Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur leikið frábærlega það sem af er tímabili með liði sínu Molde í Noregi. Nú er fyrri umferð mótsins lokið ytra og er Molde sem stendur í þriðja sæti með 27 stig en Rosenborg er í efsta sæti með 32 stig. Björn Bergmann hefur ver- ið duglegur að skora og er næst- markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk í sextán leikjum. Helsti sparkspekingur sjónvarps- stöðvarinnar TV2 í Noregi tók saman hvaða leikmenn höfðu staðið sig best í norsku deildinni það sem af er sumri. Á þeim lista voru tveir Íslendingar, Matthías Vilhjálmsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Björn Bergmann fékk bestu um- sögn allra í deildinni frá miðlin- um. Þar segir að Björn sé besti leik- maður deildarinnar; hann hafi náð stöðugleika í leik sinn og enginn miðvörður deildarinnar vilji mæta honum. TV2 spáir því að Björn verði markahæsti leikmaður tíma- bilsins ef hann verður ekki farinn í stærri deild áður en tímabilinu lýk- ur sem miðillinn telur allar líkur á. Manchester United goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde og hefur hann sagt að hann hefði ekki áhuga á að skipta Birni út fyrir nokkurn mann í norsku deildinni ef til þess kæmi. bþb Á mánudagskvöldið fór á Akranesi fram leikur Skagamanna og Víkings Reykjavík í tíundu umferð Pepsi- deildar karla í knattspyrnu. Skaga- menn voru fyrir leikinn í neðsta sæti eftir sigur Víkings Ólafsvík á Íslandsmeisturum FH, en Vík- ingur Reykjavík var í fimmta sæti. leiknum lauk með 1-1 jafntefli og léku Skagamenn fínan leik og voru óheppnir að skora ekki sigurmark undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom á 24. mínútu eftir rólega byrjun. Vík- ingur fékk hornspyrnu sem Skaga- menn komu í burtu og úr varð skyndisókn Skagamana. Boltinn barst á Þórð Þorstein Þórðarson á hægri vængnum sem átti glæsilega lága sendingu inn í teig á Tryggva Hrafn Haraldsson sem lék á varn- armann Víkings og lagði boltann í markið. Staðan orðin 1-0 og þann- ig var hún enn þegar flautað var til hálfleiks. lítið var um færi í leiknum og voru Skagamenn agaðir í sínum varnarleik en það hefur vantað það sem af er tímabili. Skagamenn fengu frábært tækifæri til að bæta við marki um miðjan síðari hálfleik. Halldór Smári, varnarmaður Vík- ings, lenti í miklu basli eftir pressu frá Steinari Þorsteinssyni rétt fyrir utan teig gestanna. Halldór rann og Steinar náði boltanum og gat keyrt í átt að marki en var of bráður á sér og átti slakt skot framhjá markinu. Á 77. mínútu skoruðu Víkingar en þar var á ferðinni Alex Freyr Hilm- arsson. Erlingur Agnarsson átti þá flotta sendingu á Alex Freyr vinstra megin í teig Skagamanna og skor- aði hann af öryggi framhjá Ing- vari Þór Kale í marki Skagamanna. Skagamenn voru allt annað en sátt- ir og vildu meina að brotið hafi ver- ið á Patryk Stefanski í aðdraganda marksins. Skagamenn sköpuðu sér nokkur mjög góð færi sem þeir hefðu getað nýtt undir lok leiksins en allt kom fyr- ir ekki og lauk leiknum með 1-1 jafnt- efli. Skagamenn lyftu sér upp um eitt sæti með jafnteflinu, úr því neðsta í það næstneðsta og eru því enn í falls- æti. Næsti leikur Skagamanna er held- ur betur baráttuleikur en mánudaginn 17. júlí mætast Vesturlandsliðin Vík- ingur og ÍA í Ólafsvík. bþb/ Ljósm. Guðmundur B.Halldórsson. Víkingur Ó. vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH þegar liðin mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Nokkuð jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálf- leik en leikurinn nokkuð bragð- daufur. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér ákjósanleg marktækifæri og fyrir vikið var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. En það átti eftir að breytast. Síð- ari hálfleikur var ekki gamall þegar FH-ingar fengu sannkallað dauða- færi. Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi boltann fyrir á Halldór Orra Björnsson, en Christian Martinez var kominn út úr marki Víkings. Halldór stóð því einn á auðum sjó, með opið markið fyrir framan sig en þrumaði boltanum framhjá. Að- eins tveimur mínútum síðar vildu leikmenn Víkings fá vítaspyrnu þegar Kwame Quee féll í teignum en dómari leiksins sá ekkert at- hugavert við atvikið. Það var síðan á 56. mínútu að fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. FH-ingum gekk brösulega að koma fyrirgjöf Víkings frá. Boltinn féll fyrir fætur Kenans Turudija sem lét vaða af löngu færi, beint í hornið fjær. Glæsilegt mark og Víkingur kominn með forystuna. Heimamenn í FH gerðu tvö- falda skiptingu strax eftir markið og hugðust svara strax fyrir sig. Þeir juku sóknarþungann. Guðmundur Karl Guðmundsson átti gott skot frá vítateigslínunni sem Martinez varði vel í horn en þess utan gáfu Víkingar fá færi á sér. Gestirnir voru þéttir til baka og biðu færis. Á 79. mínútu komst Víkingur í góða skyndisókn. Kenan Turu- dija geystist upp vinstri kantinn og heimamenn voru fáliðaðir til baka. Kenan sendi boltann á Guðmund Stein Hafsteinsson sem var aleinn á auðum sjó í vítateig FH-inga. Hann hafði nægan tíma og átti ekki í neinum vandræðum með að leggja boltann í netið framhjá Gunnari Nielssen í markinu. Víkingur kom- inn tveimur mörkum yfir og stutt eftir af leiknum. Stuttu eftir markið fengu FH- ingar gott færi. Steven lennon átti þá góðan skalla eftir fyrirgjöf Atla Guðnasonar sem Martinez varði meistaralega í marki Víkings. Óls- arar þéttu vörnina enn frekar það sem eftir lifði leiks og heimamenn komust lítt áleiðis. Það fór því að lokum svo að Víkingur hafði sigur á FH með tveimur mörkum gegn engu. Óvæntur sigur en sannarlega verðskuldaður. Með sigrinum lyfti Víkingur sér upp úr fallsæti, núna með 10 stig í 10. sæti deildarinnar. Næst leikur Víkingur verður mánudaginn 17. júlí þegar liðið tekur á móti ÍA í Ólafsvík í þýðingarmiklum botns- lag Vesturlandsliðanna. kgk Kvennalið Víkings Ólafs- víkur hefur borist liðs- styrkur en sænski framherj- inn johanna Engberg hef- ur gengið til við félagið. johanna spilaði í háskóla- boltanum í Bandaríkjun- um með Keiser háskólan- um í Florida. Á heimasíðu umboðs- skrifstofunnar PSC kemur fram að johanna sé mjög spennt að kynnast fótboltanum og lífinu á Íslandi. „Ég hef búið og stundað nám í Banda- ríkjunum í fjögur ár og er spennt að flytja til lands sem er allt öðru- vísi. Ég ætla mér að skora mikið af mörkum og hjálpa liðinu að komast ofar í deildinni. Umskiptin frá því að vera í hitanum í Florida í að fara mjög kalt loftslag á Íslandi verður erfitt,“ segir jo- hanna á heimasíðu PSC. Víkingur er sem sten- dur í næstneðsta sæti fyrstu deildar kvenna og hafa skorað fæst mörk allra eða fjögur talsins. johanna er fengin til liðsins til að laga það og fylla í skarð Samiru Suleman sem greindist með æxli í kviðarholi í vor og mun ekki leika með Víking í su- mar. bþb Leikmenn Víkings fagna markið Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem gull- tryggði sigur liðsins á Íslandsmeisturum FH. Ljósm. þa. Víkingur vann frækinn sigur á FH Víkingur Ólafsvík fær nýjan framherja Björn Bergmann í leik með Molde. Nokkur hiti var í leiknum og þurfti Erlendur Eiríksson dómari nokkrum sinnum að róa mannskapinn. Hér ræðir hann við Loga Ólafsson þjálfara Víkings. Jafntefli Skagamanna dugði ekki til að komast úr fallsæti Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði mark Skagamanna eftir stórkostlega sendingu frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni. Björn Bergmann gerir góða hluti í Noregi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.