í Skógarkoti með Hafnarfjallið í baksýn. Þreyttur á ágangi búfjár í skógræktarlandi sínu Þessar kindur voru í hópi nokkurra tuga fjár sem var á beit við rætur Hafnarfjalls skammt fyrir ofan vatnstankinn fyrir Borgarnes í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.